Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

866. fundur 15. maí 2019 kl. 11:30 - 12:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðssjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Götulýsing í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1904132Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2019 frá RARIK ohf. þar sem óskað er eftir viðræðum um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir götulýsingarkerfi sem RARIK hefur rekið í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að taka saman gögn um málið fyrir ráðið.

2.Tónlistarskóli - innritunarreglur

Málsnúmer 1904181Vakta málsnúmer

Lagðar fram innritunarreglur fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar sem voru samþykktar á 141. fundi fræðslunefndar þann 26. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagar reglur.

3.Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 1904114Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi sem samþykktar voru á 265. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. apríl 2019 og vísað til byggðarráðs. Reglurnar voru kynntar og samþykktar á fundi Barnaverndarnefndar Skagafjarðar 23.apríl sl.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Samgönguáætlun 2020-2024 bréf til hafna og sveitasjóða

Málsnúmer 1905069Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 6. maí 2019 frá Vegagerðinni varðandi fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Minnt er á að umsóknir um ríkisframlög til hafnargerðarverkefna og sjóvarna þurfa að berast fyrir 31. maí 2019.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

5.Fyrirspurn um húsnæðismál

Málsnúmer 1905055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. maí 2019 frá Jónatani Jónssyni varðandi húsnæðismál í sveitarfélaginu og skort leiguúrræðum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að mikilvægt sé fjölga fjölbreyttu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Til þess að ýta undir þá þróun hefur sveitarfélagið m.a. fellt niður gatnagerðargjöld við tilbúnar götur á Sauðárkróki, Varmahlíð, Steinsstöðum og á Hofsósi. Einnig stendur félag á vegum sveitarfélagsins að byggingu átta leiguíbúða á Sauðárkróki sem vonir standa til að verði tilbúnar í haust.

6.Umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024

Málsnúmer 1905099Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. maí 2019, um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024 750. mál. Í umsögninni er sett fram sú skýlausa krafa sveitarfélaga landsins að Alþingi dragi til baka áform ríkisstjórnarinnar um frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar átelur þau áform sem birtast í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru þeim til mikils vansa en fulltrúum sveitarfélaga var tilkynnt einhliða um þessa ákvörðun fyrir skemmstu og var þar með farið á svig við lög um opinber fjármál sem kveða á um að við mótun fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algjöran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.
Áhrif frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs hefur mest áhrif á fámennari og dreifbýlli sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og gerir þeim mun erfiðara um vik að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef tillagan nær fram að ganga mun áætluð tekjuskerðing Sveitarfélagsins Skagafjarðar nema um 117,9 mkr. á þessu 2ja ára tímabili auk 8,6 mkr. vegna málefna fatlaðs fólks.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og krefst þess að Alþingi dragi til baka öll áform um frystingu framlaga til sjóðsins.

7.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar

Málsnúmer 1904259Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.

8.Umsagnarbeiðni samráðsgátt Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 1905003Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2019 samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga sem hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

9.Reykjarhóll - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1905029Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. maí 2019 úr máli 1905050 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Sjafnar Guðmundsdóttur, Reykjarhóli, 570 Fljót, f.h. Reykjarhóls ehf, kt. 561014-0350, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Reykjarhóli, 570 Fljót.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Áskorun sýslum. á Norðurlandi vestra til stjórnvalda um eflingu sýslumannsembættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu o.fl.

Málsnúmer 1905085Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. maí 2019 frá Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni á Norðurlandi vestra. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra vill vekja athygli alþingismanna kjördæmisins svo og kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra, á áskorun sem sýslumenn hafa í sameiningu beint til stjórnvalda í kjölfar álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá 29. apríl sl. vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í marsmánuði 2019. Nánar tiltekið er skorað á fjárveitingarvaldið að tryggja rekstur embættanna þannig að markmið um eflingu embættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði, sem sett voru með lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu í héraði nr. 50/2014, geti náð fram að ganga. Um er að ræða sameiginlegt hagsmunamál allra íbúa umdæmisins, enda veruleg hætta á lækkuðu þjónustustigi embættisins svo og fækkun starfa, verði viðeigandi ráðstafanir ekki gerðar hið fyrsta til að tryggja rekstrargrundvöll fyrir starfsemi þess. Staðan er því miður orðin þannig að vegna vanfjármögnunar sýslumannsembætta um allt land eiga embættin orðið afar erfitt með að sinna lögbundnum skyldum sínum.
Byggðarráð tekur undir áskorun sýslumanna til stjórnvalda um að tryggja rekstur embættanna og efla þau sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði. Jafnframt hefur byggðarráð áhyggjur af þróun starfsstöðvar á Sauðárkróki þar sem starfsfólki hefur fækkað og þjónustustigið lækkað. Skorar byggðarráð á stjórnvöld að snúa þeirri þróun við í anda þeirrar byggðastefnu sem boðuð hefur verið.

11.Upplýsingar vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög

Málsnúmer 1905036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett 3. maí 2019, varðandi lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög. Þann 31. maí 2019 taka gildi viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr. Við það breytast viðmiðunarfjárhæðir sveitarfélaga vegna útboðsskyldu innanlands og verða þær sömu og gilda um stofnanir ríkisins. Útboðsskylda á innanlands verður eftir breytinguna 15,5 m.kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 49 m.kr. fyrir verkframkvæmdir. Útboðsskylda á EES-svæðinu verður eftir sem áður 28.752.100 kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 721.794.800 kr. vegna verkframkvæmda.

12.3.-4. júní skapandi dagar fyrir stjórnendur í sveitarfélögum

Málsnúmer 1905002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning um nýsköpunardag hins opinbera, 4. júní 2019. Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun? Dagskráin verður haldin í Veröld Húsi Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands.

13.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga, kynning

Málsnúmer 1904236Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 23. apríl 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga og eftirfylgni ráðuneytisins með fjárhagsáætlunum, viðaukum og ársreikningum þeirra.

Fundi slitið - kl. 12:52.