Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

864. fundur 17. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:18 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að bæta málum 1904058 og 1811232 á dagskrá með afbrigðum.

1.Stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2018

Málsnúmer 1903183Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

2.Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Málsnúmer 1904086Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Á ársþingi SSNV sem haldið var 5. apríl 2019 var samþykkt tillaga um að vísa Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra til umfjöllunar í sveitarstjórnum á starfssvæðinu. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar. Umhverfis- og samgöngunefnd fól sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að vísa ábendingum umhverfis- og samgöngunefndar til SSNV.

3.Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði

Málsnúmer 1904150Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2019 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði. Óskað er eftir formlegum viðræðum um hvernig aðkoma Kaupfélags Skagfirðinga gæti orðið til að hraða ofangreindum framkvæmdum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga á fund ráðsins auk formanns veitunefndar og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.

4.Beiðni um lækkun fasteignaskatts 2019

Málsnúmer 1901208Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Pilsaþytur,Melsgil - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1904131Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904166 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, dagsettur 11. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Ástu Ólafar Jónsdóttur, kt. 011160-4929, Jöklatúni 10, 550 Sauðárkróki, f.h. Pilsaþyts í Skagafirði, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þjóðdansasýningar og gömludansaballs sem fyrirhugað er að halda þann 02.05. 2019 nk. í Félagsheimilinu Melsgili.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Ársfundur 2019

Málsnúmer 1904115Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð frá Stapa lífeyrissjóði sem boðar til ársfundar sjóðsins þann 8. maí 2019 á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

7.Félagsheimilið Höfðaborg - Umsagnbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1904135Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904176 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 12. apríl 2019. Sigmundur Jóhannesson, kt. 210865-4899, Brekkukoti, 566 Hofsós, sækir um f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, kt. 471074-0479, um rekstrarleyfi til sölu veitinga, flokkur II - samkomusalir, að Skólagötu, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3660.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um gjaldtöku fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð

Málsnúmer 1903233Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 932017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) 777. mál.

Málsnúmer 1904119Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

Málsnúmer 1904122Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

Málsnúmer 1904133Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

12.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um lýðháskóla

Málsnúmer 1904143Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 1904144Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.

14.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Málsnúmer 1904145Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.

15.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga breytingu á raforkulögum

Málsnúmer 1904146Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.

Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál.

16.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl. (innflutningur búfjárafurða)

Málsnúmer 1904058Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 4. apríl 2019. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða) og telur að verði það lögfest muni það ógna lýðheilsu þjóðarinnar og heilbrigði búfjár í landinu. Þegar hefur komið fram að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi eina helstu ógn sem steðjar að lýðheilsu í heiminum í dag. Það er skoðun byggðarráðs að lýðheilsa og matvælaöryggi eigi ávallt að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Flestar þjóðir eru með virkar varnir til handa innlendri matvælaframleiðslu, til viðhalds matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð.
Byggðarráð leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES-samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Jafnframt að tryggja að búfjárafurðir sem fluttar eru til Íslands séu ekki framleiddar þar sem ekki er gerð eins ríkuleg krafa um dýravelferð en farið er fram á gagnvart íslenskum framleiðendum, og að kröfur um sláturhús, kjötvinnslur og sýnatökur verði ekki minni gagnvart innflutningi búfjárfurða frá EES-löndum en eru hér á landi. Þá verði sett ríkuleg skilyrði um upprunamerkingar og rekjanleika innfluttra afurða, auk þess sem eftirlit með matvælum verði stóreflt og skyndisýnatökum beitt í því skyni. Miðað við núverandi stöðu er smitvörnum hér á landi einnig verulega ábótavant og því brýn nauðsyn að sporna með öllum ráðum við því að smitsjúkdómar berist til landsins í innlenda búfjárstofna.
Verði frumvarpið að lögum mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins en í Skagafirði eru hundruð beinna og óbeinna starfa tengd landbúnaði í héraðinu. Það væri í hæsta máta óábyrgt af Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.
Fyrir liggur að ráðherra hefur lagt fram aðgerðaáætlun í 15 liðum sem ætlað er að bregðast við ýmsum mögulegum neikvæðum afleiðingum frumvarpsins. Nokkrar þeirra eru hluti af frumvarpinu. Allar þessar aðgerðir geta vissulega haft jákvæð áhrif en gera verður alvarlegar athugasemdir við að margar þeirra eru ýmist óútfærðar, ófjármagnaðar eða hvort tveggja. Að teknu tilliti til þess er alveg ljóst að flestar aðgerðanna munu ekki verða komnar í framkvæmd þann 1. september þegar lagt er til að frumvarpið taki gildi. Það er því alger lágmarskrafa ef frumvarpið verður að lögum taki það ekki gildi fyrr en að minnsta kosti að þremur árum liðnum, til að tími gefist til að útfæra og fjármagna þær aðgerðir sem nú eru vanbúnar. Annað væri hreint ábyrgðarleysi af hálfu Alþingis.

17.Umsagnarbeiðni Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Málsnúmer 1811232Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi vitna til reynslunnar af stofnun og rekstri þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og er hér vísað til umsagnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um fyrirhugaða stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en í umsögn þess dags. 21. desember 2018 segir: „mikilvægt er að tryggja þjóðgörðum sem fyrir eru í landinu rekstrargrundvöll áður en lögð er áhersla á að stofna nýjan þjóðgarð.“
Stofnun og rekstur þjóðgarðs kalla á mikið fjármagn ef vel á að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald o.fl. Má þar vitna til verkefna eins og viðhald vega, merkingar, fráveitumál og viðhald eigna. Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn.
Þá þarf að útfæra með mjög skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað og hver þeirra réttindi verða, t.a.m. hvað varðar nytjarétt eins og beitarnýtingu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið áfram með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist.

18.Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið

Málsnúmer 1904126Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 8. apríl 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins: "Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið".

Fundi slitið - kl. 15:18.