Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

831. fundur 05. júlí 2018 kl. 08:30 - 10:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Á 371.fundi sveitarstjórnar 27.júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2018 og lýkur 10. ágúst 2018.

1.Styrkbeiðni vegna stofnunar íbúasamtaka Sauðárkróks

Málsnúmer 1805214Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. maí 2018 frá Evu Pandoru Baldursdóttur þar sem hún innir eftir því hvort Sveitarfélagið Skagafjörður sæi sér fært að styrkja óstofnuð íbúasamtök með þeim hætti að útvega húsnæði fyrir stofnfundinn og kosta eina hálfsíðu auglýsingu í Sjónhornið til þess að auglýsa fundinn. Málið áður á dagskrá
Byggðarráðs 28.júní s.l. þar sem samþykkt var að óska eftir því að Eva Pandora Baldursdóttir kæmi á fund ráðsins til viðræðu um málið.
Eva Pandora Baldursdóttir kom á fund ráðsins og ræddi áform um stofnun íbúasamtaka á Sauðárkróki. Byggðarráð tekur vel í erindið og er sammála um að hefja undirbúning að stofnun íbúasamtaka í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stefnt er að því að koma á stofnfundum íbúasamtaka í héraðinu í haust.

2.Hugmyndir um menningarhús á Sauðárkróki

Málsnúmer 1701022Vakta málsnúmer

Á fundi atvinnu-menningar- og kynningarnefndar þann 2.júlí s.l. var rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

3.Háeyri 6

Málsnúmer 1807002Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og samgöngunefnar voru lögð voru fram drög að kaupsamningi á milli Hafnasjóðs Skagafjarðar og Hvata ehf vegna mögulegra kaupa Hafnasjóðs á Háeyri 6.
Umhverfis- og samgöngunefndi samþykkti drögin að kaupsamningi fyrir sitt leyti og vísaði til byggðarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

4.Ósk um endurskoðun varðandi húsnæði Pure Natura að Háeyri 6

Málsnúmer 1807020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hildi Þóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Pure Natura ehf, dagsett 2.júlí 2018, þar sem hún óskar eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður leigi Pure Natura ehf í nokkra mánuði húsnæði það sem sveitarfélagið hyggst festa kaup á að Háeyri 6 við Sauðárkrókshöfn.
Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki eigandi hússins og hefur ekki verið leigusali Pure Natura ehf.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

5.Beiðni um afnot af Litla Skógi v/ bogfimimóts

Málsnúmer 1806270Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Indriða Grétarssyni,dagsett 27. júní 2018, þar sem hann f.h. Bogveiðifélags Íslands, óskar eftir afnotum af Litla-Skógi dagana 29.ágúst-2.september 2018 vegna vallarbogfimimóts. Mót þetta yrði haldið í samstarfi við Bogfimideild Tindastóls. Gengin er fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk á mismunandi fjarlægðum. Tvö mót hafa verið haldin á þessum stað og tekist vel.
Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.

6.Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1806212Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að persónuverndarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

Á 371.fundi sveitarstjórnar 27.júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2018 og lýkur 10. ágúst 2018.

7.Verk- og þjónustsamningur vegna persónuverndar

Málsnúmer 1806263Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verk- og þjónustusamningi við PACTA Lögmenn (Lögheimtan ehf.). Samningur þessi tekur til verkefnisstjórnunar, ráðgjafar og lögfræðiþjónustu PACTA fyrir sveitarfélagið við innleiðingu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við Reglugerð ESB 2016/679 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga frá Alþingi. Hluti samnings þessa er að lögmaður hjá PACTA Lögmönnum mun gegna starfi Persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

8.Tillaga - Aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi

Málsnúmer 1802196Vakta málsnúmer

Lagt fram svar frá Byggðastofnun dagsett 26.júní 2018 við bréfi frá 15.mars 2018 varðandi beiðni frá Sveitarfélaginu Skagafirði um aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi. Í bréfinu kemur m.a. fram að ekki sé mögulegt að taka Hofsós inn í verkefnið "Brothættar byggðir" nú. Jafnframt segir að fulltrúar Byggðastofnunar séu reiðubúnir að eiga samtal við sveitarstjórn um hugmyndir sveitarstjórnarfólks, íbúa og annarra haghafa um framtíðarsýn fyrir Hofsós.
Byggðarráð þakkar fyrir svarið en lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála í Hofsós og nágrenni og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Byggðastofnunar.

9.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 861 frá 29.júní 2018 lögð fram til kynningar.

10.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58

Málsnúmer 1806030FVakta málsnúmer

Fundargerð 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Lögð fram tillaga um Gunnstein Björnsson sem formann, Sigríði Magnúsdóttur sem varaformann og Ragnheiði Halldórsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Rætt um samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Kaupfélags Skagfirðinga um nýsköpunarsamkeppnina Ræsing Skagafjörður.
    Nefndin samþykkir að þróa verkefnið áfram í samvinnu við samstarfsaðila og stefna að auglýsingu um samkeppnina í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • 10.3 1804205 Styrkbeiðni VSOT
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Þórólfi Stefánssyni vegna tónleikanna Villtir svanir og tófa 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og þakkar þeim sem að tónleikunum standa. Jafnframt vekur nefndin athygli á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra sem veitir styrki til menningarviðburða í landshlutanum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Þórólf um kr. 50.000,- til hátíðarinnar sem tekinn verður af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Rætt um skipan þarfagreiningarnefndar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Á liðnu kjörtímabili skipaði hvert framboð í Sveitarfélaginu Skagafirði einn fulltrúa í nefndina en auk þeirra situr þar Héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að skipa að nýju fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun, undirbúning og byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 58 Lögð fram til kynningar tilkynning um ráðningu Berglindar Þorsteinsdóttur í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar Berglindi til hamingju með ráðninguna og hlakkar til samstarfsins við hana.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigríði Sigurðardóttur fráfarandi safnstjóra fyrir vel unnin störf til áratuga í þágu Byggðasafnsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar atvinnu-, menningar-og kynningarnefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 140

Málsnúmer 1807001FVakta málsnúmer

Fundargerð 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 831. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Fundargerðin samþykkt.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lagt var fyrir fundinn bréf frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.
    Komið er að því að endurskoða áætlun fyrir Skagafjarðarhafnir sem staðfest var af Umhverfisstofnun þann 19. desember 2016.
    Nefndin felur yfirhafnaverði að endurskoða áætlunina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • 11.3 1807002 Háeyri 6
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lögð voru fyrir nefndina drög að kaupsamningi á milli Hafnasjóðs Skagafjarðar og Hvata ehf vegna mögulegra kaupa Hafnasjóðs á Háeyri 6.
    Nefndin samþykkir drög að kaupsamningi fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með tveimur atkvæðum.
    Bjarni Jónsson fulltrúi VG óskar eftir að sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lagður fram tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands vegna Hafnasambandsþings sem haldið verður í Reykjavík 25. til 26. október nk.
    Nefndin leggur til að fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verði formaður nefndarinnar, yfirhafnavörður og sviðstjóri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lagt var fram erindi frá Indriða Grétarsyni, f.h. Bogfimideildar Tindastóls, varðandi afnot af svæðum til æfinga og keppni.
    Í erindinu er óskað eftir afnotum af Skallaflöt á Nöfum til æfinga og námskeiða frá byrjun maí til loka ágúst ár hvert.
    Jafnframt er óskað eftir því að fá að setja upp svokölluð 3d skotmörk ásamt vallarskotmörkum neðst í Skógarhlíð til æfinga og keppni.
    Nefndin samþykkir að bogfimideildin fái afnot af Skallaflöt til æfinga og keppni og felur sviðstjóra og garðyrkjustjóra að ræða útfærslu á notkun á svæðinu neðst í Skógarhlíð. Nefndin leggur áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt og öllum kröfum sem gerðar eru til öryggismála séu uppfylltar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lögð voru fyrir fundinn hönnunardrög útikennslu- og útivistarreit neðarlega í Sauðárgili.
    Nefndin samþykkir að unnið verði að áframhaldandi hönnun svæðisins með áherslu útikennslustofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lögð var fyrir fundinn tillaga að stærð og staðsetningu á afgirtu hundasvæði við Borgargerði á Sauðárkróki.
    Sviðstjóra falið að halda áfram með málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Samningur um snjómokstur á Sauðárkróki frá árinu 2015 var í gildi til vors 2018 og er því dottin úr gildi.
    Málinu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lagður var fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 140 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 831. fundi byggðarráðs 5. júlí 2018 með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:10.