Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

14. fundur 13. ágúst 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  14 – 13.08.98

 

Ár 1998, fimmtudaginn 13. ágúst, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.

Mættir voru; Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingi­björg Hafstað og Páll Kolbeinsson.

 

Dagskrá:

1.  Starfslokasamningar við fyrrv. skólastjóra Barna- og Gagnfræðaskóla Skr.

2.  Erindi frá Hlín Bolladótur.

3.  Kostnaðaráætlun v. leikskóla/grunnskólabyggingar á Hólum.

4.  Norðlensk orka.

5.  Tillaga.

6.  Laun sv.stjórnarfulltrúa.

7.  Yfirlit um atvinnuástandið.

 

Afgreiðslur:

1. Formaður kynnti drög að starfslokasamningum við fyrrverandi skólastjóra Barna- og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.

            Byggðarráð samþykkir framlögð drög.  Ingibjörg Hafstað situr hjá við af­greiðslu þessa liðar.

2. Lagt fram erindi frá Hlín Bolladóttur, varðandi mótun stefnu í tómstunda­málefnum grunnskólanema.

            Byggðarráð tekur ekki afstöðu að svo stöddu, en vísar því til Menningar- íþrótta- og 
            æskulýðsráðs svo og til Skólanefndar til umsagnar.

 

3. Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við leikskóla/grunnskóla­byggingu að Hólum.

 

4. Rætt um væntanlega stofnum Norðlenskrar orku ehf.

 

5. Ingibjörg Hafstað leggur fram tillögu um að kjósa þriggja manna nefnd, skipaða einum aðila frá hverjum lista í sveitarstjórn, sem meti núverandi stjórnsýslu og geri tillögur um nýtt stjórnskipulag í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði.  Einnig skal nefndin meta kostnað af nýju skipulagi og gera tillögur um dreifingu stjórnsýslunnar um sveitarfélagið.

Tillagan var borin upp og felld með þremur atkvæðum gegn einu.

Formaður leggur fram svohljóðandi bókun;  “Vegna tillögu Ingibjargar Hafstað, vill undirrituð láta koma fram að nú þegar eru nefndir í samvinnu við starfsmenn að fara yfir og gera ýmsar tillögur að breytingu á stjórnskipulagi sveitarfélagsins.  Því þykir ekki ástæða til að skipa slíka nefnd að svo stöddu .”

                                                                                   Herdís Sæmundardóttir

 

6. Tillögur þær að reglum um laun nefnda og sveitarstjórnarfulltrúa sem lagðar voru fram á síðasta fundi ræddar og síðan samþykktar samhljóða.

 

7. Lagt fram til kynningar, yfirlit um atvinnu ástandið í júní, frá Vinnumála­stofnum

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Elsa Jónsdóttir, ritari.

Herdís Sæmundardóttir

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson