Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

813. fundur 01. febrúar 2018 kl. 08:30 - 10:47 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Örnefnaskráning

Málsnúmer 1801222Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 24. janúar 2018 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi örnefnaskráningu. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu örnefnaskráningar í aðildarsveitarfélögunum og annað því tengt.
Örnefnaskráning í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur staðið yfir í mörg ár og mikið til af gögnum á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga og hjá Byggðasögu Skagfirðinga. Byggðarráð telur ekki að örnefnaskráning sé verkefni sem eigi að vera á höndum SSNV, heldur hvers sveitarfélags fyrir sig.

2.Birkimelur 8b, 214-0787 - kauptilboð

Málsnúmer 1801264Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Gestagangi ehf., kt. 410206-0990, í fasteignina Birkimel 8b (214-0787), Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir afgreiðslu þessa máls.

3.Birkimelur 8b, 214-0787 - kauptilboð

Málsnúmer 1801265Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Maríu Einarsdóttur, kt. 030286-6189, í fasteignina Birkimel 8b (214-0787), Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir afgreiðslu þessa máls.

4.Birkimelur 8b, 214-0787 - kauptilboð

Málsnúmer 1801266Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Óskari Má Atlasyni, kt. 190981-5099 og Hafdísi Arnardóttur, kt. 081281-7189, í fasteignina Birkimel 8b (214-0787), Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir afgreiðslu þessa máls.
Hildur Þóra Magnúsdóttir vék af fundi kl. 09:05.
Gert var fundarhlé kl. 09:13.
Fundi fram haldið kl. 09:30.

5.Áskorun frá Markaðsstofu Norðurlands vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs

Málsnúmer 1801187Vakta málsnúmer

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom til viðræðu ásamt stjórnarmönnum Markaðsstofunnar, Sigríði Káradóttur og Tómasi Árdal, um uppbyggingu millilandaflugs á Norðurlandi.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:00.

6.Umsögn lögheimilislög

Málsnúmer 1801205Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 22. janúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi umsögn um drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur.
Byggðarráð tekur undir umsögn Sambands íslenkra sveitarfélaga nema því sem snýr að lögheimilisskráningu barna sem eiga foreldra sem hafa lögheimili í sitthvoru sveitarfélaginu.

7.Rætur bs. - lokauppgjör

Málsnúmer 1801221Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar lokauppgjör vegna Róta bs. pr. 31.12. 2017.

Fundi slitið - kl. 10:47.