Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

757. fundur 15. september 2016 kl. 09:00 - 10:08 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ábyrgð á lántöku Norðurár bs. 2016

Málsnúmer 1609133Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 8. september 2016 frá stjórn Norðurár bs. þess efnis að sveitarfélagið veiti byggðasamlaginu einfalda ábyrgð á allt að 250 milljón króna láni frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. og veð í tekjum, í hlutfalli við skiptingu stofnfjár í Norðurá bs. pr. 31.12. 2009, eða 64,8%. Lánið er ætlað til framkvæmda við stækkunar urðunarhólfs í Stekkjarvík.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að afgreiða málið með eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 250.000.000 kr. til allt að 8 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðarins Stekkjarvíkur við Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Sveitarfélagið Skagafjörður selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Skagafjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

Samþykkt samhljóða.

2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 1609067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. september 2016 frá eftilitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varandi ársreikning 2015. Í bréfinu segir að þrátt fyrir að sveitarfélagið standist jafnvægisreglu og skuldareglu sveitarstjórnarlaga telur eftirlitsnefndin rétt að óska eftir nánari upplýsingum um fjármálin og fyrirætlan sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 79. gr. sveitarstjórnarlaga um heildarmat á fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins. Einnig óskar nefndin eftir gerð útkomuspár fyrir árið 2016 með samanburði við fjárhagsáætlun 2016. Svör óskast send fyrir 1. október 2016.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa drög að svari og leggja fyrir byggðarráð.

3.Fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar 2017.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna áfram að ramma fjárhagsáætlunar 2017.

4.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016

Málsnúmer 1609130Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. september 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, þann 23. september 2016 á Hilton Reykjavík Nordica.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum.

5.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - aðalfundur 2016

Málsnúmer 1609131Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. september 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, þann 23. september 2016 á Hilton Reykjavík Nordica.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

6.Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 1609143Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Mílu ehf., dagsettur 10. september 2016 varðandi ljósleiðaravæðingu í dreifbýli á Íslandi. Lýst er yfir áhuga Mílu ehf. á verkefnum við lagningu ljósleiðara í dreifbýli og vilja til vinna með sveitarfélögum að þeim.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar.

7.Viðgerð á girðingu Víðimýrarkirkjugarðs

Málsnúmer 1609149Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 7. september 2016 frá sóknarnefnd Víðimýrarkirkju varðandi endurbætur á girðingu í kringum Víðimýrarkirkjugarð. Óskað er eftir að sveitarfélagið taki þátt í efniskostnaði í samræmi við viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

8.Fundagerðir 2016 - Samtök sjávarútvegs sv.fél

Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 28. fundi þann 4. ágúst 2016 og 29. fundi þann 5. september 2016.

Fundi slitið - kl. 10:08.