Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

31. fundur 30. desember 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  31 – 30.12.98

 

            Ár 1998, miðvikudaginn 30. desember, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson,  Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Árni Egilsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Neytendasamtökunum.
  2. Bréf frá Starfsmenntaráði.
  3. Bréf frá Kvennaráðgjöfinni.
  4. Bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga.
  5. Bréf frá SSNV.
  6. Bréf frá stjórn Villa Nova ehf.
  7. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  8. Bréf frá Landsbanka Íslands hf.
  9. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
  10. Bréf frá Fram og Öldunni.
  11. Sala á Syðri Breið.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum þar sem óskað er eftir styrkveitingu á árinu 1999. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 

2. Lögð fram til kynningar fundargerð, fundar starfsmenntaráðs félagsmálaráðuneytis með fulltrúum sveitarfélaga og samtaka starfsmanna þeirra, sem haldinn var 30. október s.l.
 

3. Lagt fram bréf frá Kvennaráðgjöfinni þar sem óskað er eftir fjárframlagi til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 1998.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 
4. Lagt fram bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, varðandi lífeyrismál kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa.  Byggðarráð samþykkir að kjörnir sv.stjórnarfulltrúar njóti sama réttar til aðildar að lífeyrissjóðnum og starfsmenn sveitarfélagsins.
 

5. Lagt fram bréf frá SSNV þar sem fram kemur að yfirtöku sv.félaga á Norðurl.vestra á málefnum fatlaðra, verði frestað til 1. apríl n.k.

 
6. Lagt fram bréf frá Villa Nova ehf. þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við endurbyggingu Villa Nova á Sauðárkróki.  Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.

 
7. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi úthlutun framlags til jöfnunar á skuldastöðu sv.félaga við sameiningu.

 
8. Lagt fram bréf frá Landsbanka Íslands varðandi kynningu á fjármálaráðgjöf bankans.

 
9. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi innheimtu fasteignagjalda.  Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið annist sjálft innheimtu fasteignagjalda í sveitarfélaginu.


10. Lagt fram bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni þar sem farið er fram á breytingar á kjarasamningi vegna skólaliða í Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.  Byggðarráð samþykkir að leyta umsagnar Launanefndar sv.félaga á erindinu.


11. Lagt fram bréf frá Sæberg Þórðarsyni lögg. fasteignasala vegna sölu á Syðri-Breið úr landi Breiðar í Lýtingsstaðahreppi.  Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn að jörðinni.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                              Elsa Jónsdóttir ritari

Gísli Gunnarsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Árni Egilsson