Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

15. fundur 20. ágúst 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  15 – 20.08.98

 

Ár 1998, fimmtudaginn 20. ágúst, kom Byggðarráð saman til fundar á skrif­stofu Skagafjarðar kl. 1000.

Mættir voru; Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Útflutningsskólanum.
  2. Bréf frá Rekstrarstofunni.
  3. Dómur í máli  Viðvíkurhrepps gegn Hartmanni Ásgrímssyni o.fl.
  4. Fundur með Iðnaðarnefnd Alþingis þriðjudaginn 25. ágúst n.k.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá G. Þorkeli Guðbrandssyni f.h. Útflutningsskólans, þar sem fram kemur að enn stendur ógreiddur í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki rekstrarhalli vegna skólans að upphæð tæpar 550 þús. krónur.

Í bréfinu er sett fram sú tillaga að skuld þessari verði skipt í þrennt, milli Kaupfél. Skagfirðinga, Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skagafjarðar v/Sauðárkrókskaupstaðar og geri hver þessara aðila upp sinn hlut.

Byggðarráð samþykkir þá tillögu.

 
2. Lagt fram bréf frá Ingimar Hanssyni f.h. Rekstrarstofunnar, dags. 14. ágúst.


3. Lagt fram bréf frá Arnari Sigfússyni, hdl., ásamt dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli Viðvíkurhrepps gegn Hartmanni Ásgrímssyni o.fl. Dómsorð er eftirfarandi:

“Krafa stefnanda, Viðvíkurhrepps, um ógildingu skiptayfirlýsingar, dags. 16. desember 1968, hvað varðar jörðina Kolkuós, er tekin til greina.

Hafnað er kröfu stefnanda um að viðurkenndur verði óskoraður eignarréttur hans að öllu landi því sem áður tilheyrði Viðvík, neðan Ásgarðslands, allt til sjávar ásamt Elínarhólma, eins og landið er afmarkað á korti sem stefnandi hefur lagt fram. Málskostnaður fellur niður.”

 

4. Kynnt var dagskrá heimsóknar Iðnaðarnefndar Alþingis í Skagafjörð 25. ágúst n.k., en Byggðarráð mun hitta nefndina kl. 1150 á Kaffi Krók.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Elsa Jónsdóttir, ritari

Páll Kolbeinsson

Gísli Gunnarsson

Ingibjörg Hafstað

Elinborg Hilmarsdóttir