Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

843. fundur 30. október 2018 kl. 11:30 - 13:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Óskað er eftir að tekið verði fyrir með afbrigðum mál frá Þorsteini Valssyni er varðar frummat mögulegrar virkjunar Skarðsár. Samþykkt samhljóða.

1.Starfsemi Arion-banka á Hofsósi

Málsnúmer 1810161Vakta málsnúmer

Rætt um starfsemi Arion-banka og nýtingu hraðbanka á Hofsósi. Byggðarráð harmar þá ákvörðun Arion-banka að fjarlægja hraðbanka frá Hofsósi enda gegnir hann mikilvægu hlutverki fyrir íbúa og gesti svæðisins, ekki síst eldra fólk, og er eini hraðbankinn í austanverðum í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum bankans til að ræða starfsemi Arion-banka í Skagafirði.

2.Frummat mögulegrar virkjunar Svartár

Málsnúmer 1810160Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Hjálmarssyni landeiganda Ánastaða í Skagafirði þar sem hann óskar eftir samþykki Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem leigutaka jarðarinnar Írafells, fyrir frummati smávirkjunar í Svartá.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að frummatið fari fram enda felist engar framkvæmdir eða fjárhagslegar skuldbindingar í því samþykki.

3.Frummat mögulegrar virkjunar Gljúfurár og Kornár

Málsnúmer 1810159Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Högna Elfari Gylfasyni Korná og Indriða Stefánssyni Gilhaga í Skagafirði, þar sem þeir óska eftir samþykki Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem leigutaka jarðarinnar Írafells, fyrir frummati smávirkjunar í annars vegar Korná og hins vegar Gljúfurá.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að frummatið fari fram enda felist engar framkvæmdir eða fjárhagslegar skuldbindingar í því samþykki.

4.Frummat mögulegrar virkjunar Skarðsár

Málsnúmer 1810183Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Valssyni þar sem hann óskar eftir samþykki Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem eins af eigendum jarðarinnar Skarðsár, fyrir frummati smávirkjunar í Skarðsá.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að frummatið fari fram enda felist engar framkvæmdir eða fjárhagslegar skuldbindingar í því samþykki.

5.Tillaga fyrir byggðarráð - kynnisferð um ástand og viðhaldsþörf húseigna

Málsnúmer 1810157Vakta málsnúmer

Tekin fyrir svohljóðandi tillaga:
Byggðaráð sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, samþykkir að fara ásamt starfsmönnum eignasjóðs í kynnisferð um sveitarfélagið til að kynna sér ástand og viðhaldsþörf húseigna og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins. Verði það gert sem liður í undirbúningi fjárhagsáætlunar og mati og ákvarðanatöku um viðhaldsþörf og endurbætur á húseignum og aðstöðu stofnanna sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson, VG og óháð

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdarsviðs að koma með tillögu að nánari útfærslu á slíkri ferð ásamt tímasetningu.

6.Tillaga fyrir byggðarráð - rekstur upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 1810158Vakta málsnúmer

Tekin fyrir svohljóðandi tillaga vegna upplýsingamiðstöðva í Skagafirði:
Lagt er til að auglýst verði eftir rekstraraðilum að upplýsingamiðstöðvum um allan Skagafjörð með það að markmiði að ná fram hagræðingu og aukinni þjónustu við upplýsingagjöf til ferðamanna. Mikilvægt er að sveitarfélagið geti með sem markvissasta og hagkvæmasta hætti veitt ferðamönnum þjónustu og stuðlað að fjölgun þeirra í héraði.
Bjarni Jónsson, VG og óháð

Meirihluti byggðarráðs óskar bókað:
Meirihluti byggðarráðs er sammála um að núverandi fyrirkomulag á upplýsingamiðstöðvum í sveitarfélaginu hafi reynst vel þar sem Alþýðulist hefur sinnt hlutverkinu í Varmahlíð og sveitarfélagið sjálf sinnti þessu á Sauðárkróki í fjölda ára en Puffin and friends síðustu tvö ár. Meirihluti byggðarráðs leggst því gegn þeirri tillögu að bjóða rekstur upplýsingamiðstöðva út að svo stöddu.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Í ljósi þeirra samninga sem gerðir hafa verið við einkaaðila um rekstur upplýsingamiðstöðva að undanförnum árum er synd að þessari tillögu sé hafnað. Að auglýst sé eftir rekstraraðilum stuðlar bæði að hagkvæmni í rekstri sem og betri verkferlum og gegnsæi í starfsemi sveitarfélagsins hvað þetta varðar.

Sveinn Finster Úlfarsson áheyrnarfulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Tillaga þessi að bjóða út upplýsingamiðstöðvar er ekki best fyrir sveitarfélagið. Þetta er best gert með samningum eins og gert hefur verið í Varmahlíð við Alþýðulist og við Puffin and friends á Sauðárkróki.

7.Ágóðahlutagreiðsla 2018

Málsnúmer 1810113Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu til Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2018 að upphæð kr. 1.678.000,-

8.Styrkbeiðni íþróttaáhöld

Málsnúmer 1810140Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á búnaði í íþróttahúsið í Varmahlíð.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og beinir því til frístundastjóra að skoða búnað í íþróttahúsinu í Varmahlíð sem í kjölfarið yrði til grundvallar ákvörðunar hjá samstarfsnefnd sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði um endurnýjun búnaðar þar.

9.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna

Málsnúmer 1810147Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, til laga um skráningu og mat fasteigna.

Fundi slitið - kl. 13:00.