Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

841. fundur 16. október 2018 kl. 11:30 - 12:46 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um langtímalán 2018

Málsnúmer 1805003Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkti á fundi 370. fundi sínum þann 20. júní 2018 að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 580 milljónir króna til 16 ára. Þá var þáverandi sveitarstjóra Ástu Pálmadóttur veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að afturkalla umboð Ástu Pálmadóttur og veita um leið núverandi sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2.Fyrirspurn um greiðslur vegna framkvæmda og launa

Málsnúmer 1810040Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2018 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem eftirfarandi fyrirspurn kom fram:
Hvaða upphæðir hefur sveitarfélagið nú þegar greitt vegna framkvæmda annars vegar og launakostnaðar hins vegar hvað varðar fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. og hverjir nákvæmlega hafa fengið þær greiðslur og hve mikið?
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fram komu upplýsingar um að sveitarfélagið hefur hvorki greitt fé til Sýndarveruleika ehf. vegna launa né framkvæmda. Indriði upplýsti að kostnaður vegna framkvæmda við uppgerð húsanna við Aðalgötu 21 er kominn í rúmar 108 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við endurgerð húsanna er 200 milljónir króna.

3.Tillaga - úttekt á rekstri sveitarfélagsins

Málsnúmer 1809198Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2018 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem eftirfarandi fyrirspurnir koma fram:
Sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra óskaði eftir upplýsingum um niðurstöðu nýlegrar úttektar óháðs aðila á fjölskyldusviði sveitarfélagsins við sviðstjóra fjölskyldusviðs, en ekki fengið þau gögn í hendurnar. Svar barst þann 24. september frá sviðstjóra fjölskyldusviðs m.a. þess efnis að gögnin séu “vinnugögn stjórnenda sem innihalda viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar og verða þar af leiðandi ekki afhent.?
Í 28. gr sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.? Er í 28. gr jafnframt ítrekaður trúnaður sveitarstjórnamanna um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu.
Er eitthvað því til fyrirstöðu að sveitastjórnarfulltrúi VG og óháðra fái aðgang að gögnum óháðs úttektaraðila á úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins? Hvað er það og með hvaða rökstuðningi? Ef ekki, hvenær verður sveitarstjórnarfulltrúum sem þess óska veittur aðgangur að umræddum gögnum?
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að úttektarmálum í samræmi við umræður á fundinum.

4.Lóð 40 á Nöfum - umsókn um lóð

Málsnúmer 1809327Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Sigurbirni Árnasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar, kt. 170157-5679 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.

5.Lóð 40 á Nöfum umsókn um lóð

Málsnúmer 1810002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Þorgrími G. Pálmasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

6.Lóð 40 á Nöfum umsókn um lóð

Málsnúmer 1810003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Jóni Geirmundssyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

7.Lóð 40 Nöfum umsókn um lóð

Málsnúmer 1810025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Haraldi Smára Haraldssyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

8.Lóð 40 á Nöfum umsókn um lóð

Málsnúmer 1810034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Bjarna Þór Broddasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

9.Lóð 40 á Nöfum - umsókn um lóð

Málsnúmer 1809329Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Sigríði Magnúsdóttur um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

10.Lóð 40 á Nöfum umsókn um lóð

Málsnúmer 1809330Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Ingólfi Jóni Geirssyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

11.Lóð 40 á Nöfum umsókn um lóð

Málsnúmer 1809345Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Sveini Brynjari Pálmasyni um leigu á Lóð 40 á Nöfum, landnúmer 218116.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks hefur byggðarráð samþykkt að úthluta Lóð 40 á Nöfum til Sigurbjörns Árnasonar og synjar því umsókninni.

12.Bréf sveitarstjóra til nefnda v jafnréttisáætlunar

Málsnúmer 1810007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra, dagsett 24. september 2018 varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Óskað er eftir að fastanefndir sveitarfélagsins taki jafnréttisáætlunina til umfjöllunar og komi ábendingum og athugasemdum á framfæri við félags- og tómstundanefnd (jafnréttisnefnd) eigi síðar en 1. nóvember 2018.
Byggðarráð fagnar endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar sem er mikilvægt verkfæri í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

13.Ósk um afnot af Sólgarðaskóla 2018-2019

Málsnúmer 1810045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 19. september 2018 frá Alfreð Gesti Símonarsyni og Kristínu Sigurrós Einarsdóttur þar sem þau óska eftir taka Sólgarðaskóla á leigu sumarið 2019, sem og stakar helgar/daga það sem eftir er vetrar 2018-2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við umsækjendur og afla frekari upplýsinga.

14.Fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1806288Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árin 2019-2023.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:46.