Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

12. fundur 30. júlí 1998 kl. 10:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  12 – 30.07.98

  
   Ár 1998, fimmtudaginn 30. júlí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skaga­fjarðar kl. 1000 .

Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðs­sonar.

 

Dagskrá:

  1. Kaupsamningur v. Sjávarleður ehf.
  2. Bréf frá Kolbeini Konráðssyni.
  3. Bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði.
  4. Bréf frá Bautanum.
  5. Bréf frá Vesturfarasetrinu.

 

Afgreiðslur:

1. Lagður fram kaupsamningur við Loðskinn hf um kaup á öllu hlutafé Loðskinns hf í Sjávarleðri ehf. Kaupverð hlutafjárins er kr. 20.806.000.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.


2. Lagt fram bréf frá Kolbeini Konráðssyni, húsverði í Miðgarði, dags. 30. júlí. Í bréfinu lýsir hann óánægju með veitingu leyfis til að staðsetja pylsuvagn í Varmahlíð.

Vegna bréfs Kolbeins vill byggðarráð taka fram að umrætt leyfi er veitt til 1. september n.k. og verður þá tekið til endurskoðunar í ljósi fenginnar reynslu.

 

3. Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði, undirritað af Fjólu Þorleifsdóttur, dags. 22. júlí sl. Í bréfinu er þess farið á leit að sveitarstjórn kynni sér hugmyndir varðandi byggingamál og félagsaðstöðu eldri borgara í Skagafirði.


4. Lagt fram bréf frá Bautanum, undirritað af Stefáni Gunnlaugssyni, dags. 29. júlí sl. Farið er fram á leyfi til vínveitinga í Höfðaborg á Hofsósi þ. 1. ágúst kl. 19,00 – 03,00. Framkvæmdaaðili er Vesturfarasetrið.

Með vísan til 17. gr. áfengislaga nr. 75/1998 samþykkir byggðarráð að veita umbeðið leyfi.


5. Lagt fram bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, undirritað af Valgeiri Þorvaldssyni, dags. 20. júlí sl. Í bréfinu er farið fram á að sveitarstjórn veiti styrk að upphæð kr. 300.000 v. Íslendingadags í Hofsósi 1. ágúst n.k.

Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og óskar jafnframt eftir fundi með forráðamönnum Vesturfarasetursins.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                     

Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson