Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

867. fundur 22. maí 2019 kl. 11:30 - 13:36 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting

Málsnúmer 1905154Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðrar nr. 961/2013 með síðari breytingum.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Rekstrarupplýsingar 2019

Málsnúmer 1904245Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins tímabilið janúar-mars 2019. Skatttekjur tímabilsins eru samkvæmt áætlun og heildartekjur sömuleiðis. Rekstrargjöld eru í heildina undir fjárhagsáætlun tímabilsins. Rekstrarhalli er á samstæðunni í lok framangreinds tímabils en þó undir áætlaðri afkomu.

3.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur

Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 348. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 17. maí 2019. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi: "Fyrir fundinum liggur umsókn um byggingarsvæði við Freyjugötu á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-15 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulag- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðarráðs."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir því að forsvarsmenn Hrafnshóls ehf. komi á fund byggðarráðs til viðræðu um erindið ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarnefnd.

4.Erindi vegna Sólgarða í Fljótum

Málsnúmer 1905150Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2019 frá Söguskjóðunni slf. kt. 630517-1760 þar sem félagið sækir um langtímaleigu á húsnæðinu sem það hefur nú á leigu á Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt lýsa forsvarsmenn félagsins sig tilbúna til að starfa við sundlaugina á Sólgörðum á umsömdum leigutíma.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu á meðan beðið er eftir niðurstöðu starfshóps um framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla.

5.Laugarból (205500) - Fyrirspurn um leigu á landi

Málsnúmer 1806089Vakta málsnúmer

Erindið áður á 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. desember 2018 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. Fimmunar ehf., kt. 621281-2169. Óskað er eftir að fá að leigja tún norðan við Laugaból fyrir tjaldsvæði og tengja það starfsemi í Laugabóli. Einnig lögð fram yfirlitsmynd af svæðinu. Einnig liggur fyrir fundinum umsögn frá 64. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 1. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Fimmuna ehf. um leigu og umhirðu á tjaldsvæðum á Steinsstöðum til ársloka 2019.

6.Laugarból lóð 205500 - Lóðarmál

Málsnúmer 1812231Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. mars 2019 frá Fimmunni ehf., kt. 621281-2169, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar við Laugaból, landnúmer 205500, samkvæmt framlagðri teikningu.
Byggðarráð samþykkir að synja umsækjanda um stækkun lóðarinnar.

7.Ósk um launað námsleyfi

Málsnúmer 1904013Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. apríl 2019 ásamt umsókn um launað námsleyfi skólaárið 2019-2020, dagsettri 25. mars 2019, frá Ingva Hrannari Ómarssyni.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindi frá Ingva Hrannari Ómarssyni og fagnar því verðskuldaða tækifæri sem hann hefur fengið með framhaldsnámi í Stanford Graduate School of Education skólaárið 2019-2020 og þeim stuðningi sem hann hefur fengið til námsins með styrkjum frá Fulbright og Standford.
Byggðarráð hafnar þó erindinu sökum þess að Sveitarfélagið Skagafjörður, líkt og önnur sveitarfélög, hefur eingöngu veitt heimild fyrir launuðu námsleyfi sinna starfsmanna í samræmi við þann kjarasamning sem viðkomandi þiggur laun eftir og ákvarðast þannig af rétti starfsmanns samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir þannig í sjóð sem samið er um í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands og er ætlað að stuðla að aukinni starfsþróun kennara og skólastjórnenda innan FG og KÍ. Sveitarfélagið fjármagnar verkefni sem þessi eingöngu með greiðslum til slíkra kjarasamningsbundinna sjóða. Félagsmenn þessara stéttarfélaga ættu því fyrst og fremst að beina umsóknum sínum um styrki og launuð námsleyfi þangað.
Byggðarráð óskar Ingva Hrannari velfarnaðar í náminu.
Byggðarráð telur jafnframt mikilvægt að sveitarfélagið móti sér frekari reglur vegna launaðra starfsleyfa starfsmanna sveitarfélagsins sem hafi það að leiðarljósi að koma eins og hægt er á móts við starfólk, sem sem vill nýta sér tækifæri til að mennta sig frekar og þróa hæfni sína á sviðum sem munu í framhaldinu nýtast í vinnu þeirra og verkefnum fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

8.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 1905140Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stofnfund nýs samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál, sem haldinn verður þann 19. júní 2019. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefni einn til tvo tengiliði.
Byggðarráð samþykkir að gerast aðili að verkefninu og felur sveitarstjóra að tilnefna tengiliði fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Eyvindarstaðaheiði ehf. - aðalfundur 2018

Málsnúmer 1905141Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiðar ehf. þann 3. júní 2019, dagsett 19. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.

10.Landskerfi bókasafna aðalfundur 2019

Málsnúmer 1905121Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2019, þann 29. maí 2019, dagsett 13. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

11.Aðalfundur Farskólans 2019

Málsnúmer 1905127Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra þann 29. maí 2019, dagsett 15. maí 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa á fundinn.

12.Skagfirðingabr.22-Sjávarsæla - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi

Málsnúmer 1905105Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1905209 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, dagsettur 14. maí 2019. Hannes Árdal sækir fyrir hönd Tómasar Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, 550 Sauðárkróki, f.h. Stá ehf, kt. 520997-2029, um tímabundið áfengisleyfi, tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna Sjávarsælu. Matur og skemmtun sem fyrirhugað er að halda þann 01.06. 2019.nk. í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

13.Umsagnarbeiðni samráðsgátt Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 1905003Vakta málsnúmer

Afgreiðslu málsins frestað á 866. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni Grænbók - stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Byggðarráð tekur undir leiðarljós stefnumótunarinnar þar sem fram kemur m.a. mikilvægi sjálfsstjórnar sveitarfélaganna, áhersla á gagnkvæma virðingu í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, mikilvægi aukinnar virkni og lýðræðislegrar þátttöku íbúa, áhersla á sveitarfélögin sem öflugar og sjálfbærar stjórnsýslueiningar, mikilvægi nýsköpunar og að sveitarfélögin séu í stakk búin til að takast á við samfélagsbreytingar og byggðaþróun. Byggðarráð er enn fremur sammála áherslum Grænbókarinnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðli að framþróun og umbótum í skipulagi og rekstri sveitarstjórnarstigsins þannig að sveitarfélög geti þróast í þá átt að stærð, umfangi og íbúafjölda að þau geti sjálf og á eigin fótum staðið undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir að lokum yfir mikilli ánægju með markmið starfshópsins sem unnið hefur að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga um að sveitarfélög á Íslandi eigi að geta verið öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að tryggja eigi sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa landsins að þjónustu og að verkaskipting og ábyrgð sveitarfélaga eigi að vera skýr og sjálfsstjórn þeirra virt.

14.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um matvæli

Málsnúmer 1905146Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Erindinu frestað til næsta fundar.

15.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um skráningu einstaklinga

Málsnúmer 1905004Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.

16.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um hagsmunafulltrúa aldraðra

Málsnúmer 1905135Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.

17.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um almannatryggingar

Málsnúmer 1905133Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2019 frá nefndasviði Alþings. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.

18.Ráðgefandi hópur um aðgengismál

Málsnúmer 1902032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 1. fundargerð ráðgefandi hóps um aðgengismál frá 26. apríl 2019.

Fundi slitið - kl. 13:36.