Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

49. fundur 28. apríl 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar

Fundur  49 – 28.04. 1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 28. apríl kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 8. maí 1999.
  2. Árvershúsin á Hofsósi.
  3. Bréf frá leikskólakennurum í Skagafirði.
  4. Reglur um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  5. Tilkynning um 7. ársþing SSNV.
  6. Bréf frá Sjóvá/Almennum og Tryggingamiðstöðinni.
  7. Bréf frá skátafélaginu Eilífsbúum.
  8. Bréf frá Grete Have og Jóni Brynjólfssyni.
  9. Bréf frá Kristianstad.
  10. Bréf frá SSNV vegna þjónustu við fatlaða.
  11. Svar bæjartæknifræðings við bréfi Víðimelsbræðra, Fjarðar og Norðurtaks.
  12. Tillaga að byggðarmerki fyrir Skagafjörð.
  13. Aðalfundir Steinullarverksmiðjunnar hf. og INVEST.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 8. maí 1999 var lögð fram.  Á kjörskrárstofni eru 3.033 einstaklingar.  Einn hefur látist síðan kjörskráin var gefin út og því 3.032 einstaklingar á kjörskrá.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að skrifa undir kjörskrána.

 

2. Samkvæmt rafpósti frá Birni Gústafssyni dags. 15. apríl sl. til sveitarstjóra þá samþykkir hann tilboð sveitarfélagsins í fasteignir Árvers sf. á Hofsósi.  Byggðarráð samþykkir að kaupa eignirnar til niðurrifs.

 

3. Lagt fram bréf frá leikskólakennurum í Skagafirði dags. 15. apríl 1999 þar sem þeir óska eftir viðræðum um kjaramál.  Byggðarráð samþykkir að fela formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að ræða við leikskólakennarana.

 

4. Lagðar fram reglur Félagsþjónustu Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Byggðarráð samþykkir reglur þessar.

 

5. Lagt fram til kynningar bréf dags. 12. apríl 1999 frá SSNV um 7. ársþing SSNV sem haldið verður á Siglufirði dagana 27. og 28. ágúst nk.

 

6. Lagt fram til kynningar bréf dags. 20. apríl sl. frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. um viðræður um tryggingamál sveitarfélagsins og bréf dags. 19. apríl sl. frá Tryggingamiðstöðinni hf.  Byggðarráð samþykkir að bjóða út allar tryggingar sveitarfélagsins.

 

7. Lagt fram til kynningar, bréf dagsett 25. apríl 1999 frá skátafélaginu Eilífsbúum, þar sem sveitarstjórn er boðið til hátíðarfundar 1. maí nk. í tilefni af 70 ára  skátastarfi á Sauðárkróki. 

 
8. Lagt fram bréf dagsett 15. apríl sl. frá Jóni Brynjólfssyni og Grethe Have þar sem þau óska eftir að kaupa jörðina Skarðsá í Sæmundarhlíð.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og Skarðsárnefndar.


9. Lagt fram bréf dagsett 13. apríl sl. frá Kristianstad kommune um vinabæjamót þann 25.-27. ágúst 1999.  Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa á vinabæjarmótið.

 
10. Lagt fram til  kynningar bréf frá SSNV dagsett 12. apríl sl. um bókun stjórnar SSNV vegna samninga við sveitarfélögin um þjónustu við fatlaða.

 

11. Lagt fram til kynningar svarbréf frá tæknideild sveitarfélagsins dagsett 16. apríl 1999 vegna bréfs dags. 18. mars sl. frá Firði sf., Víðimelsbræðrum ehf. og Norðurtaki hf.

 

12. Rætt um hugmynd að byggðarmerki fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.


13. Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi Steinullar-verksmiðjunnar hf. þann 6. maí nk. og aðalfundi INVEST þann 14. maí nk. fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum hlutfallslega.

Meðfylgjandi eru fundargerð Samstarfsnefndar Samflots og Launanefndar sveitarfélaga, útskrift úr fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og ályktanir fyrri fulltrúaráðsfundar 1999.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:00.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                  Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Árni Egilsson

Snorri Styrkársson