Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

860. fundur 13. mars 2019 kl. 15:00 - 15:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn varðandi land

Málsnúmer 1901154Vakta málsnúmer

Málið síðast á dagskrá 858. fundar byggðarráðs þann 27. febrúar 2019 og því vísað til umsagnar veitunefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 56. fundar veitunefndar frá 1. mars 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink á næsta fund byggðarráðs til að ræða erindi þeirra.

2.Opið fyrir umsóknir um stofnframlög Íbúðalánasjóðs

Málsnúmer 1903052Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði, dagsettur 5. mars 2019 þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir að beina því til stjórnar Skagfirskra leiguíbúða hses. að kanna hvort grundvöllur sé hjá félaginu fyrir umsókn um stofnframlög í þessari úthlutun.

3.Beiðni um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1903058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 5. mars 2019 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellowreglan), um niðurgreiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita 30% styrk vegna álagðs fasteignaskatts 2019 á félagsheimili með fastanúmer F2132365.

4.Aðalfundur 2019 Lánasjóður sveitarfélaga

Málsnúmer 1903095Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem barst með tölvupósti þann 11. mars 2019. Aðalfundurinn verður haldinn 29. mars 2019.

5.Umsókn um tækifærisleyfi leiksýningar í Höfðaborg

Málsnúmer 1903088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 1903106. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tímabundið áfengisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna leiksýninga hjá Leikfélagi Hofsóss sem fyrirhugað er að halda dagana 29. mars til 20. apríl 2019 í félagsheimilinu. Áætaðar eru 9 sýningar sem hefjast kl. 20:30 og lýkur kl. 22:30.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 1903092Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.

7.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um þjóðaratkv.greiðslu um framtíð Reykjav.flugvallar

Málsnúmer 1903064Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
Byggðarráð samþykkir að senda eftirfarandi bókun til nefndasviðs Alþingis:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni tillögu en leggur til að spurningin í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verði skýrari og skorinorðaðri. Spurningin hljóði svo: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?"

8.Aðalfundarboð Landssamtök landeigenda

Málsnúmer 1903086Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi aðalfundarboð samtakanna sem verður haldinn 14. mars 2019 í Reykjavík.

Fundi slitið - kl. 15:35.