Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

444. fundur 04. september 2008 kl. 10:00 - 11:40 í Ráðhúsi, Skagfirðingabraut 17-21,
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Málefni heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi

Málsnúmer 0803073Vakta málsnúmer

Sameining heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi rædd.
Byggðaráð ítrekar kröfur um að höfuðstöðvar nýrrar sameinaðrar heilbrigðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hefur byggt upp afburða þjónustu sem einkennst hefur af stöðugleika, framsýni, góðum árangri í rekstri og mikilli einingu meðal starfsmanna og þjónustuþega. Mikilvægt er að nýta þessa góðu reynslu til að efla nýja stofnun í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra hafa á þingum SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) samþykkt að Sauðárkrókur verði skilgreindur sem byggðakjarni og verði þar með kjarni í uppbyggingu þjónustu ríkisins.

2.Uppsetning búnaðar v. Gagnaveitu - umsókn

Málsnúmer 0808067Vakta málsnúmer

Gagnaveita Skagafjarðar ehf. sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað á þak Félagsheimilisins Höfðaborgar á Hofsósi.
Eignasjóður Skagafjarðar samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en erindið er einnig til afgreiðslu hjá skipulags- og bygginganefnd.

3.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd haust 2008

Málsnúmer 0809002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 28. ágúst 2008 varðandi fundi sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2008.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir tíma hjá fjárlaganefnd 29. september nk.

4.Sparkvellir í Skagafirði

Málsnúmer 0808070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að tengja þarf hitalagnir undir sparkvöllum sem reistir hafa hafa verið á Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Ekki kemur fram í samningi varðandi sparkvöll á Hofsósi hvernig ganga skuli frá upphitun vallarins. Í samningum varðandi vellina á Hólum og í Varmahlíð kemur hins vegar fram að verktaki skili völlunum með upphitun. Gera má ráð fyrir að kostnaður við tengingar allra vallanna sé í kringum 6 milljónir króna sem er nokkru meira en gert var ráð fyrir í upphafi.
Byggðaráð samþykkir að leita leiða til að tengja elsta völlinn, á Hofsósi í haust. Jafnframt verði leitað leiða til að tengja vellina í Varmahlíð og á Hólum á árinu 2009.

5.Ósk um uppkaup húseignar að Lindargötu 17 eftir fall aurskriðu á húsið og eftirmála þess.

Málsnúmer 0807001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að kaupsamnningi um fasteignina Lindargötu 17, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að kaupa fasteignina á 16,8 mkr. og þessi fjárfesting fari inn í endurskoðaða fjárhagsáætlun 2008.

6.Póstafgreiðsla í Varmahlíð

Málsnúmer 0805031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi hans og sveitarstjórnarkvenna með forstjóra Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu fyrirtækisins í Varmahlíð.
Byggðarráð ítrekar mótmæli við ákvörðun Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Varmahlíð. Varmahlíð er einn af byggðakjörnum Skagafjarðar með um 140 íbúum og nokkrum fyrirtækjum. Þjónustusvæði póstagreiðslunnar í Varmahlíð er hinsvegar mun stærra en þéttbýlið sjálft því hundruð manna og tugir fyrirtækja búa og starfa í næsta nágrenni. Þá hefur Varmahlíð verið vaxandi ferðamannastaður og áætlanir um mikla uppbyggingu á því sviði. Ekki má ekki gleyma því að Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki í almannaþjónustu og yfirlýst stefna ríkisvaldsins að fjölga störfum á landsbyggðinni en ekki fækka. Lokun póstafgreiðslunnar í Varmahlíð þýðir fækkun opinberra starfa í Skagafirði.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst alfarið gegn því að póstafgreiðslunni í Varmahlíð verði lokað. Ennfremur óskar Bjarni Jónsson bókað "Ástæða er til að sveitarfélögin í Skagafirði leiti réttar síns vegna lokunar póstafgreiðslu í Varmahlíð".

7.Íbúðarhúsnæði sveitarf. á Hofsósi

Málsnúmer 0808069Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá sveitarstjóra um að setja fasteignina Austurgötu 26 á Hofsósi á söluskrá.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

8.Flæðagerði Svaðastaðir (189714) - Umsögn vegna rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0808078Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Vésteins Vésteinssonar fh. Flugu hf, kt. 631000-3040, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Reiðhöllina Svaðastaði. Sótt er um fyrir flokk II, veitingastofa, greiðasala, samkomusal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Fossárteigur (145929) - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 0808079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkóki varðandi sölu á jörðinni Fossárteig, landnr. 145929. Seljandi er Jón Sigurður Eiríksson. Kaupendur eru Camilla Munk Sörensen og Björn Sigurður Jónsson.

10.Fagranes (145928) - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 0808080Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkóki varðandi sölu á jörðinni Fagranesi, landnr. 145928. Seljandi er Jón Sigurður Eiríksson. Kaupendur eru Camilla Munk Sörensen og Björn Sigurður Jónsson.

11.Yfirlýsing og bókun stjórnar Samb. ísl. sveitarfél. 22.08.2008

Málsnúmer 0808081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar yfirlýsing og bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 22. ágúst 2008 varðandi fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.
Byggðarráð tekur undir yfirlýsingu sambandsins.

Fundi slitið - kl. 11:40.