Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

776. fundur 02. mars 2017 kl. 09:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í forföllum Bjarna Jónssonar (V) sat fundinn varamaður hans Hildur Þóra Magnúsdóttur (V).

1.Ísland Ljóstengt - áframhaldandi uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði.

Málsnúmer 1703007Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti verkefnið Ísland ljóstengt. Lagður fram samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017 í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samningsaðilar eru Fjarskiptasjóður og Sveitarfélagið Skagafjörður. Sveitarfélagið mun nýta styrkinn til þess að tengja 151 stað við ljósleiðarakerfið á árinu 2017. Fjárhæð styrksins er 53.838.800 kr.

2.Leikskólinn á Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 119. fundar fræðslunefndar, 9. febrúar 2017 varðandi leikskólann á Hofsósi. Leggur nefndin til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið fyrir í Félagsheimilinu Höfðaborg.

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Lengi hefur verið vitað að núverandi húsnæði leikskólans Barnaborgar að Suðurbraut 7 á Hofsósi er óhentugt fyrir þá starfsemi sem er í húsinu, bæði fyrir börn og ekki síður fyrir starfsmenn leikskólans. Húsið er gamalt og þarfnast verulegra úrbóta eigi það að standast nútíma kröfur um leikskóla. Rakaskemmdir í húsinu hafa komið í ljós og nú er svo komið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur sent sveitarfélaginu bréf þar sem fram kemur að starfsleyfi leikskólans verði fellt úr gildi frá og með 1. maí n.k. og því ljóst að finna verður leikskólanum annað húsnæði þar sem ekki er boðlegt fyrir nemendur og kennara að vera á núverandi stað.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er.

Forgangsatriði er að koma börnum og kennurum úr núverandi húsnæði sem fyrst í tímabundið húsnæði þar til nýtt húsnæði leikskólans verður tekið í notkun.

Þann 9. febrúar 2017 bókaði fræðslunefnd um málið þar sem nefndin leggur til að skoðað verði að koma leikskólanum tímabundið inn í Höfðaborg. Margar leiðir til lausnar á þessu máli hafa verið skoðaðar og er það mat byggðarráðs að skynsamlegast sé að flytja leikskólann tímabundið inn í húsnæði Höfðaborgar þar til framtíðarlausn leikskólans er tilbúinn. Þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í til þess að því geti orðið taka ekki langan tíma og verða afturkræfar að fullu.

Hönnun á leikskóla inn í Höfðaborg liggur að mestu fyrir og samþykkir byggðarráð að farið verði í framkvæmdina hið fyrsta.

Jafnframt býður byggðarráð hússtjórn Höfðaborgar á fund ráðsins en ljóst er að þessar framkvæmdir munu þrengja tímabundið að aðstöðu í húsinu þar sem áætlað er að taka austursal hússins undir starfssemi leikskólans.

Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Hildur Þóra Magnúsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

3.Leikskólahúsnæðið á Hofsósi

Málsnúmer 1702189Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2017 frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur þar sem þau óska eftir að kaupa fasteignina Suðurbraut 7 á Hofsósi þar sem leikskólinn Barnaborg er rekinn í dag. Áður á dagskrá 775. fundar byggðarráðs, 23. febrúar 2017.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið en hafnar því. Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi leikskólans Barnaborgar í Félagsheimilið Höfðaborg innan skamms tíma. Byggðarráð vill benda á að þegar fasteignin Suðurbraut 7 verður auglýst til sölu geti bréfritarar sent inn tilboð í eignina hafi þau áhuga á því.

4.Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 1702318Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 23. febrúar 2017 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2017. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda umsókn í sjóðinn.

5.Ísorka - uppsetning rafhleðslustöðvar fyrir bifreiðar

Málsnúmer 1702186Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf frá Ísorku, móttekið 15. febrúar 2017, þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu að tengja rafhleðslustöð, sem það fékk að gjöf frá Orkusölunni, við rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.

6.Staðsetning hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði

Málsnúmer 1604067Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. febrúar 2017 frá Rauða krossinum í Skagafirði varðandi staðsetningu hjartastuðtækja hjá sjálfboðaliðum RKÍ í Skagafirði. Erindið áður á dagskrá 740. fundar byggðarráðs, 12. maí 2016. Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Karl Lúðvíksson frá Rauða krossinum í Skagafirði og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri til viðræðu.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Neyðarlínuna.

7.Hugmyndir um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1701315Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Arctic Friends ehf. dagsett 22. febrúar 2017 þar sem félagið óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki og lán á uppstoppuðum ísbirni til sýningarhalds.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

8.Beiðni um afslátt af fasteignagjöldum - Tjarnarbær

Málsnúmer 1703006Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2017 frá stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings þar sem óskað er eftir styrk til lækkunar á fasteignagjöldum sem lögð eru á fasteignir félagsins, Tjarnarbæ og Torfgarð.

Byggðarráð samþykkir með tilvísun í 2. grein, e) lið, reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að hafna erindinu þar sem Hestamannafélagið Skagfirðingur nýtur rekstrarstyrkja frá sveitarfélaginu.

9.Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 1611020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. febrúar 2017, þar sem boðað er til XXXI. landsþings sambandsins föstudaginn 24. mars 2017.

Fundi slitið - kl. 11:20.