Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

35. fundur 28. janúar 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  35 – 28.01.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 28. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mættir voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

  1. Dagskrá: Starf aðalbókara.
  2. Bréf frá Agli Erni Arnarsyni.
  3. Bréf frá Kvennaráðgjöfinni.
  4. Bréf frá Steindóri Sigurjónssyni.
  5. Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
  6. Bréf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.
  7. Bréf frá Element h.f.
  8. Tillaga frá Ingibjörgu Hafstað að samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu Skagafirði.
  9. Bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga.
  10. Samþykkt varðandi skráningu í símaskrá.
  11. Fjárhagsáætlun 1999.

 

 

Afgreiðslur:

1. Rætt um þær umsóknir sem borist höfðu um starf aðalbókara.  Fram kom að önnur umsóknin hefur verið dregin til baka.   Byggðarráð samþykkir að ráða Atla V. Hjartarson í starfið.

 
2. Lagt fram bréf frá Agli Erni Arnarsyni ásamt uppgjöri v/forvarnartónleika í Miðgarði 31. okt. sl.  Afgreiðslu málsins frestað og sveitarstjóra ásamt fulltrúum menningar-íþrótta- og æskulýðsnefndar falið að kanna málið nánar.

 
3. Lagt fram bréf frá Kvennaráðgjöfinni þar sem óskað er eftir fjárframlagi á árinu 1999.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 
4. Lagt fram bréf frá Steindóri Sigurjónssyi varðandi fasteignagjöld af ónýttum útihúsum elli- og örorkulífeyrisþega.  Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að kanna málið nánar.

 
5. Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um beiðni Sigurðar Jónssonar, um að jörðin Reynistaður í Skagafirði ásamt hjáleigunum Geitagerði og Mel verði leystar úr óðalsböndum skv. meðf. gögnum.  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að umrædd beiðni verði samþykkt.

 
6. Lagt fram bréf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna landsfundar Soroptimistasambands Íslands sem haldinn verður á Sauðárkróki 16.-18. apríl n.k.  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við formann klúbbsins.
 

7. Lagt fram bréf frá Elementi h.f., þar sem byggðarráði ásamt sveitarstjóra er boðið til móttöku og kynningar á starfsemi fyrirtækisins þann 3. febrúar n.k.


8. Ingibjörg Hafstað leggur fram tillögu að samþykkt og gjaldskrá fyrir sorphirðu í sv.félaginu Skagafirði.  Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til umhverfis- og tækninefndar.


9. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sv.félaga varðandi lífeyrissjóðsmál.

 

10. Byggðarráð samþ. að óska eftir því við Landssímann, að Skagafjörður verði skráður sem eitt svæði í símaskrá.


11. Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Ingibjörg Hafstað                                                      Elsa Jónsdóttir, ritari

Gísli Gunnarsson                                                     Snorri Björn Sigurðsson

Herdís Á. Sæmundard.

Páll Kolbeinsson

Elinborg Hilmarsdóttir