Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

555. fundur 26. maí 2011 kl. 09:00 - 09:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiði ehf

Málsnúmer 1105189Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð frá formanni Eyvindastaðarheiðar ehf, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, um aðalfund Eyvindastaðarheiðar ehf. fyrir árin 2009 og 2010. Fundurinn verður í húsnæði KPMG Borgarmýri 1a, Sauðárkróki fimmtudaginn 26.maí kl. 13:00

Ásta Björg Pálmdóttir verður fulltrúi sveitarfélagins á fundinum.

2.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer

Rekstrarupplýsingar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins lagðar fram.

3.Skólahreysti 2011 - ósk um styrk

Málsnúmer 1105171Vakta málsnúmer

Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir, sækja um 50.000 kr styrkt fyrir hönd Icefitness ehf, sem stendur fyrir verkefninu Skólahreysti. Verkefnið er í samstarfi við grunnskóla landsins, þar sem markmið er að auka hreyfingu unglinga og barna og gera heilbrigðan og góðan lífstíl eftirsóknarverðan.

Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000,- af málaflokki 21020

4.Sala félagslegs íbúðahúsnæðis

Málsnúmer 1105170Vakta málsnúmer

Erindi frá Guðna Kristjánssyni framkvæmdastjóra Varasjóðs Húsnæðismála, er varðar úthlutun framlaga vegna sölu félagslegs húsnæðis. Með samkomulagi milli velferðarráðherra og ráðherra f.h. ríksissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstrarframlög Varasjóðs húsnæðismála frá 23. nóvember 2010 verður 50 milljónum króna varið til greiðslu á framlögum vegna sölu félagslegs eignar- og leiguhúsnæðis á árinu 2011

5.Hjólað í vinnuna

Málsnúmer 1105087Vakta málsnúmer

Kristín Lilja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ hvetur, í tilefni átaksins "Hjólað í vinnuna", stjórnendur sveitarfélaga til að gera umhverfi hjólreiðamanna í sveitarfélögum landsins sem best. Verkefnisstjóra hafa borist ábendingar, frá þátttakendum átaksins, um að víða þurfu að betrumbæta í umhverfi hjólreiðamannsins.

6.Verðlaun Heimilis og skóla

Málsnúmer 1105221Vakta málsnúmer

Þrjú verkefni úr Skagafirði hlutu tilnefningar til Foreldraverðlauna Landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla.

Vinaverkefni í Skagafirði, sem er samstarfsverkefni grunn-, leik- og framhaldsskóla, íþróttahreyfingarinnar, frístundadeildar, og foreldra. Gaman saman, verkefni Leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla og Yndislestur verkefni Leikskólans Tröllaborgar og Grunnskólans austan vatna. Verðlaun hlaut Vinaverkefnið í Skagafirði.

Byggðarráð óskar þátttakendum verkefnanna innilega til hamingju með árangurinn og þakkar þá miklu vinnu sem liggur að baki verkefnanna.

Fundi slitið - kl. 09:50.