Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

42. fundur 11. mars 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  42 – 11.03.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Ásdís Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Viðræður við forsvarsmenn Skógræktarfélags Skagfirðinga.
  2. Bréf frá SÍS.
  3. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  4. Bréf frá Landgræðslu ríkisins.
  5. Erindi frá INVEST.
  6. Erindi frá Krossgötum.
  7. Erindi frá launafulltrúum.
  8. Málefni Sjávarleðurs hf.

 

AFGREIÐSLUR:

 
1. Forsvarsmenn Skógræktarfélags Skagafjarðar kynntu starfsemi sína og framtíðarhorfur.  Formaður þakkaði Sigurjóni Gestssyni og Ragnheiði Guðmundsd. fyrir og véku þau af fundi.


2. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfél. dags. 5.3.1999, um ráðstefnu um nýjar leiðir í stjórnun sveitarfélaga sem haldin verður 18. mars nk. Byggðarráð samþykkir að bjóða sveitarstjórnarmönnum upp á að sitja námskeiðið.


3. Lagt fram bréf til kynningar frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 17. feb. um úthlutun stofnframlaga 1999.


4. Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 8. mars 1999, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum árið 1999.


5. Lagt fram bréf frá INVEST til kynningar, varðandi starfsemi Hannesar Friðrikssonar.


6. Lagt fram bréf frá Krossgötum dags. 5. mars 1999 um beiðni um styrk til forvarnarátaks fyrir börn 4-9 ára.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.


7. Lagt fram bréf frá launafulltrúum sveitarfélagsins dags. 5. mars 1999.  Byggðarráð heimilar að ráðinn verði starfsmaður á skrifstofuna tímabundið.


8. Málefni Sjávarleðurs hf. rædd. – Sjá trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                              Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                                Snorri Björn Sigurðsson

Ingibjörg Hafstað

Ásdís Guðmundsdóttir

Páll Kolbeinsson