Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

745. fundur 16. júní 2016 kl. 09:00 - 09:45 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Forsetakosningar 2016

Málsnúmer 1605063Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

2.Garðsláttur vinnuskóla 2016

Málsnúmer 1606029Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldsskrá fyrir garðslátt vinnuskólans árið 2016 sem vísað var til byggðarráðs af 234. fundi félags- og tómstundanefndar þann 8. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

3.Helluland - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1606161Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1606157, dagsettur 13. maí 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Baldurs Reynis Sigurðssonar, kt. 261272-5129, Hellulandi, 551 Sauðárkrókur, f.h. Hvíta villan ehf. kt. 580314-0660, um leyfi til að reka gististað, heimagistingu í flokki I að Hellulandi, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Miðnætursund-Hofsósi

Málsnúmer 1604148Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 11. apríl 2016 frá Auði Björk Birgisdóttur og Rúnari Páli Hreinssyni, Grindum um leigu á sundlauginni á Hofsósi undir starfsemi Miðnæturbaða haustið 2016. Erindinu vísað frá 234. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir bókun félags- og tómstundanefndar.

5.Minjahús - aðgangseyrir

Málsnúmer 1606015Vakta málsnúmer

Á 33. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var samþykkt tillaga þess efnis að hafa gjaldfrjálsan aðgang að Minjahúsinu á Sauðárkróki út sumarið 2016. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi áhrif á tekjuáætlun Byggðasafnsins á árinu 2016. Nefndin samþykkir tillöguna og beinir henni til Byggðarráðs til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

6.Sauðárkróksrétt

Málsnúmer 1606025Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

7.Stefnumótandi byggðaáætlun

Málsnúmer 1606053Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. júní 2016 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi stefnumótandi byggðaáætlun 2017-2023 sem Byggðastofnun vinnur nú að. Óskað er eftir upplýsingum um það hverjar eru áherslur aðildarsveitarfélaga SSNV varðandi Byggðaáætlun.
Byggðarráð samþykkir að taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi.

8.Styrkbeiðni - rafræn útgáfa Íslendingasagna

Málsnúmer 1606151Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. júní 2016 frá Grifflu, bókaforlagi þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu á notendavænni rafrænni útgáfu af öllum Íslendingasögunum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við óskum um styrk.

9.Umsagnarbeiðni - umsókn Iceland Resources ehf um leyfi til leitar og rannsókna á málmum

Málsnúmer 1605134Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Orkustofnun, dagsett 17. maí 2016 varðandi beiðni um umsögn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2016

Málsnúmer 1606049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 3. júní 2016 frá innanríkisráðuneytinu varðandi greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2016.

11.Markaðsskrifstofa Norðurlands - ársreikningur

Málsnúmer 1606124Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2015 fyrir Markasskrifstofu Norðurlands.

12.Rafræn könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga 31.12. 2015

Málsnúmer 1603088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða á rafrænni könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga 31. desember 2015.

13.Varasjóður húsnæðismála - tilkynning vegna söluframlaga

Málsnúmer 1606150Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning dagsett 13. maí 2016 frá Varasjóði húsnæðismála vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði.

Fundi slitið - kl. 09:45.