Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

807. fundur 14. desember 2017 kl. 09:00 - 12:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka dagskrárlið nr. 8 framfyrir og hefja fundinn á honum.

1.Fasteignirnar Hásæti 5a-5d

Málsnúmer 1311146Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2017 frá héraðsnefnd Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er gert kauptilboð í eignarhlut prófastsdæmisins í fasteignunum við Hásæti 5a-d á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að gera héraðsnefndinni gagntilboð.

2.Skagfirðingabraut 17-21

Málsnúmer 1704022Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 796. fundar byggðarráðs þann 19. október 2017 sendi sveitarstjóri Byggðastofnun tilboð í 35% eignarhluta stofnunarinnar í fasteigninni Skagfirðingabraut 17-21, fastanúmer 213-2118. Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun, dagsettur 11. desember 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn stofnunarinnar hafi samþykkt tilboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhluta hennar í framangreindri fasteign.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.

3.Birkimelur 8a - Tilboð

Málsnúmer 1712121Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Regínu Jóhannesdóttur í fasteignina Birkimel 8a, Varmahlíð, fastanúmer 214-0786.
Byggðarráð samþykkir að gera Regínu gagntilboð.
Bjarni Jónsson vék af fundi kl. 11:00.

4.Rekstrarsamningur við skíðadeild

Málsnúmer 1709176Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 794. fundar byggðarráðs þann 19. september 2017. Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls um rekstur skíðasvæðisins í Tindastóli.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum.

5.Skíðalyfta í Tindastól

Málsnúmer 1709177Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kaupa nýja skíðalyftu fyrir skíðasvæðið í Tindastóli með þeim fyrirvara að samningur um rekstur skíðasvæðisins hafi verið undirritaður. Fjármögnun kaupanna er tekin af fjárfestingarlið eignarsjóðs á árinu 2017.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 11:55.

6.Rekstrarupplýsingar 2017

Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-október 2017.

7.Aðgengismál sundlauganna í Varmahlíð og Hofsósi

Málsnúmer 1711299Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2017 frá Sjálfsbjörg, landssambandi hreyfihamlaðra varðandi aðgengisverkefni sambandsins sem var notendaúttekt á sundlaugum. Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Hofsósi voru skoðaðar og athugasemdir gerðar við aðgengi hreyfihamlaðra að báðum, utan og innan mannvirkis.
Dagskrárliður 8, mál 1709170 var settur fyrstur á dagskrá.

8.Landsmót UMFÍ 2018

Málsnúmer 1709170Vakta málsnúmer

Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ kom á fundinn og kynnti fyrirhugaða dagskrá og umfang Landsmóts UMFÍ 2018 á Sauðárkróki. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið Gunnar Þór Gestsson stjórnarmaður í UMFÍ, Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Sigfús Ingi Sigfússon verkefnisstjóri, Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnisstjóri, Þorvaldur Gröndal forstöðumaður íþrótta- og æskulýðsmála, Selma Barðdal skólafulltrúi og Viggó Jónsson sveitarstjórnarmaður.

Fundi slitið - kl. 12:10.