Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

24. fundur 05. nóvember 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  24  05.11.1998

 

            Ár 1998, fimmtudaginn 5. nóvember, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10,00.

            Mættir voru: Páll Kolbeinsson, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Stefán Guðmundsson, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Viðræður við forráðamenn Loðskinns.
  2. Viðræður við framkv.stj. Máka og veitustjórn.
  3. Bygging endurhæfingarhúss við heilsustofnunina.
  4. Sveitarstjórnarfundir.
  5. Aðalfundarboð Fisk.
  6. Bréf frá Pétri Einarssyni.
  7. Bréf frá Hannesi Sigurðssyni forstjóra art.is.
  8. Bréf frá Birtingi.
  9. Bréf frá Snorra Þ. ehf/ Vesturfarasetrinu.
  10. Fundarboð v. hluthafafundar í Átaki.
  11. Ungmennaf. Neisti.

 

 

Afgreiðslur: 

1. Á fundinn komu forráðamenn Loðskinns h.f.  Bjarni R. Brynjólfsson form. stjórnar og Margeir Friðriksson framkvæmdastjóri.  Skýrðu þeir fyrir Byggðarráðsmönnum stöðu og horfur í málefnum Loðskinns h.f.


2. Á fundinn kom Veitustjórn ásamt veitustjórum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni og einnig komu á fundinn fulltrúar Máka h.f., Guðmundur Ingólfsson, Árni Guðmundsson og Knútur Aadnegard.  Fyrir lágu erindi frá Máka h.f. varðandi aukið rými í núverandi húsnæði fyrirtækisins og ósk um afnot af húseignum sveitarfélagsins á Lambanesreykjum.  Þá lá einnig fyrir erindi frá Máka h.f. varðandi hlutafjáraukningu í fyrirtækinu.

 
3. Á fundinn kom Birgir Gunnarsson framkv.stjóri Heilsustofnunarinnar á Sauðárkróki.      Gerði hann grein fyrir stöðu mála varðandi byggingu endurhæfingarhúss við heilsustofnunina.

 
4. Rætt var um fyrirkomulag sveitarstjórnarfunda.  Fram kom áhugi á því að halda fundina á fleiri stöðum en á Sauðárkróki.

 

5. Lagt fram fundarboð á aðalfund Fiskiðjunnar Skagfirðings en hann verður haldinn 12. nóvember n.k.  Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

6. Lagt fram bréf frá Pétri Einarssyni, þar sem óskað er eftir niðurf. fasteignagjalda og ókeypis vatni og rafmagni 1998 og 1999 vegna Hótel Tindastóls á meðan á endurbyggingu hússins stendur.  Byggðarráð samþykkir að verða við því að fella niður fasteignagjöld 1999 og beinir því til veitustjórnar að hún taki til jákvæðrar afgreiðslu beiðni Péturs varðandi heitt vatn.

 
7. Lagt fram bréf frá Hannesi Sigurðssyni forstjóra art.is, þar sem óskað er eftir 135 þús. kr styrk vegna farandsýningarinnar Lífæðar.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

8. Lagt fram bréf frá Birtingi – Félagi áhugamanna um náttúruvernd og veiðar, þar sem óskað er eftir leigusamningi um eitt af húsunum á Lambanesreykjum næsta sumar.  Afgreiðslu frestað

 
9. Lagt fram bréf frá Snorra Þorfinnssyni ehf. Vesturfarasetrinu á Hofsósi, þar sem sveitarstjórnarfulltrúum er boðið til kaffidrykkju og fundar í húsnæði Vesturfarasetursins 10. nóv. n.k. kl. 17,00.

 

10. Lagt fram fundarboð á hluthafafund í Átaki h.f., en hann verður haldinn 9. nóv. n.k.  Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 
11. Byggðarráð samþykkir að afhenda Ungm.félaginu Neista til tímabundinna afnota húseignina Túngötu 4 á Hofsósi fyrir félagsaðstöðu.  Jafnframt samþ. Byggðarráð að færa félaginu kr. 100.000.- í tilefni 100 ára afmælis félagsins.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Páll Kolbeinsson                                Elsa Jónsdóttir ritari

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað