Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

809. fundur 04. janúar 2018 kl. 08:30 - 10:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál 1710143 á dagskrá með afbrigðum.

1.Álagning fasteignagjalda 2018

Málsnúmer 1710143Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að lóðaleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum verði óbreytt árið 2018, þ.e. 10% af lóðarhlutamati.

2.Samstarfssamningur um heilbrigðiseftirlit á Nl. vestra

Málsnúmer 1712206Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og aðildarsveitarfélaga að HNv.; Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur og Fjallabyggð.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi.

3.Til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.

Málsnúmer 1712214Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 21. desember 2017 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál. Einnig lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. desember 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 1712221Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 22. desember 2017 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélga (fasteignasjóður), 11. mál.

5.Erindi Dómstólasýslunnar til lögmannafélagsins um fækkun reglulegra dómþinga

Málsnúmer 1712222Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi Einars Sigurjónssonar hdl. til Lögmannafélags Íslands, dagsett 13. desember 2017, varðandi erindi Dómstólasýslunnar til lögmannafélagsins um fækkun reglulegra dómþinga.
Byggðarráð þakkar Einari Sigurjónssyni hdl. fyrir erindið og tekur undir áhyggjur hans í einu og öllu.
Byggðarráð skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar byggðarráð á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann.

6.Birkimelur 8a - Tilboð

Málsnúmer 1712121Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Regínu Jóhannesdóttur, þar sem hún gengur að gagntilboði sveitarfélagsins vegna fasteignarinnar, Birkimelur 8a, Varmahlíð, fastanúmer 214-0786.
Byggðarráð samþykkir framlagt kauptilboð.

7.Skagaheiði - sýslumörk

Málsnúmer 1211204Vakta málsnúmer

Sýslumörk á Skaga. Lagðar fram upplýsingar um að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar.

8.Rekstrarupplýsingar 2017

Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-nóvember 2017.

Fundi slitið - kl. 10:05.