Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

514. fundur 28. apríl 2010 kl. 09:00 - 09:54 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Eignasjóður - viðhaldsáætlun 2010

Málsnúmer 1004069Vakta málsnúmer

Lagður fram verkefnalisti frá tæknideild sveitarfélagsins um sérstakt viðhald fasteigna eignasjóðs á árinu 2010, að upphæð 57 mkr. Frestað erindi frá síðasta fundi ráðsins.

Meirihluti byggðarráðs staðfestir verkefnalistann.

Páll Dagbjartsson óskar bókað:"Viðhaldsáætlun þessi er í raun hluti fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010, bæði fjárveiting og forgangsröðun verkefna og á ábyrgð meirihlutans. Ég sit hjá við afgreiðslu málsins."

2.Fundarboð á aðalfund Farskólans 30. apríl 2010

Málsnúmer 1004113Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, föstudaginn 30. apríl nk.

Byggðarráð samþykkir að Sigurður Árnason verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir til vara.

3.Vistbyggðarráð - boð um þátttöku

Málsnúmer 1004018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í mótun sjálfbærrar þróunar manngerðs umhverfis á Íslandi. Verið er að undirbúa stofnun Vistbyggðarráðs hér á landi. Frestað erindi frá síðasta fundi ráðsins.

Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið gerist ekki aðili að sinni, en fylgst verður með málinu.

4.Umsögn - frumvarp til laga um húsaleigu

Málsnúmer 1004114Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá félags- og tryggingamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til húsaleigulaga o.fl., 559. mál.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

5.Hólar - þjónusta við vaxandi þéttbýli - skýrsla

Málsnúmer 1004116Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að áfangaskýrslu um staðarhald að Hólum í Hjaltadal, unnin af R3 Ráðgjöf í mars 2010.

6.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-febrúar 2010.

7.Samráðsfundur skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

Málsnúmer 1004115Vakta málsnúmer

Kynnt að vegna sveitarstjórnakosninga í vor, verður árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum færður til 16. og 17. september 2010.

8.Endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu

Málsnúmer 1004121Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2010 verði 770 þús.kr.

Fundi slitið - kl. 09:54.