Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

875. fundur 31. júlí 2019 kl. 11:30 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 385. fundi sveitarstjórnar 26. júní 2019 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreisðlu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt lll. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfi sveitarstjórnar er frá 27. júní 2019 til og með 8. ágúst 2019.

1.Verkefni nefnda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - til samráðs

Málsnúmer 1906292Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill árétta í þessu samhengi fyrri athugasemd þess um málið hvað varðar það að óska aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum þjóðgarðs á miðhálendinu en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi geta þess að á miðhálendinu er fjöldi svæða sem eru friðlýst. Velta má fyrir sér hvort ríkið ætti að sinna friðlýstum svæðum betur en nú er gert hvað varðar fjárhagslegan og faglegan grundvöll þeirra áður en ráðist er í stofnun nýs þjóðgarðs á miðhálendinu.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Má í tengslum við það nefna að stærstur hluti þess svæðis sem tillagan gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái til er afréttareign í þjóðlendu. Í því felast m.a. mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.
Tillaga um afmörkun þjóðgarðsins tekur ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. Þá er ekki fjallað um hvert skuli vera gildi aðalskipulaga varðandi afmörkun svæðisins. Kort með tillögum að afmörkun þjóðgarðssvæðisins eru ekki nægjanlega skýr svo hægt sé að bera saman tillöguna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar með nákvæmum hætti.
Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, þ.e. þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu.

2.Beiðni um viðræður varðandi landamerki að Sjávarborg 1, 2, og 3

Málsnúmer 1907144Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umboðsmanni erfingja Haraldar Árnasonar, Sjávarborg 2, og eigendum hluta Sjávarborgar 3, dags. 17. júlí 2019, þar sem óskað er eftir að fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og fulltrúar eigenda og erfingja Sjávarborgar 1, 2 og 3 fari yfir og kortleggi landamerki á milli sveitarfélagsins og Sjávarborgar 1, 2 og 3.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga frá eigendum Sjávarborgar 1, 2 og 3.

3.Samráð, stefna í úrgangsmálum

Málsnúmer 1907111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. 12. júlí 2019, þar sem kynnt eru meðfylgjandi lokadrög stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Óskað er eftir umsögnum um drögin fyrir 23. ágúst nk.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar og heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

4.Yfirfærsla Hofsósbrautar (77) frá Vegagerðinni til Sv.fél. Skagafjarðar

Málsnúmer 1907118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dags. 10. júlí 2019 frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Norðurlandi þar sem meðfylgjandi eru drög að samningi um skil á Hofsósbraut (77) frá Vegagerðinni til Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð þakkar erindið en óskar jafnframt eftir umræddri matsgerð frá Vegagerðinni um ástand vegarins, m.a. með tilliti til þarfar á klæðningu með bundnu slitlagi eða malbikun, ástandi kantsteina, gangbrauta, ljósastaura o.fl. þátta sem tilheyra veginum. Slíkt mat þarf að liggja fyrir til að unnt sé að ljúka samningum um skil vegarins.
Byggðarráð felur jafnframt framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggja sjálfstætt mat á ástandi umrædds vegspotta og viðhaldsþörf hans.

5.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809236Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs, dags. 25. júlí 2019, þar sem vakin er athygli á áformum og tillögum félags- og barnamálaráðherra til að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 267

Málsnúmer 1907007FVakta málsnúmer

Fundargerð 267. fundar félags- og tómstundarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 875. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 267 Málið áður á dagskrá félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl s.l. Þá var tekin til afgreiðslu tillaga foreldrafélags Ársala þar sem óskað var eftir því að nemendur yngri en 6 ára nytu einnig hvatapeninga. Nefndin bókaði þá að hún myndi gefa sér tíma til að skoða málið frekar. Unnið hefur verið að gagnaöflun og útreikningi kostnaðar.
    Fulltrúar VG og Óháðra ásamt Byggðalista óska eftirfarandi bókað. ,, Mikið fagnaðarefni er að í Sveitarfélaginu Skagafirði er boðið upp á fjölbreytt íþrótta og tómstundastarf fyrir börn á leikskólaaldri og því mikilvægt að jöfnuður gildi í úthlutun hvatapeninga. Þeir leggja til að núverandi reglur um aldursmörk verði endurskoðaðar og lýsa vilja sínum til þess að öll börn á aldrinum 0-18 ára njóti hvatapeninga.“
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsa einnig yfir vilja sínum til að endurskoða aldursmörk og vinna áfram með þróun hvatakerfisins með það að markmiði að breikka þann aldurshóp sem ættu rétt á hvatapeningum.
    Nefndin samþykkir að skoðaðar verði mismunandi sviðsmyndir með tilliti til samhengis aldurs og hvatapeninga. Stefnt er að því að leggja fram minnisblað þar að lútandi á næsta fundi.
    Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar voru hvatapeningar til barna 6-18 ára hækkaðir úr 8.000 upp í 25.000 krónur. Samhliða var tekið í notkun nýtt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu sem enn er verið að aðlaga að þörfum notenda. Ljóst þykir einnig að endurskoða þarf reglur um rétt til hvatapeninga, þar sem m.a. er skilgreint betur hvaða kröfur eru gerðar til leiðbeinenda í íþrótta- og tómstundastarfi, lengd námskeiða o.fl. sem forsendu réttar til hvatapeninga.
    Nefndin samþykkir að vinna málið áfram með það að markmiði að leggja fram heildstæða tillögu um nýjar reglur og áætlaða fjármögnun þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 267. fundar félags- og tómstundarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 267 Lögð fram drög að Menntastefnu Skagafjarðar sem vísað var til nefndarinnar til umsagnar frá fræðslunefnd þann 1. júlí s.l. Óskað er eftir því að fulltrúar félags- og tómstundanefndar kynni sér drögin og komi með athugasemdir og ábendingar. Bókun fundar Afgreiðsla 267. fundar félags- og tómstundarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 144

Málsnúmer 1906004FVakta málsnúmer

Fundargerð 144. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 875. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 144 Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskóla Skagafjarðar skólaárið 2019-2020. Skóladagatölin hafa verið samþykkt í foreldraráðum leikskólanna. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 144 Málið áður á dagskrá á 142. fundi nefndarinnar þann 23. maí s.l. Erindi frá Steindóri Búa Sigurbergssyni, Bústöðum, þar sem hann óskar eftir að 5 ára gamalt barn hans fái að nota skólarútuna á milli heimilis og leikskólans Birkilundar. Tvö eldri systkin barnsins ganga í Varmahlíðarskóla. Rætt hefur verið við skólabílstjóra og leik- og grunnskólastjóra um fyrirkomulag og farið yfir skilmála um öryggisbúnað í bifreiðinni og fleira. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heimilis og skóla samþykkir fræðslunefnd að gera undanþágu frá 5. gr. reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli og heimila barninu að nota skólabílinn. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikið og gott samráð heimilis, skólabílstjóra og leikskóla vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 144 Erindi hefur borist frá Þorgils Magnússyni, Stóra-Holti, þar sem hann óskar eftir að 3ja ára gamalt barn hans fái að nota skólarútuna á milli heimilis og leikskólans Tröllaborgar á Hofsósi. Eldri bróðir barnsins er að hefja nám í grunnskólanum á Hofsósi. Systkinin hafa fram til þessa verið í leikskóla á Siglufirði. Rætt hefur verið við skólabílstjóra og leik- og grunnskólastjóra um fyrirkomulag og farið yfir skilmála um öryggisbúnað í bifreiðunum og fleira. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heimilis og skóla samþykkir fræðslunefnd að gera undanþágu frá 5. gr. reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli og heimila barninu að nota skólabílinn. Fræðslunefnd leggur áherslu á mikið og gott samráð heimilis, skólabílstjóra og leikskóla vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 144 Lögð fram til kynningar drög að Menntastefnu Skagafjarðar. Málið áður til kynningar á 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí s.l. Menntastefnan verður til umræðu og frekari mótunar á árlegum fræðsludegi skólanna í Skagafirði þann 15. ágúst n.k. Mikilvægt er að ábendingar og athugasemdir fulltrúa fræðslunefndar hafi borist umsjónarmanni, Helgu Harðardóttur, kennsluráðgjafa, fyrir þann tíma. Fræðslunefnd samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar sem hefur frístundastarfið í sínum málaflokki. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 144 Lögð fram niðurstaða samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 9. bekk í grunnskólum í Skagafirði. Fræðslunefnd fagnar góðum árangri nemenda í 4. og 7. bekk sérstaklega, þar sem nemendur skólanna skipa sér í efstu 25% einkunna á landsvísu í samræmdu könnunarprófi í íslensku og stærðfræði, í þremur af fjórum tilvikum. Í 4. bekk eru nemendur hæstir yfir landið í íslensku og í öðru sæti í stærðfræði. Árangur þessi er afar gleðilegur og tilefni til að óska skólunum til hamingju með hann. Fræðslunefnd hvetur jafnframt skólana til að rýna vel í allar niðurstöður og leggja sérstaka rækt við þá nemendur sem hallari fæti standa. Samræmd könnunarpróf eru einn af mörgum mælikvörðum sem notaðir eru í skólastarfi til að meta árangur nemenda og mikilvægt að taka hann alvarlega eins og aðra mælikvarða. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 144 Málið áður á dagskrá á 142. fundi fræðslunefndar þann 23. maí s.l. Opnuð hafa verið tilboð í skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki, en frestur til að skila inn tilboðum rann út kl. 13:30, fimmtudaginn 27. júní. Tvö tilboð bárust í aksturinn, frá Hópferðabílum Skagafjarðar ehf. (HBS) og Suðurleiðum ehf. Tilboð HBS hljóðaði upp á 10.092.922 krónur á ári hverju m.v. 114 daga skv. útboðslýsingu. Tilboð Suðurleiða hljóðaði upp á 11.086.272 krónur á ári m.v. 114 daga skv. útboðslýsingu. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu og skoða fyrirkomulag skólaaksturs á Sauðárkróki frekar. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 144 Á fundi sínum þann 21. janúar s.l. lagði félags- og tómstundanefnd til við sveitarstjórn að Sveitarfélagið Skagafjörður sæktist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Markmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Skipaður verði þverfaglegur stýrihópur með aðkomu lykilhagsmunaaðila til að vinna að verkefninu. Sveitarstjórn samþykkti tillögu félags- og tómstundanefndar þann 13. mars s.l. Samningur þessa efnis verður undirritaður af landlækni og sveitarstjóra á fræðsludeginum 15. ágúst n.k., en dagskrá hans fylgir með í gögnum fundarins. Fræðslunefnd fagnar ákvörðun þessari og væntir þess að hún verði til hagsbóta og heilla fyrir alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar fræðsluynefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 145

Málsnúmer 1907009FVakta málsnúmer

Fundargerð 145. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 875. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 145 Á 144. fundi fræðslunefndar þann 1. júlí s.l. voru tilboð í skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki opnuð. Alls bárust tvö tilboð. Fræðslunefnd samþykkir að hafna báðum tilboðum og skoða fyrirkomulag og framkvæmd skólaaskturs á Sauðárkróki að nýju. Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar fræðslunefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 352

Málsnúmer 1907005FVakta málsnúmer

Fundargerð 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 875. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Jens Kristinn Gíslason verkefnisstjóri hjá Landsnet sækir fh. Landsnets hf., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 66 kV jarðstrengs, Sauðárkrókslínu 2, sem er um 23 km jarðstrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Jafnframt er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Sauðárkrókslínu 1, sem er 1,2 km 66 kV jarðstrengur milli fyrirhugaðs tengivirkis við Borgarteig 10b og tengivirkis ofan Kvistahlíðar. Sótt eru um leyfin á grundvelli 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2016. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verið veitt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt.130972-5439 og Árni Sverrisson kt.241069-5759, þinglýstir eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428, óska eftir heimild til að stofna 1.050 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721402 útg. 2. júlí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Iðunn Ósk Óskarsdóttir kt. 220781-4969 þinglýstur eigandi jarðarinnar Minni-Þverá, landnúmer 146861, óskar eftir heimild til að stofna 1.955,6 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Minni-Þverá 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 786201 útg. 28. maí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Innan merkja fyrirhugaðrar spildu er matshluti 05 á jörðinni Minni-Þverá sem er 329 m² fjárhús með áburðarkjallara. Matshluti þessi skal fylgja útskiptri spildu. Erindið samþykkt.
    Yfirferðarréttur að Minni-Þverá 1 er um vegarslóða í landi Minni-Þverár, landnr. 146861 samkvæmt afstöðuuppdrætti nr. S01. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Minni-Þverá, landnr. 146861.
    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Birgir Gunnarsson kt. 050263-5419, f.h. þinglýstra landeigenda jarðarinnar Gautastaðir, landnúmer 146797, óskar eftir heimild til að stofna 3480 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gautastaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 784902 útg. 11. apríl 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gautastöðum, landnr. 146797. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Svava Ingimarsdóttir kt. 121170-3619 óskar eftir heimild til að setja niður auglýsingarskilti í Hofsósi, við Hofsósbraut gengt deildardalsvegi, Á gatnamótum Hofsósbrautar og Siglufjarðarvegar gengt Höfðastrandarvegi og norðar sundlaugarinnar. Skiltin eru 1m á hæð og 2m breið. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar, staðsetningu skilta við gatnamót Hofsósvegar nr 77 og Siglufjarðarvegar samkvæmt umsókn, en hafnar staðsetningu skiltis á lóð norðan sundlaugar þar sem skipulags- og byggingarnefnd telur ekki æskilegt að hafa slík auglýsingarskilti innan íbúðabyggðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Sigríður Hrefna Magnúsdottir kt. 071076-4909 eigandi Lindargötu 13 á Sauðárkróki óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að útbúa bílastæði á lóðinni norðan við húsið og að gangstétt og kantstein við húsið verði breytt vegna þessa. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Fyrirliggur erindi frá Sjótækni ehf kt. 600802-3210 um heimild til viðhaldsviðgerða á brúnni yfir Austurós Héraðsvatna á vegi 75-06. Brúin er 130 m löng einbreið stálbitabrú með steyptu gólfi. Verkefnið felst í að sandblása og mála stálbita og skúffur brúarinnar, og felur einnig í sér merkingar vinnuaðstöðu, uppsetningu aðstöðu fyrir starfsmenn, varnir fyrir starfsmenn og umhverfi, uppsetningu verkpalla og að lokum allur frágangur á verkstað. Verkið er útboðsverk á vegum Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Fyrirliggjandi er fyrirspurn frá Magnúsi Frey Jónssyni fh. Reykjarhöfða ehf. um lóð fyrir um 500 fermetra gámaeiningahús, gistiaðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt er að slík bygging falli vel að umhverfi og byggðinni sem fyrir er. Afla þarf nánari upplýsinga um erindið frá umsækjenda.

    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Eigandi Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717 1300 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Miklibær, landnúmer 146569 og þinglýstir eigendur Miklibær lóð 1 landnúmer 220599 óskum eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að sameina „Miklabæ lóð 1“ landi jarðarinnar Miklibær, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 760502 útg. 6. júní 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Braga Þór Haraldssyni. Engin fasteign er á umræddri spildu. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 Ingólfur Karel Bergland Ingvarsson kt. 270898-2119 sækir um lóðina Birkimelur 20 í Varmahlíð. Samþykkt að úthluta Ingólfi Karel lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 89. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

    Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 352 90. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 352. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 875. fundi byggðarráðs 31. júlí 2019 með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:30.