Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

744. fundur 09. júní 2016 kl. 09:00 - 09:55 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál nr. 1605134 á dagskrá með afbrigðum.

1.Umsagnarbeiðni - umsókn Iceland Resources ehf um leyfi til leitar og rannsókna á málmum

Málsnúmer 1605134Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Orkustofnun, dagsett 17. maí 2016 varðandi beiðni um umsögn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina þar sem könnunarsvæði er ekki í Sveitarfélaginu Skagafirði.

2.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll

Málsnúmer 1604120Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Birni Sveinssyni, kt. 101052-2149, Varmalæk 2, dagsett 12. apríl 2016 þar sem hann óskar eftir að taka á leigu landspildu sveitarfélagsins sunnan við Bjarmaland/Hrímnishöll.
Byggðarráð samþykkti á 737. fundi sínum þann 20. apríl 2016 að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og veitunefndar. Umsögn hefur borist frá landbúnaðarnefnd sem leggur til að landið verði auglýst til leigu ásamt tveimur öðrum skikum í Steinsstaðabyggð.
Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að auglýsa ofangreind svæði til leigu sem landbúnaðarnefnd leggur til, í samráði við sveitarstjóra.

3.Ósk um leigu á jörðinni Hrauni í Unadal

Málsnúmer 1604228Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017 og nýta til beitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkti á 739. fundi sínum þann 4. maí 2016 að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið. Bókun 185. fundar landbúnaðarnefndar frá 6. júní 2016 er svohljóðandi: "Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs."
Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að auglýsa ofangreinda jörð til leigu í tengslum við sauðfjárbúskap, í samráði við sveitarstjóra.

4.Beiðni um viðræður um húsnæði Tónlistarskólans

Málsnúmer 1605178Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 19. maí 2016 frá Kiwanisklúbbnum Drangey, Lionsklúbbi Sauðárkróks og Rótarýklúbbi Sauðárkróks þar sem forsvarsmenn klúbbanna óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup eða leigu á húsnæði tónlistarskólans að Borgarflöt 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð þakkar erindið og áréttar að ekki er búið að taka ákvörðun um flutning tónlistarskólans. Í samræmi við bókun fræðslunefndar frá 16. mars 2016 er unnið að greinargerð um möguleika á því að færa tónlistarnám á Sauðárkróki að hluta eða öllu leyti inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, líkt og gert er í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna. Verði af flutningi tónlistarskólans verður fasteignin auglýst til sölu.

5.Kerfisáætlun 2016-2025 - matslýsing

Málsnúmer 1605196Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf. dagsettur 24. maí 2016 varðandi matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2016-2025. Í kerfisáætlun Landsnets er að finna yfirlit yfir áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á flutningskerfinu. Samhliða kerfisáætlun mun Landsnet vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, til að stuðla að bættri áætlanagerð og taka á kerfisbundinn hátt mið af umhverfissjónarmiðum við mótun áætlunarinnar. Matslýsing kerfisáætlunar er aðgengileg á heimasíðu Landsnets. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 15. júní 2016.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við matslýsinguna.

6.Tilboð í dagvistarhús Freyjugötu 25

Málsnúmer 1606020Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 2. júní 2016, kl. 14:15 voru opnuð tilboð í Árvistarhúsið við Freyjugötu á Sauðárkróki. Tilboðin voru opnuð á skrifstofu sveitarstjóra að viðstöddum Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra, Jóni Erni Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúa og Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Eftirtalin sendu inn tilboð:

1. Haraldur Þór Jóhannsson
2. Alda Laufey Haraldsdóttir
3. Gunnar Björn Ásgeirsson
4. Knattspyrnudeild Tindastóls

Byggðarráð samþykkir að ganga að hæsta tilboði frá Gunnari Birni Ásgeirssyni.

7.Aðalfundur Flugu 2016

Málsnúmer 1606050Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. Fundurinn verður haldinn 22. júní 2016 í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

8.Helluland 146382 og Helluland land I - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1606006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 1. júní 2016 varðandi aðilaskipti að jörðinni Helluland, landnúmer 146382 og 222955. Seljandi er Ólafur Jónsson, kt. 060556-5129 og kaupandi Hvíta villan ehf., kt. 580314-0660.

Fundi slitið - kl. 09:55.