Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

51. fundur 20. maí 1999 kl. 10:00 - 12:20 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar

Fundur  51 – 20.05. 1999

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 20. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson, Páll Kolbeinsson, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Loðdýraræktarfélagi Skagafjarðar.
  2. Bréf frá Þorgils Pálssyni.
  3. Erindi frá Reyni Barðdal sem kynnt var sl. vetur.
  4. Bréf frá Heilsuræktinni.
  5. Bréf frá FNV vegna vínveitingaleyfi.
  6. Bréf frá Pálma Sighvats.
  7. Bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur og Þuríði Ingvarsdóttur.
  8. Bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur.
  9. Bréf frá Byrginu.
  10. Arðskrá fyrir Miklavatn og Fljótaá.
  11. Bréf frá Sigríði Gísladóttur.
  12. Málefni Sjávarleðurs.
  13. Bréf frá Sýslumanni.
  14. Verksamningur við Öryggisþjónustu Sauðárkróks.
  15. Tillaga að greiðslu fyrir kjörstjórnarstörf.
  16. Bréf frá Reykjavík – menningarborg Evrópu.
  17. Bréf frá Handverksfélaginu Alþýðulist.
  18. Bréf frá Helgu Dóru Lúðvíksdóttur.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Loðdýraræktarfélagi Skagafjarðar, dagsett 10. maí 1999, varðandi niðurfellingu á fasteignagjöldum af minka- og refaskálum loðdýrabænda í Skagafirði nú á þessu ári og þangað til verð fara hækkandi á ný og leggja þannig lið til að viðhalda þessum atvinnuvegi.  Byggðarráð telur ekki forsendur til að fella niður fasteignagjöld, en ítrekar fyrri ósk til Landbúnaðarnefndar um það hvernig sveitarfélagið geti orðið loðdýrabændum að liði með öðrum hætti.

 

2. Lagt fram bréf frá Þorgils Pálssyni varðandi niðurfellingu á fasteignagjöldum á Árhóli fyrir árið 1999 vegna verðfalls og sölutregðu á refaskinnum.  Byggðarráð telur ekki forsendur til að fella niður fasteignagjöld og erindinu vísað til Landbúnaðarnefndar eins og hér að ofan.

 

3. Erindi frá Reyni Barðdal sem kynnt var fyrr á árinu.  Sveitarstjóra falið að vinna í þessu máli áfram.

 

4. Lagt fram bréf frá Heilsuræktinni ehf., dagsett 10. maí 1999 varðandi ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna Aðalgötu 20a.  Byggðarráð sér sér ekki fært að fella niður fasteignagjöld, en felur sveitarstjóra að ræða við rekstraraðila Heilsuræktarinnar ehf.

 

5. Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, dagsett 14. maí 1999, vegna umsóknar um vínveitingaleyfi á brautskráningarhófi skólans þann 22. maí nk.  Byggðarráð samþykkir umsóknina.

 

6. Lagt fram bréf frá Pálma Sighvatssyni forst.manni Íþróttahúss Sauðárkróks, dagsett 11. maí 1999, þar sem hann óskar eftir að koma á fund Byggðarráðs til að kynna hugmynd sína um stofnun innkaupasambands sveitarfélaga með aðsetur á Sauðárkróki.  Byggðarráð samþykkir að bjóða Pálma Sighvatssyni til viðræðu um þetta mál.

 

7. Lagt fram bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur og Þuríði Ingvarsdóttur, dagsett 6. maí 1999, þar sem óskað er eftir heimild til ráðningar 2-3 starfsmanna til vinnuskólans til umsjónar með fötluðum einstaklingum.  Byggðarráð samþykkir erindið.

 

8. Lagt fram bréf frá Heiðu Láru Eggertsdóttur, dagsett 6. maí 1999, varðandi aðstöðu vinnuskóla sveitarfélagsins, þ.e. í skólagörðum og á starfsvelli á Sauðárkróki svo og í Varmahlíð.  Byggðarráð samþykkir að fela tæknifræðingi að kanna málið.

 

9. Lagt fram bréf frá Byrginu, kristilegu líknarfélagi, dagsett 5. maí 1999, varðandi styrkbeiðni.  Byggðarráð treystir sér ekki til að verða við erindinu.

 

10. Lagt fram til kynningar arðskrármat fyrir Miklavatn og Fljótaá, dagsett 5. maí 1999.

 

11. Lagt fram bréf frá Sigríði Gísladóttur, dagsett 18. febrúar 1999, þar sem hún óskar eftir að kaupa hlutabréf sveitarfélagsins í Clic On Ísland hf. að upphæð kr. ein milljón.  Byggðarráð telur ekki tímabært að selja hlutabréfin að svo stöddu.

 

12. Málefni Sjávarleðurs.  Í framhaldi af tillögu vinnuhóps um endurfjármögnun Sjávarleðurs hf. samþykkir byggðarráð eftirfarandi:

 

13. Hlutafé Sjávarleðurs hf. verður fært niður í kr. 4.000.000.

  1. Sveitarfélagið Skagafjörður breytir núverandi skuld Sjávarleðurs hf. við Sv.fél. Skagafjörð að upphæð kr. 6.000.000 í hlutafé.
  2. Sveitarfélagið Skagafjörður leggi fram kr. 9.500.000 í nýju hlutafé á næstu 3 árum.
  3. Sveitarfélagið Skagafjörður veitir Friðrik Jónssyni og Eggert Jóhannssyni lán til 15 ára að upphæð kr. 10.500.000 til hlutafjárkaupa í Sjávarleðri hf. á næstu þrem árum.

Hvað liði 3 og 4 varðar þá felst í þeim skuldbinding varðandi 1/3 hluta þessara fjárhæða sem þar greinir.  Framhald greiðslna ræðst af því hvort verkefnið telst lífvænlegt að mati eignaraðila.  Að öðru leiti vísast til tillagna vinnuhópsins.

 

            Samþykkt með fjórum atkvæðum.  Snorri Styrkársson situr hjá.

 

14. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 14. maí 1999 varðandi umsögn um endurnýjun á leyfi Valgeirs Þorvaldssonar til reksturs ferðaþjónustu, þ.e. sölu gistingar í sumarhúsum, gistiheimili og einbýlishúsi á Hofsósi.  Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.

 

15. Lögð fram tillaga að verktakasamning við Öryggisþjónustu Sauðárkróks um gæslu á nokkrum eignum sveitarfélagsins.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við rekstraraðila um samninginn.

 

16. Lagðar fram tillögur að þóknun fyrir kjörstjórnarstörf.

 Tillögur að þóknun til yfirkjörstjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Við kosningar til sveitarstjórnar:

  1. Formaður kr. 94.000.  Innifalinn akstur og dagpeningar.
  2. Aðrir yfirkjörstjórnarmenn kr. 75.000.  Innifalinn akstur og dagpeningar.

Við alþingiskosningar og forsetakosningar greiðist fyrir unnar klukkustundir, kr. 3.000 á klst. og ekna km. samkv. gjaldskrá.

 

Breytingar á þóknun miðast við almenna launaþróun.

Staðgreiðsla dregin frá áður en til greiðslu kemur.

 

Tillögur að þóknun til undirkjörstjórna í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Undirkjörstjórn á Sauðárkróki:

  1. Formaður kr. 50.000
  2. Aðrir kjörstjórnarmenn kr. 45.000
  3. Dyravörður kr. 20.000

 

Undirkjörstjórn í Varmahlíð og  á Hofsósi:

  1. Formenn kr. 35.000
  2. Aðrir kjörstjórnarmenn kr. 30.000
  3. Dyravörður kr. 15.000

 

Aðrar undirkjörstjórnir:

  1. Formenn og aðrir kjörstjórnarmenn kr. 20.000

 

Staðgreiðsla sé dregin af þóknun áður en til greiðslu kemur.

 

Byggðarráð samþykkir tillögurnar.

 

17. Lagt fram til kynningar bréf frá Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000, dagsett 23. apríl 1999, varðandi samstarfsverkefni sveitarfélaga og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000.

 

18. Lagt fram bréf frá Handverksfélaginu Alþýðulist, dagsett 19. maí 1999 varðandi ósk um nýjan samning við sveitarfélagið varðandi handverkssölu í húsi Ferðamiðjunnar ehf. í Varmahlíð.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Atvinnu- og ferðamálanefndar.

 

19. Lagt fram bréf frá Helgu Dóru Lúðvíksdóttur, dagsett 15. maí 1999, þar sem hún segir upp starfi sínu.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:20.

 

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir

Árni Egilsson

Páll Kolbeinsson

Snorri Styrkársson