Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

766. fundur 01. desember 2016 kl. 09:00 - 13:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir dagskrárliðum númer 8 og 9. Viggó Jónsson, varamaður hans kom inn á fundinn í hans stað.

Helgi Sigurðsson,formaður aðalstjórnar Tindastóls og Magnús Helgason,gjaldkeri aðalstjórnar Tindastóls sátu fundinn undir dagskrárliðum númer 3,4 og 5.

1.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2017

Málsnúmer 1611092Vakta málsnúmer

Tillaga um gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga lögð fram. Málið áður á dagskrá 764. fundar byggðarráðs, sem samþykkti að vísa tillögu Bjarna Jónssonar til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Byggðarráð samþykkir að taka tillöguna til afgreiðslu.

Byggðarráð samþykkir að aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ verði á árinu 2017, 1.600 kr. fyrir einstaklinga, 1.200 kr. fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri. Byggðarráð samþykkir jafnframt að á árinu 2018 verði aðgangur að Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ 1.700 kr. fyrir einstaklinga, 1.300 kr. fyrir hópa og námsmenn og gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri.

Bjarni Jónsson gerir tillögu um að aðgangseyrir fyrir hópa verði 1.500 kr. pr. mann á árinu 2018. Byggðarráð samþykkir tillöguna.

2.Gjaldskrár 2017 - íþróttamannvirki

Málsnúmer 1610355Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um eftirfarandi breytingu á gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2017 frá því sem samþykkt var á 764. fundi byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir að leiga pr. skipti verði í íþróttahúsi Sauðárkróks, 3/3 salur 10.500 kr., 2/3 salur 7.900 kr., 1/3 salur 4.100 kr. og leiga pr. skipti í Íþróttamiðstöðinni Varmahlíð, 1/1 salur 7.500 kr.

3.Beiðni um aukna gæslu í íþróttahúsi - UMF Tindastóll

Málsnúmer 1611038Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 26. október 2016 frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls varðandi gæslu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki eftir skóla.

Byggðarráð samþykkir að auka gæslu í íþróttahúsi þannig að það séu starfsmenn af báðum kynjum á vakt virka daga til kl. 16 á skólatíma. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

4.Vegna eignarhlutar í Bifröst

Málsnúmer 1607152Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 1. apríl 2016 frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls vegna skráðs eignarhlutar ungmennafélagsins í Félagsheimilinu Bifröst, Sauðárkróki.

Ungmennafélagið Tindastóll afhendir 5% eignarhlut sinn í Félagsheimilinu Bifröst til Sveitarfélagsins Skagafjarðar endurgjaldslaust. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.

5.Styrkur Sveitarfélagsins Skagafjarðar til UMFT

Málsnúmer 1607151Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 1. apríl 2016 frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls varðandi ósk um að fjárhagsstyrkur sveitarfélagsins til ungmennafélagsins verði hækkaður frá því sem verið hefur.



Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2017.

6.Beiðni um fjárveitingu í viðhald - Félagsheimilið Melsgil

Málsnúmer 1611228Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 26. október 2016 frá húsnefnd Félagsheimilisins Melsgils varðandi viðhald hússins og ósk um fjármagn til þess af fjárhagsáætlun ársins 2017. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2017.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1611247Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

8.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1611296Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 8 við fjárhagáætlun ársins 2016 um að fjárfestingarliður eignasjóðs verði hækkaður um 12.495.000 kr. Hækkun framkvæmdafjár verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.



Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og inn kom varamaður hans Viggó Jónsson.

9.Mótun ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 1611295Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Mótunar ehf um að Sveitarfélagið Skagafjörður leggi fram aukið hlutafé.



Byggðarráð samþykkir að fela endurskoðanda sveitarfélagsins að leggja mat á og greina stöðu og fjárhagslegar skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart Mótun ehf. áður en afstaða er tekin til þess hvort veita eigi heimildir til að leggja Mótun ehf. til meira hlutafé en orðið er.



Stefán Vagna Stefánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og inn koma varamaður hans Viggó Jónsson.

10.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1611297Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að gerð verði breyting á framkvæmdaáætlun eignasjóðs 2016 þannig að 140 milljónir króna verði fluttar af framkvæmdum við sundlaug á Sauðárkróki yfir á nýtt verkefni, gervigrasvöll á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Hönnun við breytingar á Sundlaug Sauðárkróks standa enn yfir og ekki verður mögulegt að hefja framkvæmdir við hana fyrr en á árinu 2017. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

11.Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras

Málsnúmer 1609323Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að hönnun að gervigrasvelli á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir halda áfram miðað við fyrirliggjandi drög.

12.Lóð 146715 á Hofsósi

Málsnúmer 1611239Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 22. nóvember 2016 frá Olíudreifingu ehf. varðandi lóð 146715 á Hofsósi. Óskar félagið eftir yfirlýsingu sveitarfélagsins á því að sveitarfélagið hafi yfirtekið lóðina með öllu því sem henni tilheyrir og geri ekki frekari kröfur á hendur Olíudreifingar vegna hennar.

Byggðarráð samþykkir að gefa út yfirlýsingu til Olíudreifingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.

13.Fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, nýframkvæmdir og viðhald.

14.Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2026 og umhverfisskýrslu - Landsnet

Málsnúmer 1611202Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2016 frá Landsneti hf varðandi tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.

15.Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins - til almennrar kynningar

Málsnúmer 1611282Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins.



16.Verstöðin Ísland

Málsnúmer 1611283Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt frá Íslenska sjávarklasanum Verstöðin Ísland: Hagræðing og landfræðileg samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi 1993-2013.

Fundi slitið - kl. 13:00.