Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

786. fundur 22. júní 2017 kl. 09:00 - 12:08 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Vignir Sveinsson oddviti Skagabyggðar sat fundinn undir dagskrárlið 1.

1.Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagfjarðar

Málsnúmer 1706188Vakta málsnúmer

Sveitarfélögin, Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð, hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.
Sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast.

Sveitarfélögin á starfssvæði SSNV sem hafa áhuga á að ræða kosti enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð, eru boðin velkomin til viðræðna á sameiginlegan fund sveitarfélaganna sem boðað verður til í byrjun júlí.

2.Málefni Háholts - þjónustusamningur ekki endurnýjaður

Málsnúmer 1705013Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 782. fundi byggðarráðs þann 4. maí og 785. fundi byggðarráðs 8.júní 2017. Óskað var eftir fundi með Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. Fulltrúar byggðarráðs ásamt fulltrúa starfsmanna Háholts fóru til fundar á Barnaverndarstofu þann 8.júní s.l.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu Meðferðarheimilisins Háholts og skorar á velferðarráðherra að tryggja áframhaldandi framtíð heimilisins í Skagafirði.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1706189Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál bókað í trúnaðarbók.

4.Leiðbeinandi verklag vegna manneklu í Ársölum

Málsnúmer 1705125Vakta málsnúmer

Á 122. fundi fræðslunefndar 8.6.2017 var leiðbeinandi verklagi vegna manneklu í Ársölum lagt fram og samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag til reynslu í eitt ár.

5.Umsókn um langtímalán 2017

Málsnúmer 1703361Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði til Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. um langtímalán allt að 440 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2017. Láninu verður varið til framkvæmda vegna fasteigna, gatna, umhverfis og veituframkvæmda samkvæmt framkvæmdaáætlun ársins 2017. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að fjárhæð 440.000.000 kr. í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir eignasjóðs sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

6.Lánasjóður sveitarfélaga - skammtímalánveiting

Málsnúmer 1706187Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitir Margeiri Friðrikssyni kt. 151060-3239, sviðsstjóra stjórnsýslu-og fjármálasviðs hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 250.000.000. Heimildin gildi út árið 2017.

7.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1706198Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2017 um að fjárfestingarliður eignasjóðs verði hækkaður um 22.500.000 kr. Hækkun framkvæmdafjár verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka.

8.Sundlaug Varmahlíð - rennibraut

Málsnúmer 1702015Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2.febrúar s.l. þar sem Byggðarráð samþykkti að skoðað yrði hvort hægt væri að koma upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og fól sveitarstjóra að vinna kostnaðarmat. Fyrir fundinum liggja drög að teikningum og kostnaðarmati. Sundlaugin er í eigu sveitarfélaganna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Samstarfsnefnd sveitarfélaganna samþykkir að fara í þá framkvæmd að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og vísar til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar til lokaafgreiðslu. Hjá Akrahreppi liggur fyrir samþykki um framkvæmdina.
Byggðarráð samþykkir að fara í framkvæmdina.

9.Leikskólinn á Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er.

10.Norðurá bs. - aðalfundarboð

Málsnúmer 1706139Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um aðalfund Norðurár bs. sem verður haldinn í Miðgarði - menningarhúsi, Varmahlíð þann 29. júní 2017, kl. 14:00. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri, Ásta Pálmadóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

11.Ærslabelgur - Hofsós

Málsnúmer 1706190Vakta málsnúmer

Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa hafið söfnun á ærslabelg og er ætlunin að koma honum í notkun sumarið 2017. Söfnun hefur farið ágætlega af stað en kostnaður við að fá tækið á Hofsós eru 2.200.0000 fyrir utan jarðvegsvinnu. Staðsetning belgsins er fyrirhuguð við hlið sparkvallar á skólalóð grunnskólans. Ljóst er að slíkt leiktæki er mikil og góð viðbót við þá afþreyingarflóru sem er á svæðinu og nýtist jafnt heimafólki sem ferðamönnum.
Óskað er eftir því að sveitafélagið greiði kostnað við jarðvinnu við uppsetningu belgsins og rekstrarkostnað. Sá kostnaður er leggst til við uppsetningu felst í gröfuvinnu, vinnu rafvirkja og svo þarf að þökuleggja í sárið svo frágangur sé snyrtilegur.
Byggðarráð fagnar þessu góða framtaki og samþykkir beiðnina.

12.Ný persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1706191Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga fylgist grannt með vinnu varðandi ný persónuverndarlög sem stefnt er að því að taki gildi á árinu 2018. Fyrir liggur að ný lög munu leggja ríkari kröfur á sveitarfélög að því er varðar m.a. hvaða upplýsingar eru geymdar, hvernig er unnið úr þeim og á hvaða formi þær eru geymdar. Sambandið vinnur nú að gerð minnisblaðs sem sent verður til allra sveitarfélaga til að kynna helstu breytingar og auðvelda undirbúning á innleiðingu nýrrar löggjafar.
Fyrstu skref við undirbúning af hálfu sveitarfélaga eru þessi:
1. Sveitarfélög hefji sem fyrst skoðun á því hvaða persónuupplýsingum er verið að safna og hvort varsla og vinnsla þeirra sé hið minnsta í samræmi við núgildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000,
2. Sveitarfélög hugi að skipun persónuverndarfulltrúa. Mörg fyrirtæki og allar opinberar stofnanir verða að útnefna sérstakan persónuverndarfulltrúa. Hlutverk hans er að vera sérfræðingur viðkomandi aðila í persónuvernd og tengiliður milli stjórnenda, hinna skráðu og Persónuverndar. Persónuverndarfulltrúinn getur verið starfsmaður stofnunar eða fyrirtækis eða utanaðkomandi sérfræðingur. Þar sem starfsmenn eru færri en 250 eru þó vægari kröfur gerðar til skráarhalds persónuupplýsinga.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri vinni að málinu og komi með tillögur til byggðarráðs.

13.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1706197Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag um 756þús til viðhaldsliðar félagsíbúða, málaflokk 57. Hækkuninni verði mætt með lækkun á viðhaldslið eignasjóðs málaflokki 31090.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1611219Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

15.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 1609067Vakta málsnúmer

Á 779.fundi byggðarráðs var lagt fram bréf dagsett 7. mars 2017 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning ársins 2015 og fjárhagsáætlun 2017-2020.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og endurskoðanda sveitarfélagsins að gera drög að svari til nefndarinnar.
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri, Margeir Friðriksson sviðsstj. stjórns.- og fjárm.sviðs, Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari og Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG. fóru til fundar við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þann 15. júní 2017.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að litið verði til athugasemda nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar 2018-2021

16.Rekstrarupplýsingar 2017

Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-apríl 2017.

17.Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016

Málsnúmer 1706044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016.

18.Farskólinn - aðalfundur 2017

Málsnúmer 1704189Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Farskólans 2017.

19.Fundagerðir 2017 - SSNV

Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV þann 13. júní 2017.

Fundi slitið - kl. 12:08.