Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

737. fundur 20. apríl 2016 kl. 09:00 - 09:50 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll

Málsnúmer 1604120Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Birni Sveinssyni, kt. 101052-2149, Varmalæk 2, dagsett 12. apríl 2016 þar sem hann óskar eftir að taka á leigu landspildu sveitarfélagsins sunnan við Bjarmaland/Hrímnishöll.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og veitunefndar.

2.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 1604109Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 31. mars 2016 og tölvupóstur dagsettur 5. apríl 2016 varðandi hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, sbr. bókun 836. fundar stjórnar sambandsins frá 26. febrúar s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir því að formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra komi á fund til viðræðu um þetta erindi.

3.Kauptilboð - Víðigrund 22

Málsnúmer 1604104Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 736. fundar byggðarráðs þann 14. apríl 2016. Lagt fram gagntilboð frá Eygló Amelíu Valdimarsdóttur, kt. 201185-3869 í fasteignina Víðigrund 22, 3.h.v., fastanúmer 213-2403.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð í fasteignina Víðigrund 22, 3. h.v., 213-2403.

4.Kauptilboð - Grenihlíð 32 e.h.

Málsnúmer 1604162Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Sigrúnu Guðmundsdóttur, kt. 161247-7319 í fasteignina Grenihlíð 32 e.h., fastanúmer 213-2403.
Byggðarráð samþykkir að synja tilboðinu.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2016

Málsnúmer 1604145Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2016, dagsett 14. apríl 2016 um aðalfund þann 10. maí 2016 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

6.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - arðgreiðsla vegna 2015

Málsnúmer 1604126Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarélaga ohf. dagsett 14. apríl 2016 þar sem tilkynnt er um að lánasjóðurinn muni greiða út arð vegna ársins 2015. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins nemur 12.232.970 krónum.

Fundi slitið - kl. 09:50.