Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

731. fundur 11. febrúar 2016 kl. 09:00 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Bakkaflöt - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1602119Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 9. febrúar 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi. Sigurður Friðriksson, kt. 010449-2279, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Bakkaflöt. Bakkaflöt, landnúmer 146198. Gististaður, flokkur V. Gistiheimili, veitingastofa og veitingaverslun.
Forsvarsmaður er Sigurður Friðriksson, Bakkaflöt, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Bakkaflöt (gisting)- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1602120Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 9. febrúar 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi. Sigurður Friðriksson, kt. 010449-2279, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Bakkaflöt. Bakkaflöt, sumarhús nr. 1, 40,3 m2, fastanúmer 214-1264. Gististaður, flokkur II.
Forsvarsmaður er Sigurður Friðriksson, Bakkaflöt, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Bakkaflöt(235-5296(09))hús 3-Umsgnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1602121Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 9. febrúar 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi. Sigurður Friðriksson, kt. 010449-2279, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Bakkaflöt. Bakkaflöt, sumarhús nr. 3, 26,1 m2, fastanúmer 214-1264. Gististaður, flokkur II.
Forsvarsmaður er Sigurður Friðriksson, Bakkaflöt, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki (Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir)

Málsnúmer 1512068Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur til meðferðar tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu. Skipulagsstofnun óskar eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til þess hvort meta beri sameiginlega umhverfisáhrif svokallaðrar Sprengisandslínu, Hólasandslínu, línu milli Kröflu og Hólasands (áður Kröflulínur 3 og 4), Kröflulínu 3 og Blöndulínu 3, sbr. 2. mgr. 5.gr. matslaganna. Með vísan til 10.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er óskað eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess hvort framangreind lagaskilyrði 2.mgr. 5.gr. matslaganna séu uppfyllt þannig að stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort ráðast þurfi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu og framangreindra framkvæmda eða ekki.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að meta eigi hverja framkvæmd fyrir sig.

Áheyrnarfulltrúi VG og óháðra, Hildur Magnúsdóttir óskar bókað:
Þar sem fleiri en ein matskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði með umtalsverðum heildaráhrifum sem eru meiri en þegar horft er á hverja framkvæmd fyrir sig, er augljóst að mati VG og óháðra í Skagafirði að ráðast verður í sameiginlegt umhverfismat á Sprengisandslínu og öðrum framkvæmdum við fyrirhugaðar háspennulínur sem kynntar hafa verið í kerfisáætlun Landsnets. Að öðrum kosti fæst ekki rétt mat á heildaráhrif þessara framkvæmda.

5.Fundur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál.

Málsnúmer 1602101Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga þar sem boðað er til sameiginlegs fundar fimmtudaginn 18. febrúar nk. í Reykjavík. Fundarefni eru ný lög um opinber fjármál nr. 123/2015.

Fyrirhugað er að Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri sæki fundinn.

6.Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 1602068Vakta málsnúmer

KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhlut Akureyrarkaupstaðar í Tækifæri hf. Sveitarfélaginu Skagafirði er boðið að nýta forkaupsrétt samkv. g. 2.01 í samþykktum.

Byggðarráð samþykkir með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar að nýta sér ekki forkaupsrétt að eignarhluta Akureyrarkaupstaðar.

7.Tilboð í eignarhluti Tækifæris hf - KEA svf

Málsnúmer 1602067Vakta málsnúmer

KEA svf. gerir tilboð í eignarhlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Tækifæri hf. Tilboðsverð fyrir alla hluti sveitarfélagsins í Tækifæri hf er krónur 15.825.233,-

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar að selja alla sína eignarhluti í Tækifæri hf til KEA svf.

8.Kjörstaðir við forsetakosningar 2016

Málsnúmer 1602086Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahliðarskóla og
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

9.Umsögn SÍS varðandi drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks árið 2016

Málsnúmer 1602077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umsögn um drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks árið 2016 frá Sambandi sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:15.