Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

19. fundur 01. október 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  19 – 01.10.98

 

            Ár 1998, fimmtudaginn 1. október, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Páll Kolbeinsson auk sveitarstjóra, Snorra B. Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Gunnari Þór Árnasyni.
  2. Bréf frá Vegvísum ehf.
  3. Bréf frá Umf. Tindastóli.
  4. Bréf frá Vegagerð ríkisins.
  5. Bréf frá Karli Lúðvíkssyni.
  6. Bréf frá Helgu Bjarnadóttur og Margréti K. Jónsdóttur.
  7. Bréf frá Örnefnanefnd.
  8. Bréf frá Invest v. Vöku.
  9. Aðalfundarboð Vöku ehf.
  10. Bréf frá stjórn Sjávarleðurs hf.
  11. Drög að skipuriti.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Gunnari Þór Árnasyni þar sem hann óskar eftir að fá leigt eða keypt húsnæði í eigu sveitarfélagsins neðan Freyjugötu.

Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni, þar sem húsið á að rífa og óskar Byggðarráð eftir að því verki verði hraðað.


2. Lagt fram bréf frá Agli Erni Arnarsyni, f.h. Vegvísa ehf, varðandi myndræna kynningu á sögulegum og náttúrulegum perlum Skagafjarðar.

Byggðarráð vísar erindinu til Atvinnu- og ferðamálanefndar og óskar eftir því við nefndina að erindi þetta verði skoðað í samhengi við aðrar merkingar í héraðinu

 
3. Lagt fram bréf frá Umf Tindastóli þar sem óskað er eftir heimild til að selja fasteign félagsins að Aðalgötu 14.

Byggðarráð samþykkir að heimila félaginu sölu á eigninni.


4. Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins þar sem óskað er eftir að skipaður verði af hálfu Sameinaðs sv.félags í Skagafirði fulltrúi í samráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tilnefndur verði fulltrúi í umræddan samráðshóp.


5. Lagt fram bréf frá Karli Lúðvíkssyni, umsjónarmanni starfsbrautar FNv, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði ½ stöðugildi stuðningsfulltrúa við starfsbraut f. fatlaða í FNv.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum skólans vegna þessa máls.


6. Lagt fram bréf frá Helgu Bjarnadóttur og Margréti K. Jónsdóttur, sem reka starfsemi fyrir eldri borgara á Löngumýri. Óska þær eftir 40 þús. kr. styrk til þeirrar starfsemi.

Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.

 

7. Lagt fram bréf frá Örnefnanefnd, dags. 24. sept.´98, þar sem fram kemur að nefndin fellst ekki á nafnið Skagafjörður sem nafn sameinaðs sv.félags í Skagafirði en bendir á að nafnið Skagafjarðarbyggð komi vel til álita.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við Félagsmálaráðherra að hann staðfesti nafnið Skagafjörður sem nafn sameinaðs sv.félags í Skagafirði.


8. Lagt fram bréf frá Invest varðandi stöðu og horfur Saumastofunnar Vöku.

 

9. Lagt fram fundarboð á aðalfund Vöku ehf, en hann verður haldinn 7. október n.k.

Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.


10. Lagt fram bréf frá stjórn Sjávarleðurs hf.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með stjórn fyrirtækisins.


11. Lögð fram drög að skipuriti fyrir yfirstjórn sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                      Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir

Gísli Gunnarsson

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson