Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

793. fundur 14. september 2017 kl. 09:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fuglasafn

Málsnúmer 1709037Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Kjartani Jónssyni ásamt myndum þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups fuglasafn. Þetta sérstaka og fágæta safn telur nú 150 fugla ásamt hvítum ref og hvítum mink. Byggðarráð þakkar fyrir boðið en sér ekki fært að kaupa safnið.

2.Aðalfundur 2017 - Verið Vísindagarðar ehf

Málsnúmer 1709088Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Verinu Vísindagarðar ehf. Aðalfundur verður haldinn þann 25. október n.k. kl. 16.00.
Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

3.Félagsheimilið Höfðaborg - þakviðgerðir

Málsnúmer 1708187Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Einari Þorvaldssyni þar sem hann óskar eftir því að farið verði í meiri þakviðgerðir á Félagsheimilinu Höfðaborg en til stendur á þessu ári. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2018.

4.Öldungaráð

Málsnúmer 1709133Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykktum fyrir öldungaráð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til umsagnar hjá Félags- og tómstundanefnd.

5.Nefndalaun 2017

Málsnúmer 1709134Vakta málsnúmer

Á byggðarráðsfundi 10.nóvember 2016 vísaði Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem gerði ráð fyrir 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l. Sveitarstjórn samþykkti að hafna hækkun kjararáðs og fól byggðarráði að koma með aðra tillögu. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til við sveitarstjórn að nefndarlaun sem bundin eru þingfarakaupi samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins hækki um 15% í stað 44%.

6.Fjárhagsáætlun 2018-2021

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir verklag vegna fjárhagsáætlunar 2018-2021. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1709132Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

8.Reglugerðarbreytingar varðandi fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 1708044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar reglugerðarbreytingar varðandi fjármál sveitarfélaga. Reglugerðir númer 792/2017 og 793/2017.

9.Fundagerðir 2017 - SSNV

Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 12.september 2017.

Fundi slitið - kl. 11:20.