Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

611. fundur 29. nóvember 2012 kl. 09:00 - 11:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Skagaheiði - sýslumörk

Málsnúmer 1211204Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar. Rædd var vinna vegna skráningar á sýslumörkum á Skagaheiði, en uppi er ágreiningur á hluta merkjalínu.
Ingvari Páli er falið að halda áfram vinnu við að ná samkomulagi um sýslumörkin þannig að þrætusvæðið verði markað með beinni línu sem dregin er vestan við Hraunvatn að Þrívörðuhóli.

2.Brunavarnir - Gjaldskrá

Málsnúmer 1211029Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar 2013 var vísað til byggðarráðs frá 79. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

GJALDSKRÁ
Brunavarna Skagafjarðar

I. KAFLI
Almennt.

1. gr.
Verkefni Brunavarna Skagafjarðar (BS) ákvarðast annarsvegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hinsvegar af ákvæðum í Brunavarnaáætlun BS.

2. gr.
BS innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.

3. gr.
Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum og/eða fellur að markmiðum sem BS eru sett í Brunavarnaáætlun.

II. KAFLI
Lögbundin verkefni.

4. gr.
Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga. Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 9.600 krónur.

5. gr.
Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.
Fyrir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 9.600 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 38.400 kr., auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

6. gr.
Öryggisvaktir á mannvirki.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 38.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.

7. gr.
Lokun mannvirkis.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimt er 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 38.400 kr., auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir.

8. gr.
Dagsektir.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimt er 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

9. gr.
Öryggis- og lokaúttektir.
Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 19.200 kr. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir.

10. gr.
Útköll vegna brunaviðvörunarkerfa.
Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð.
Innheimt er fast gjald fyrir eina klukkustund, 9.600 kr., fyrir eftirlitið. Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 6. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

11. gr.
Umsagnir.
Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Innheimt er fast gjald, 9.600 kr. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 38.400 kr., auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

III. KAFLI
Önnur verkefni og þjónusta.

12. gr.
Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni falla þó að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa sveitarfélagsins, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.
Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 17.500 krónur nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hér er tekið tillit til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið. Þess er gætt að gjaldið endurspegli eftir bestu getu raunkostnað.

13. gr.
Ráðgjafarþjónusta.
Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfssemi, er þjónustan gjaldskyld. Innheimtar eru 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

14. gr.
Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.
Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir. Innheimt er að lágmarki 38.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.

15. gr.
Viðbúnaður utan gildissviðs laganna.
Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögum þessum. Lögin gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Lögin taka ekki til eldvarna í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal slökkviliðsstjóri innheimta fyrir tæki og vinnu samkvæmt gjaldskrá ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 140.000 kr., auk 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

16. gr.
Upphreinsun.
Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal slíku tilviki.
Slökkviliðsstjóri skal innheimta samkvæmt gjaldskrá fyrir vinnu við upphreinsun, efni sem notuð eru til upphreinsunar, meðhöndlun og förgun þeirra, ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 140.000 kr., auk 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

17. gr.
Verðmætabjörgun og vatnslekar.
Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Slökkviliðsstjóri skal innheimta gjald fyrir vinnu samkvæmt gjaldskrá ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 140.000 kr., auk 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

18. gr.
Tækjaleiga.
Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.
Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagning á tækjum er endurskoðuð árlega.
Tæki BS skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimt er að lágmarki 38.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.

19. gr.
Annað.
Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum eða er í samræmi við Brunavarnaráætlun BS. Innheimt skal fyrir alla vinnu og tæki. Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.

IV. KAFLI
Innheimta.

20. gr.
BS annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
Gjöldum sem til eru komin vegna aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 6. gr. t.o.m. 11. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr., 3. og 4. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.

V. KAFLI
Gildistaka og lagastoð.

21. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, er samin og samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

3.Gjaldskrá 2013 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1211126Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar var vísað til byggðarráðs frá 79. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Gjaldskrá árið 2013
Fyrir Sauðárkrókshöfn, Hofsóshöfn og Haganesvíkurhöfn.


Almenn ákvæði.
1. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Sauðárkrókshöfn, Hofsóshöfn og Haganesvíkurhöfn er sett samkv. heimild í 17. grein hafnalaga nr. 61/2003 ásamt breytingu með lögum nr. 28/2007, 145/2007 og 88/2010.
Gjaldskráin er við það miðuð að hafnirnar geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri sbr. 5 tölulið 3 gr. hafnalaga.

Um gjaldtöku tengdri stærð skipa.
2. gr.
Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

Skipagjöld.
4. gr.
Lestargjöld.
Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 14,34 á mælieiningu samkv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

Bryggjugjöld.
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða samkvæmt eftirfarandi:
Skip við bryggju kr. 6,53 á mælieiningu fyrir hverja byrjaða 24 tíma, sem skip liggur bundið.

Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum allt að 100 brt. og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 91,40 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 6.800,00 á mánuði.
Árgjald báta 0-20 brt. kr. 48.687,00.

Einkaleiga við flotbryggju og harðviðarbryggju verði:
Árgjald kr. 97.000,00
Mánaðargjald kr. 12.125,00

Bátar allt að 20 brt. greiði kr. 6.800,00 fyrir hvern mánuð, bátar undir 6 mtr. greiði ½ gjald.

Bátar yfir 20 brt. og allt að 50 brt. greiði kr. 9.730,00 fyrir hvern mánuð.

Bátar yfir 50 brt. og allt að 100 brt. greiði kr. 13.600,00 fyrir hvern mánuð.

Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.

Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta sem óska eftir langtíma viðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.

Undanþegin greiðslu bryggjugjalds eru herskip, varðskip og skip, sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi þau hljóti ekki frekari þjónustu.


Vörugjöld.
5. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur.

6. gr.
Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.

7. gr.
Af vörum, sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vörugjald.
Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar á land.

8. gr.
Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:
a) Umbúðir sem endursendar eru.
b) Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
d) Úrgangur til eyðingar.

9. gr.
Vörugjald reiknast eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóri eða afgreiðslumaður skips skal láta höfninni í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn.
Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

10. gr.
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og hér segir.
Vörugjaldskrá:
1. fl.: Gjald kr. 263,73 fyrir hvert tonn:
Heilfarmar og stórsekkjavara, svo sem, kol, laust korn, salt, vikur, sandur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

2. fl.: Gjald kr. 330,51 fyrir hvert tonn:
Benzín, brennsluolíur, lýsi og fiskimjöl.

3. fl.: Gjald kr. 548,17 fyrir hvert tonn:
Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingarframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir.

4. fl. Gjald kr 1.572,49 fyrir hvert tonn:
Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í flokkum 1-3.

5. fl.: Gjald 1,6%. Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.
Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis.
Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.
Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.
Um aflagjald af grásleppuhrognum gildir sama regla og með landaðan bolfisk og skal útgerðarmaður eða verkandi skila til hafnaryfirvalda skýrslum um heildar verðmæti hrognana.Verði þeim ekki skilað munu hafnaryfirvöld ná í þær tölur inn á vefsíðu Fiskistofu sem vigtarmenn hafa aðgang að.
Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.
Lágmark í öllum flokkum er kr. 190,00.


Leiga á gámasvæði.
11. gr.
Leiga fyrir geymslusvæði skal vera eftirfarandi:
Geymsla á malbikuðu svæði pr. fermeter á mánuði, kr. 103,00.
Geymsla á ómalbikuðu svæði pr. fermeter á mánuði kr. 51,00.
Langtímaleiga fyrir 40´geymlugáma trillukarla kr. 11.337,00 pr. ár.

Sorphirða.
12. gr.
Öll skip er koma til hafnar greiði kr. 5.715,00 í hvert skipti, losi skipið sig við sorp.
Öll skip er koma til hafnar greiði urðunargjald, kr. 17,00 fyrir hvert kíló af sorpi sem skip losar sig við.
Skemmtibátar greiði kr. 1.050,00 á ári.

Hafnsögugjöld.
13. gr.
Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:
a) Fyrir leiðsögu til hafnarinnar, að bólvirki eða lægi kr 16.980,00 fyrir hvert skip. Fyrir leiðsögu frá bólvirki eða lægi og úr höfninni greiðist sama gjald.

Þjónusta hafnsögubáts.
14. gr.
Fyrir flutning á hafnsögumanni greiðist kr. 18.765,00.

Festargjöld.
15. gr.
Festargjald dagvinna kr. 9.900,00.
Festargjald næturvinna kr. 16.724,00.
Festargjöld stórhátíðarvinna kr. 19.975,00.
Gjaldið miðast við einn mann.
Þegar skip leggur að bryggju skal starfsmaður hafnarinnar taka á móti því, en þó er heimilt að veita undanþágu frá þessari reglu í sérstökum tilfellum.


Vatnssala.
16. gr.
Vatnsgjald:
Kalt vatn til skipa kr. 250,00 á m3.
Lágmarksgjald miðað við 10 m3.
Útkall milli kl. 17:00 og 08:00 virka daga svo og um helgar og helgidaga, greiðist sérstaklega kr. 4.181,00 pr. klst.


Rafmagnssala.
17. gr.

Rafmagn:
Sauðárkrókshöfn kr. 18,30 á kwst.
Hofsóshöfn kr. 18,30 á kwst.
Haganesvík kr. 18,30 á kwst.
Tengilgjald kr. 3.480,00.
Rafmagn á flotbryggju og harðviðarbryggju er með 10% afslætti.
Rafmagnsgjöld geta tekið breytingum án fyrirvara vegna gjaldskrárbreytinga birgja hafnarinnar hverju sinni.
Útkall milli kl. 17:00 og 08:00 virka daga svo og um helgar og helgidaga, greiðist sérstaklega kr. 4.181,00 pr. klst.

Vigtargjald.
18. gr.
Vigtargjöld:
Vigtun á sjávarfangi kr. 143,00 á tonn, þó ekki lægra en kr. 1.430,00.
Öll almenn vigtun kr. 198,00 á tonn þó ekki lægra en kr. 1.980,00.
Einstök vigtun kr. 1.980,00.

Þjónustugjöld fiskiskipa undir 100 brt.
Vigtunargjald pr. vigtun kr. 793,00.
Kranagjald pr. hvert byrjað tonn kr. 380,00.
Kalt vatn pr. löndun kr. 110,00.
Sorpgjald pr. mánuð kr. 440,00.

Milli kl. 17:00 og 22:00 verða einnig innheimtir 2 tímar í næturvinnu.
Eftir kl. 22:00 til 08:00 næsta dag, svo og laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga, verða, ef nauðsynlegt reynist að ræsa út til vigtunar á þeim tíma, innheimtir 4 tímar í næturvinnu samkvæmt gjaldskrá. Deilist á milli báta séu fleiri en einn að landa á svipuðum tíma.

Úrtaksvigtun. Af sjávarafla frystitogara eða öðrum þeim skipum er frumlanda sjávarfangi í Sauðárkrókshöfn skal greiða skráningargjald sem er kr. 143,00 á landað tonn ef skráð er í GAFL, kerfi Fiskistofu.

Útkall milli kl. 17:00 og 08:00 virka daga svo og um helgar og helgidaga, greiðist sérstaklega kr. 4.181,00 pr. klst., getur tekið breytingum án fyrirvara með nýjum kjarasamningum.


Hafnavernd.
19. gr.
Gjald vegna hafnaverndar er eftirfarandi.
Öryggisgjald (fastagjald) kr. 28.525,00.
Öryggisgæsla:
a) dagvinna kr. 2.2.475,00,
b) næturvinna kr. 4.181,00.
Getur tekið breytingum án fyrirvara með nýjum kjarasamningum.


Um innheimtu og greiðslu gjalda.
20. gr.
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra gjalda skv. gjaldskrá þessari og skal greiða gjöldin á skrifstofu sveitarfélagsins. Heimilt er að leita samþykkis skrifstofunnar til notkunar greiðslumiðlunar við uppgjör skulda.
Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

21. gr.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Hafnarsjóðs Skagafjarðar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. reglugerðar nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskýrteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.
Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

22. gr.
Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema um annað sé sérstaklega samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.
Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

23. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með að för að undangengnum dómi.
Skipagjöld eru tryggð með með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingafé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. Ákvæði 2 mgr. 21. gr. hafnarlaga nr. 61/2003. Hafnarsjóði Skagafjarðar er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.

24. gr.
Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Hafnarsjóði Skagafjarðar er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3 tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Gjaldskrá fasteignagjalda 2013

Málsnúmer 1211203Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að eftirtaldir skattar og gjöld verði innheimt við álagningu fasteignagjalda árið 2013:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr/m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr/m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr/m2

Vatnsgjald 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra 38,50 kr. og hámarksgjald pr. rúmmetra 45,50 kr.

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun:
1. gr.
Sorphirðugjald, íbúðarhúsnæði 16.000 kr.
Sorpeyðingargjald, íbúðarhúsnæði 14.000 kr.

2. gr.
Sorpeyðingargjöld:
Býli/bújarðir með atvinnustarfsemi 42.500 kr.
Íbúðarhúsnæði í dreifbýli 14.000 kr.
Sumarbústaðir 14.000 kr.
Hesthús á skipulögðum svæðum í þéttbýli 3.000 kr. hver séreign.

Fráveitugjald 0,275%

Upphafsálagning fasteignagjalda 2013:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2013 til 1. september 2013. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2013. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigisíðar en 10. maí 2013, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2013 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fasteignagjalda og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.

5.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2013

Málsnúmer 1211205Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.

4. grein verði svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2013. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2011. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2012 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.491.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.358.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.358.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.549.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

6.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1211206Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar.
Byggðarráð samþykkir óbreyttar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.

7.Tilnefning tveggja fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Nl.v.

Málsnúmer 1211170Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa sveitarfélagsins í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson og Þorsteinn Tómas Broddason verði fulltrúar sveitarfélagsins á samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.

8.Erindi frá Sigurjóni Þórðarsyni

Málsnúmer 1211207Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni fulltrúa Frjáslyndra og óháðra þar sem hann óskar eftir gögnum og upplýsingum varðandi vinnslu umsagnar sveitarfélagsins til innanríkisráðuneytisins, vegna kæru hans á sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar til ráðuneytisins, fyrir að hafa ekki orðið við beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Þakka fyrir að fá loksins að sjá beiðni sveitarfélagsins til lögfræðings sem fenginn var til þess að taka saman umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins, vegna kæru sveitarstjórnarfulltrúa til þess að fá aðgang að gögnum samanber 28. grein sveitarstjórnarlaga. Vonandi verður þetta skref til þess að upplýsa málið og koma því úr umræddu kæruferli.

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri óskar bókað:
Sveitarstjórnarfulltrúi frjálslyndra og óðháðra í sveitarstjórn Sigurjón Þórðarson, ritaði sveitarstjóra tölvupóst hinn 27.11. 2012 um að tilgreint ?mál fái umræðu á næsta fundi Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar?. Í tölvupóstinum er vísað til annars tölvupósts frá 21.11. 2012 þar sem viðkomandi málefni koma fram. Sveitarstjórnarfulltrúum í sveitarfélaginu ætti að vera efni þess tölvupósts kunnugt þar sem framangreindur sveitastjórnarfulltrúi sendi afrit beggja framangreindra tölvupósta til þeirra og fleiri aðila.

Í tilefni af þessum tölvupóstum hefur nú liðurinn 1211207 verið settur á dagskrá fundar byggðarráðs 29.11 2012. Erindi sveitastjórnarfulltrúans er skilið svo að óskað er eftir upplýsingum og umræðum um eftirgreind fjögur atriði:

I) Upplýsingar um samskipti við lögmann og um gögn sem fylgt hafi erindi sveitarstjóra til hans.
Fyrst var haft samband símleiðis við umræddan lögmann Arnór Halldórsson hdl. í tengslum við það að kæra sem send var inn til ráðuneytisins af sveitarstjórnarfulltrúanum var framsend af innanríkisráðuneytinu til úrskurðarnefndar upplýsingamála með bréfi 10.09. 2012. Var erindið að kanna hvort lögmaðurinn væri tilbúinn að vera sveitarfélaginu innan handar með umsögn sem úrskurðarnefndin veitti sveitarfélaginu kost á að senda um kæruna. Lögmaðurinn var tilbúinn að aðstoða svo sem um var beðið. Skömmu síðar, eða 20.09. 2012, var verkbeiðnin afturkölluð þar sem ljóst þótti að málið ætti ekki undir úrskurðarnefndina. Síðan þegar sveitarfélaginu barst erindi frá innanríkisráðuneytinu um að málið yrði tekið til meðferðar þar, sbr. bréf ráðuneytisins dags. 17.10. 2012 var aftur haft samband við sama lögmann og hann inntur eftir því hvort hann gæti skoðað málið fyrir sveitarfélagið. Þar sem hann þekkti málavöxtu var erindið stutt, sbr. tölvupóst:

?Sæll Arnór,
Margeir hafði samband við þig á sínum tíma þegar þessi kæra kom til okkar frá úrskurðarnefnd upplýsingamála, nú hefur því verið vísað frá og innanríkisráðuneytið tekið kæruna til meðferðar. Er möguleiki að þú getir skoðað þetta fyrir okkur?
Bestu kveðjur
Ásta?

Þessum tölvupósti fylgdi erindið frá innanríkisráðuneytinu. Lögmaðurinn var síðan í sambandi við fjármálastjóra sveitarfélagsins og kallaði eftir tölvupóstsamskiptum við viðkomandi fulltrúa og tilvísanir í fundargerðir, en útvegaði sér sjálfur önnur gögn af netinu. Kæruna hafði hann fengið áður, sbr. framanritað. Að svo stöddu kallaði hann ekki eftir ítarlegum gögnum þar sem honum sýndist rétt að ráðuneytið ætti að vísa málinu frá. Litið er á innihald viðkomandi tölvupósta sem vinnugögn.

Upplýsingar um áfallinn lögfræðikostnað af umsögninni liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að reikningur berist fljótlega fyrir þeim kostnaði sem er áfallinn vegna umsagnarinnar.

II) Ósk um að ?gögn og skýringar verði lagðar á borðið?.
Skal hér reynt að ráða í það sem hér gæti verið um að ræða. Sýnist það vera það sem í áðurgreindum tölvupósti frá 21.11. 2012 er sagt vera ?Eðlilegar upplýsingar um stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins á kjörtímabilinu?. Af samhenginu má ráða að hér sé átt við yfirstandandi framkvæmdir við Árskóla. Gögn er varða framkvæmdina og það sem til umfjöllunar hefur verið er að finna í fundargátt, einnig er búið er að bjóða fulltrúanum að skoða þau gögn sem til staðar eru hjá byggingafulltrúa. Er slíkt í samræmi við 2. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga. Eðlilegt er að fulltrúinn nýti sér þennan aðgang, en það hefur hann ekki gert, og geri að því loknu grein fyrir því hvað honum þykir skorta á um upplýsingagjöfina.

III) Óskað er eftir að fá ?upplýsingar um fjármögnunarsamning?.
Áður hefur komið fram, m.a. í máli fulltrúans sjálfs, t.d. á 602. fundi byggðarráðs að viðkomandi samningur sé ekki fyrirliggjandi. Hins vegar hefur komið fram að sveitarfélaginu standi til boða fjármögnun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Fjármögnun stendur sveitarfélaginu til boða víðar, m.a. hjá viðskiptabanka sínum. Þar til gengið verður frá langtímafjármögnun er sveitarfélagið fjármagnað með venjubundnum og eðlilegum hætti, samkvæmt áætlunum, svo sem gerð hefur verið grein fyrir bæði í sveitarstjórn og byggðarráði sem og gagnvart innanríkisráðuneytinu. Rétt er að benda á að til fjármögnunarsamnings við Kaupfélag Skagfirðinga eða aðra mun ekki koma nema með samþykki sveitarstjórnar.

IV) Óskað er eftir að fá upplýsingar um verksamning.
Samkvæmt upplýsingum frá formanni byggingarnefndar Árskóla verður endanlegur verksamningur ræddur í nefndinni á næsta fundi þeirrar nefndar sem ráðgert er að verði haldinn fljótlega. Gert er ráð fyrir því að hann verði tekinn fyrir á fundi byggðarráðs þegar um hann hefur verið fjallað í byggingarnefnd Árskóla, enda er eðlilegur farvegur málsins að fyrst sé um hann fjallað í byggingarnefndinni þar sem hún skal m.a. hafa yfirumsjón með nýframkvæmdum við skólann.

Áður hafa einstakir efnisþættir verksamnings verið kynntir byggðarráði, m.a. á 600. fundi dags. 23.08. 2012. Þeir verktakar sem unnið hafa að verkinu hafa hingað til starfað skv. þeim einingaverðum sem fram komu í tilboðum þeirra.

Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Jón Magnússon óska bókað:
Ítrekað er að engum gögnum hefur verið haldið frá sveitarstjórnarfulltrúanum. Gögnum er varða framkvæmdina og það sem til umfjöllunar hefur verið er að finna í fundargátt. Ýmis gögn og teikningar er málinu tengjast hafa verið kynnt eftir því sem þau leggjast til, en nálgast má gögn um framkvæmdina í heild sinni hjá umhverfis- og tæknisviði. Þá hefur fulltrúinn verið hvattur til að skoða þau gögn sem til staðar eru hjá byggingarfulltrúa.

Þorsteinn Broddason óskar bókað:
Það er ljóst að ekki er rétt að öll gögn sem eru til hafa ekki verið aðgengileg jöfnum höndum. Eins og bókað var á fundi byggðarráð 6. september 2012 var um helmingur gagna hönnunarfunda bygginganefndar Árskóla birtur á einu bretti í ágúst 2012, en þar voru gögn sem voru dagsett 1. febrúar 2012 en höfðu ekki áður verið birt minnihluta í sveitarstjórn. Meirihlutinn hefur lofað betrun og ber að virða þá ákvörðun hans.

9.Auglýsing um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 1211164Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu þar sem tilkynnt er annars vegar um auglýsingu í Stjórnartíðindum, um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga (B976) og hins vegar um auglýsingu um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna (B977).
Byggðarráð vísar erindinu til starfshóps sem er að gera breytingar á núgildandi samþykktum sveitarfélagsins.

10.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-október 2012.

Fundi slitið - kl. 11:35.