Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

739. fundur 04. maí 2016 kl. 09:00 - 11:40 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um fund frá Sólon myndlistarfélagi

Málsnúmer 1604231Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 26. apríl 2016, frá félagsmönnum í Sólon myndlistarfélagi, þar sem óskað er eftir að fá að senda fulltrúa á fund byggðarráðs til að ræða húsnæðismál félagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa Sólon myndlistarfélags til fundar með ráðinu.

2.Grund 1 (146710) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis (#1604437)

Málsnúmer 1604234Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 29. apríl 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Auðuns Jakobs Pálssonar, kt. 020170-4920 fyrir hönd fyrirtækisins Fagrihvoll ehf., kt. 430216-1980 um leyfi til að reka gististað í flokki II (íbúð) að Grund 1, 565 Hofsós. Fastanúmer 214-3756.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Ósk um leigu á jörðinni Hrauni í Unadal

Málsnúmer 1604228Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið.

4.Umferðarmál í Túnahverfi

Málsnúmer 1604229Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2016 frá Indriða Ragnari Grétarssyni, kt. 251176-5589 þar sem hann vill vekja athygli á miklum umferðarhraða í Túnahverfinu á Sauðárkróki og sér í lagi í og við Laugatún. Óskar hann eftir fjölgun hraðahindrana í hverfinu.
Byggðarráð þakkar Indriða erindið og tekur undir mikilvægi þess að hraðatakmarkanir séu virtar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vekja athygli á með auglýsingu að nú sé kominn sá árstími að börn eru meira úti í umferðinni og að ökumenn virði umferðarreglur.

5.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1603018Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

6.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 1605001Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2015. Kristján Jónasson lögg. endurkoðandi hjá KPMG hf., fór yfir og kynnti reikninginn.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Undir þessum dagskrárlið sátu sveitarstjórnarfulltrúarnir Viggó Jónsson, Bjarki Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir, Gísli Sigurðsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir véku þau síðan af fundi.

Fundi slitið - kl. 11:40.