Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

904. fundur 04. mars 2020 kl. 11:30 - 12:28 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Skólahús og sundlaug á Sólgörðum

Málsnúmer 2002286Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

2.Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.

Málsnúmer 2002283Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sameiningarnámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. september 2020. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu sem felur í sér áform um sameiningar sveitarfélaga. Hliðstætt verkefni stóð yfir í Noregi frá 2014 til 1. janúar 2020 þegar allar sameiningar áttu að vera í höfn. Þann dag hafði norskum sveitarfélögum fækkað úr 428 í 356.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

3.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002253Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. febrúar 2020 frá UNICEF á Íslandi varðandi Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fylgir erindinu sameiginlegt bréf dagsett 30. janúar 2020, frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga ? verkefnið barnvæn sveitarfélög. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er áhugasöm sveitarfélögum um allt land hvött til að kynna sér verkefnið og skrá sig til leiks.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

4.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020-2024

Málsnúmer 2003007Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 8.800 þús.kr. Viðaukinn innifelur millifærslu vegna launakostnaðar þar sem 19.215 þús.kr. eru færðar af málaflokki 27 yfir á ýmsar rekstrareiningar. Viðhaldsfé eignasjóðs er hækkað um 800 þús.kr. og fjárfestingaliður eignasjóðs hækkaður um 8.000 þús.kr. Gert er ráð fyrir að mæta útgjöldunum með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 402007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 1251999, með síðari breytingum , 323. mál.

Málsnúmer 2002252Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál.
Byggðarráð er sammála þeim markmiðum sem koma fram í frumvarpinu.

6.Umsagnarb. Tillaga til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

Málsnúmer 2002288Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og vísar í áður framkomnar bókanir sveitarstjórnar um mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Mikilvæg staðsetning vallarins með tilsjón af sjúkraflutningum fyrir landsbyggðina hefur aukist verulega á síðustu árum með færslu verkefna af sjúkrahúsum sem staðsett eru á landsbyggðinni til Landsspítala. Að mati byggðarráð er hér um að ræða þjóðaröryggismál er varðar alla íbúa landsins og því rétt að allir kosningabærir íbúar þess fái að segja skoðun sína.

7.Eignarhald fasteigna

Málsnúmer 2002227Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2020 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna.

8.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

Málsnúmer 2002282Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. mars 2020 frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun um meðhöndlun úrgangs í heimsfarandri vegna COVID-19 veirunnar.
Undir þessum dagskrárlið kom til viðræðu Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og formaður Almannavarnarnefndar Skagafjaðar.

Fundi slitið - kl. 12:28.