Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

537. fundur 25. nóvember 2010 kl. 09:00 - 11:23 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir varam.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Útsvarsprósenta árið 2011

Málsnúmer 1011100Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga um útsvarshlutfall árið 2011 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

"Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011."

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

2.Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2011 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn fjárhagsáætlun í samræmi við áður úthlutaðan fjárhagsramma. Ljóst er þó að tekjuliðir fjárhagsrammans muni ekki standast og er þörf á frekari endurskoðun rekstrarútgjalda af hálfu nefnda. Byggðarráð mun óska eftir að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á næsta fund byggðarráðs til að ræða allar leiðir til hagræðingar í rekstri.

3.Skagafjarðarhafnir Gjaldskrárhækkun 2010

Málsnúmer 1011013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2011. Tillagan var samþykkt á 62. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.

4.Áframhaldandi stuðningur við áætlanaflug

Málsnúmer 1011152Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sveitarstjóra til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála varðandi ósk um áframhaldandi stuðning ríkisins við áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.

5.Skil fjárhagsáætlana 2011

Málsnúmer 1011145Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarfélaga varðandi skil á fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2011.

6.Fyrirspurn um staðgreiðslu

Málsnúmer 1009214Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Hagstofu Íslands um útsvarsstofn í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2009 og tímabilið janúar-júlí 2010, eftir atvinnugreinum.

Fundi slitið - kl. 11:23.