Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

852. fundur 09. janúar 2019 kl. 11:30 - 12:18 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 1810104 og 1812249 á dagskrá með afbrigðum.

1.Eignir Menningarseturs Skagfirðinga

Málsnúmer 1812209Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 17. desember 2018 frá stjórn Menningarseturs Skagfirðinga, þar sem m.a. kemur fram að stjórnin hyggst leggja niður stofnunina og undirbýr að gera upp eignir og skuldbindingar hennar. Í ljósi breyttra þjóðfélagshátta og breytinga á lögum í gegnum tíðina sem varða verkefni samkvæmt skipulagsskránni, telur stjórnin rétt að óska eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um að sveitarfélagið kaupi eignir Menningarseturs Skagfirðinga, enda annast sveitarfélagið í dag stærsta hluta þeirra verkefna sem tilgreind eru í skipulagsskrá stofnunarinnar. Sala fyrrgreindra eigna er jafnframt forsenda þess að unnt sé að óska eftir við sýslumann að stofnunin verði lögð niður.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar báðum aðilum.

2.Suðurbraut 8 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1812196Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1812255, dagsettur 18. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, Vatni, 566 Hofsós, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Suðurbraut 8, 565 Hofsós, fasteignanúmer 2143675.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Aðalgata 5 - Umsagnarbeiðni vegna endurn. rekstrarleyfis

Málsnúmer 1812188Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 14. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Róberts Óttarssonar, f.h. Sauðárkróksbakarís, kt. 560269-7309 um leyfi til að reka kaffihús, veitingaleyfi í flokki II, fjöldi gesta inni 35 manns og úti 25 manns að Aðalgötu 5, 550 Sauðárkróki. Fasteignanúmer 2131099.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Kolkuós - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1812197Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1812256, dagsettur 18. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar f.h. Kolkuóss ses, kt. 691102-4080, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Kolkuósi, 551 Sauðárkróki. Fasteignanúmer 214-2603.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Tölvur fyrir sveitarstjórnarmenn

Málsnúmer 1901093Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kjörnir sveitarstjórnarmenn fái styrk að fjárhæð 60.000 kr. til kaupa á spjaldtölvum eða fartölvum vegna starfa sinna fyrir sveitarfélagið á núverandi kjörtímabili. Fjárhæðin tekin af málaflokki 21010.

6.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga

Málsnúmer 1901025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. desember 2018 frá Bryndísi Hlöðversdóttur formanni starfshóps um endurskoðun kosningalaga þar sem óskað er athugasemda um efnið nú á fyrstu stigum vinnunnar. Starfshópurinn var skipaður af forseta Alþingis þann 24. október 2018.

7.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 1812215Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 14. desember 2018 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Ingibjörgu Huld Þórðardóttur sem fulltrúa og Steinar Skarphéðinsson til vara.

8.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis þorrablót Ketilási

Málsnúmer 1901080Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901064, dagsettur 7. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Ketilási þann 25. janúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Afskriftarbeiðni

Málsnúmer 1812056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum skv. afskriftabeiðni nr. 201810181442206. Höfuðstólsfjárhæð 598.821 kr. Samtals með dráttarvöxtum og kostnaði 1.100.283 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.

10.Samningur um sjúkraflutninga

Málsnúmer 1812249Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. desember 2018 þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður segir upp samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sjúkraflutninga á svæði stofnunarinnar, með árs fyrirvara. Byggðarráðsmenn samþykktu uppsögnina með tölvupóstum fyrir 31. desember 2018.
Byggðarráð staðfestir uppsögn á framangreindum samningum og áréttar að sveitarfélagið er reiðbúið til viðræðna um gerð nýs samnings þar sem forsendur um verulega aukinn fjölda sjúkraflutninga er hafður til hliðsjónar.

11.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis Króksblót

Málsnúmer 1901078Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901070, dagsettur 7. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Atla Víðis Hjartarsonar f.h. Króksblóts-Dægurlagakeppni um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 2. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 12:18.