Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

882. fundur 01. október 2019 kl. 12:30 - 14:13 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Erindi frá Háskólanum á Hólum

Málsnúmer 1909216Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. september 2019 frá Hólaskóla - Háskólanum á Hólum varðandi tilnefningu í starfshóp. Í framhaldi af vinnu við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
Undir þessum lið komu til fundarins Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, Jón Eðvald Friðriksson og Laufey Kristín Skúladóttir, fulltrúar í háskólaráði Háskólans á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna fulltrúa í fyrrgreindan starfshóp.
Margeir Friðriksson kom á fundinn kl. 13:20 og tók við fundarritun.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2020-2024.

3.Afskriftarbeiðni opinberra gjalda

Málsnúmer 1812056Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. september 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi óinnheimtanlegar kröfur þar sem skuldarar eru fluttir úr landi.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa sveitarsjóðsgjöld að höfuðstólsfjárhæð 205.774 kr. auk dráttarvaxta.

4.Beiðni um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1909229Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Jarðgöng undir Tröllaskaga

Málsnúmer 1909181Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 16. september 2019 frá Ólafi Jónssyni, Espilundi 6, Akureyri varðandi jarðgöng undir Tröllaskaga.
Byggðarráð þakkar Ólafi fyrir erindið. Fyrir liggur sameiginleg bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um mikilvægi þessa verkefnis fyrir Norðurland.

6.Tré lífsins, minningargarðar

Málsnúmer 1909259Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 20. september 2019 frá Tré lífsins. Bréfið er sent til að kanna áhuga sveitarfélagsins til Minnigargarða og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í Minningargarð er gert ráð fyrir að aska látinna einstaklinga verði jarðsett ásamt því að tré verður gróðursett til minningar um hinn látna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2019

Málsnúmer 1909251Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. september 2019 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er um ársfund sjóðsins og dagskrá þann 2. október 2019.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn.

8.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um skráningu einstaklinga

Málsnúmer 1909275Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál.

9.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta

Málsnúmer 1909258Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 25. september 2019. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

10.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt

Málsnúmer 1909272Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og tekur undir megin markmið þess.

11.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara

Málsnúmer 1909268Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2019. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.

12.Samráðsgátt; Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags

Málsnúmer 1909145Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 220/2019, "Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags". Umsagnarfrestur er til og með 04.10.2019. Lagt fram.

13.Samráðsgátt; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 1909279Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 237/2019, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2019. Lagt fram.

14.Rekstrarupplýsingar 2019

Málsnúmer 1904245Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-júlí 2019.

15.Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1909213Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. september 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.

16.Ársreikningur 2018 Fluga hf

Málsnúmer 1909195Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Flugu hf. fyrir árið 2018.

17.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 2019

Málsnúmer 1906138Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þann 20. september 2019.

Fundi slitið - kl. 14:13.