Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

877. fundur 28. ágúst 2019 kl. 11:30 - 13:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 1908075 Drög að flugstefnu fyrir Ísland, á dagskrá með afbrigðum.

1.Fyrirspurn vegna leikskólamála á Hofsósi

Málsnúmer 1908110Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2019 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Foreldrafélagi leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu fyrirhugaðrar leikskólabyggingar á Hofsósi.
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu verksins eftir breytingu á hönnuninni sem lýtur að stækkun vegna lagna- og tækjarýmis.

Byggðarráð ítrekar að verkefninu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er að því að verkefnið fari í útboð um mánaðamótin september/október næstkomandi.

Bjarni Jónsson (Vg og óháð), óskar bókað:
Undirritaður lýsir miklum vonbrigðum með hve dregist hefur að koma uppbyggingu á nýrri leikskólaaðstöðu á stað á Hofsósi ásamt, frekari íþróttaaðstöðu, og endurgerð annarra skólamannvirkja sem því tengjast. Málið hefur ítrekað verið tekið upp af okkar ósk á undanförnum misserum og árum. Vonandi hyllir nú undir að verkið komist á stað og langþráðar endurbætur á skólamannvirkjum og nýr leikskóli verði að veruleika.

Ólafur Bjarni Haraldsson (Byggðalistinn), óskar bókað:
Gert var ráð fyrir fjármagni til hönnunar húsnæðisins í fjárhagsáætlun 2017. Það að verkið skuli svo ekki vera komið lengra en raun ber vitni er því óásættanlegt. Það er þó ánægjulegt að sjá að samstaða virðist vera innan byggðarráðs um að verkefnið verði að veruleika og að því verði flýtt sem kostur er.

Stefán Vagn Stefánsson (Framsóknarflokki) og Gísli Sigurðsson (Sjálfstæðisflokki) óska bókað:
Fulltrúar meirihluta í byggðarráði vilja láta bóka að slæmt sé hversu langan tíma hafi tekið að koma umræddu verki í gang. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að verkefnið fari af stað á árinu og áfram er stefnt að því. Um er að ræða verkefni sem er mikilvægt samfélaginu á svæðinu og mun það verða til mikilla bóta. Sömuleiðis er ljóst að áfram þarf að halda í uppbyggingu skóla- íþróttaamannvirkja á Hofsósi og er það á stefnuská núverandi meirihluta að svo verði. Í meirihlutasáttmála Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Skagafirði er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og er það von okkar að hönnun á slíku húsnæði geti hafist á árinu 2020.

2.Fyrirspurn um leigu á landi

Málsnúmer 1908130Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2019 frá Herði Þórarinssyni þar sem hann spyrst fyrir um hvort land sveitarfélagsins við Áshildarholtsvatn sé falt til leigu. Landnúmer 143992.
Byggðarráð samþykkir að leigja ekki út þennan skika að sinni og hafnar því ósk um leigu landsins.

3.Flæðagerði L189714 - Reiðhöllin Svaðastaðir. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1908100Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2019 úr máli 1908179 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 19.08. 2019 sækir Úlfar Sveinsson, Syðri Ingveldarstöðum, f.h. Flugu hf., kt. 631000-3040, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Reiðhöllinni Svaðastöðum, Flæðagerði, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Drög að flugstefnu fyrir Ísland

Málsnúmer 1908075Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að flugstefnu fyrir Ísland (Grænbók)útgefin í júlí 2019. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði verkefnisstjórn til að vinna að mótun flugstefnu fyrir Ísland í september 2018. Málið áður á dagskrá 876. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög, með áorðnum breytingum, að umsögn um drög að flugstefnu fyrir Ísland.

5.Drög að frumvarpi til laga um skilameðferð lánast. og verðbr.fyrirtækja, samráðsgátt

Málsnúmer 1908140Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2019 frá Samráðsgáttinni/Ísland.is þar sem tilkynnt er um að umsagnarfrestur í máli nr. 185/2019, "Drög að frumvarpi til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja" rennur út 04. september 2019.

6.Áskorun vegna hamfarahlýnunar, Samtök grænkera á Íslandi

Málsnúmer 1908099Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áskorun dagsett 20. ágúst 2019, til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi.
Byggðarráð leggur áherslu á að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.

Fundi slitið - kl. 13:30.