Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

580. fundur 26. janúar 2012 kl. 09:00 - 11:12 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Útgreiðsla úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.

Málsnúmer 1110192Vakta málsnúmer

Erindið áður tekið fyrir á 576. fundi byggðarráðs. Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Jón Karlsson til viðræðu. Mælti hann með tveimur forgangsverkefnum; lyfta í Safnahús Skagfirðinga og lagfæring gangstéttabrúna við gatnamót.

2.Endurnýjun samnings við Náttúrustofu

Málsnúmer 1201141Vakta málsnúmer

Erindið áður lagt fram til kynningar á 579. fundi byggðarráðs. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá umhverfisráðuneytinu til Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi endurnýjun samninga ráðuneytisins og náttúrstofa.

3.Málefni Kolkuóss í Skagafirði

Málsnúmer 1201076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kolkuós ses varðandi áform félagsins um uppbyggingu í Kolkuósi.

4.Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar

Málsnúmer 1201106Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur á milli Flugu ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu og umsagnar félags- og tómstundanefndar.

5.Umsókn um styrk 2012

Málsnúmer 1201169Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Icefitness ehf um styrk að upphæð 50.000 kr. til verkefnisins Skólahreysti 2012.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu fræðslunefndar.

6.Veraldarvinir - fyrirspurn

Málsnúmer 1201148Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Veraldarvinum þar sem samtökin bjóða sveitarfélaginu sjálfboðaliða í ýmis verkefni á árinu 2012.

Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar hjá fastanefndum sveitarfélagsins.

7.Hluthafafundur

Málsnúmer 1201201Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð og dagskrá hluthafafundar Gagnaveitu Skagafjarðar þann 1. febrúar 2012.

8.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Óbyggðanefnd varðandi frest fjármálaráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum á Norðvesturlandi, Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga. Framhald mála, berist óbyggðanefnd slíkar kröfur. Veittur var frestur til 31. mars 2012.

Fundi slitið - kl. 11:12.