Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

718. fundur 19. nóvember 2015 kl. 09:00 - 10:46 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um fjárveitingu til framkvæmda í félagsheimilinu Melsgili

Málsnúmer 1511117Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. nóvember 2015 frá hússtjórn félagsheimilisins Melsgils og Kvenfélagi Staðarhrepps þar sem óskað er eftir fjárveitingu til framkvæmda og endurbóta við félagsheimilið Melsgil í upphafi ársins 2016.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

2.Gjaldskrá 2016 Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1511063Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 225. fundi félags- og tómstundanefndar þann 11. nóvember 2015 og vísað til afgreiðslu byggðarráðs.
"Formaður leggur til að samanlagt daggjald notanda í Dagdvöl aldraðra verði 1.530 kr. í stað 1.320 nú. Sú hækkun nær tæplega hækkun matargjaldsins frá HSN. Tillagan er samþykkt."
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra.

3.Gjaldskrá 2016 - Heimaþjónusta

Málsnúmer 1511062Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 225. fundar félags-og tómstundanefndar sem bókaði svo:
"Félags-og tómstundanefnd samþykkir óbreyttra gjaldskrá fyrir árið 2016.
Gjaldið er sem hér segir: Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2016 verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2016 með 8% persónuálagi, 13,04% orlofi og 15% launatengdum gjöldum.
Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka uppbót (framfærsluviðmið) frá almannatryggingum, eins og sú upphæð verður ákvörðuð af TR í janúar 2016.
Einnig þeir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka.
Upphæðir gjalds og viðmiðunarmarka verði reiknaðar þegar kjarasamningar og ákvörðun lífeyrisbóta TR liggja fyrir og lagðar fram til staðfestingar í félags- og tómstundanefnd/byggðaráði."

Byggðarráð samþykkir framangreinda gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2016.

Bjarni Jónsson (V-lista) tekur ekki afstöðu.

4.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2016

Málsnúmer 1511116Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga að gjaldskrá fyrir Héraðsbókasafn Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2016:

Skírteini - árgjald, 2.300 kr.
Þriggja mán. skírteini, 800 kr.
Endurnýjunargjald ef skírteini glatast, 500 kr.
Árgjald skipa, 7.500 kr.
Árgjald stofnana/skóla, 4.000 kr.
Börn til 18 ára aldurs, ellilífeyrisþegar og öryrkjar með lögheimili í sveitarfélaginu greiða ekki fyrir skírteini.

Útleiga DVD myndefnis:
Almennt efni, 500 kr.
Barnaefni, 350 kr.

Dagssektir:
Bækur, 20 kr.
DVD, 150 kr.

Annað:
Millisafnalán bækur, 800 kr.
Millisafnalán greinar, 400 kr.
Ljósrit A4, 40 kr.
Ljósrit A3, 70 kr.
Bókaplöstun, 600-1.000 kr. eftir stærð
Skönnun, 200 kr.
Pantanir, 200 kr.
Aðgangur að neti í 30 mín., 200 kr.
Aðgangur að neti í 60 mín., 400 kr.

Töpuð eða skemmd safngögn:
Nýtt efni fyrsta árið er greitt að fullu. Eldra efni metið hverju sinni.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrá.

5.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2016

Málsnúmer 1511114Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga að gjaldskrá fyrir Héraðskjalasafn Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2016:

Ljósmyndir:
Birting í bókum
Forsíða 15.000 kr.
Innsíður 5.500 kr.

Dagblöð, vikublöð
26% af síðu eða meira 15.000 kr.
25% af síðu eða minna 7.500 kr.

Tímarit
Forsíða eða kápa 15.000 kr.
Innsíður 5.500 kr.

Aðrar birtingar
Birting á heimasíðum fyrirtækja 5.500 kr.
Birting á sýningum 5.500 kr.
Birting í auglýsingu/skjáauglýsingu 15.000 kr.
Birting í frétta- og dagskrárefni 5.500 kr.
Afgreiðslugjald vegna einkanota 1.500 kr.

Gjald vegna ýmissa annara nota s.s. prentunar á boli, minjagripi og þess háttar skal semja um við safnið. Verð fer eftir upplagi viðkomandi gripa.

Ljósritun gagna:
Ljósritun A4/A5, hver síða: 40 kr.
Ljósritun A3, hver síða: 70 kr.

Vinnslugjald:
Gjald vegna flokkunar, frágangs og skráningu á ófrágengum gögnum skilaskyldra aðila, 5.000 kr á tímann.

Byggðarráð samþykkir framangreinda gjaldskrá.

6.Gjaldskrá listasafns

Málsnúmer 1511098Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga að gjaldskrá fyrir Listasafn Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2016:

Leiga listaverka pr. byrjaðan mánuð:
Verðflokkur 1, 600 kr.
Verðflokkur 2, 1.000 kr.
Verðflokkur 3, 1.600 kr.
Verðflokkur 4, 2.500 kr.

Byggðarráð samþykkir framangreinda gjaldskrá.

7.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2016

Málsnúmer 1511064Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 225. fundi félags- og tómstundanefndar þann 11. nóvember 2015 og vísað til afgreiðslu byggðarráðs.
"Félags- og tómstundanefnd samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016."

Byggðarráð samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2016 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016.

8.Niðurgreiðslur dagggæslu barna 2016. Gjaldskrá

Málsnúmer 1511066Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 225. fundi félags- og tómstundanefndar og vísað til afgreiðslu byggðarráðs.
"Formaður leggur til að niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum verði óbreyttar á árinu 2016 frá því sem nú er. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er kr. 244 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 42.909 á mánuði og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í fullu námi kr. 307 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 54.102 á mánuði.
Tillagan er samþykkt. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna."

Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu.

Bjarni Jónsson (V-lista) óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.

9.Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2016

Málsnúmer 1511148Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2016, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.

4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 58.000 kr. á árinu 2016. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2014. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 29.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2015 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.883.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.888.000 kr. enginn afsláttur.

Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.888.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 5.265.000 kr. enginn afsláttur.

Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2016

Málsnúmer 1511149Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 á árinu 2016 verði óbreyttar frá árinu 2015.

11.Gjaldskrár 2016 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1511075Vakta málsnúmer

Eftirfarandi breytingar á gjaldskrám Skagafjarðarveitna voru samþykktar á 21. fundi veitunefndar og vísað til byggðarráðs:

Gjaldskrá Skagafjarðarveitna - vatnsveita:

Notkunargjald skv. 5. gr. verður 26,21 kr./m3

Mælaleiga skv. 6. gr. verður:
26,73 kr. á dag, vatnsmælir DN 40 og minni
53,57 kr. á dag, vatnsmælir DN 50 til DN 80
107,14 kr. á dag, vatnsmælir DN 100 til DN 150

Heimæðargjald skv. 7. gr. verður:
127.327 kr., inntaksþvermál 32mm
156.076 kr., inntaksþvermál 40mm
199.303 kr., inntaksþvermál 50mm
248.679 kr., inntaksþvermál 63mm
310.831 kr., inntaksþvermál 75mm

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2016.

Byggðarráð samþykkir ofangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna - vatnsveitu.

Gjaldskrá Skagafjarðarveitna - hitaveita:

Vatnsgjald á mánuði fyrir hvern mínútulítra í hámarksstillingu hemils skv. 4.gr. verður:
Sauðárkróksveita, 2.314 kr.
Varmahlíðarveita, 3.508 kr.
Steinsstaðaveita, 1.749 kr.
Hjaltadalsveita, 1.749 kr.
Hofsósveita, 2.671 kr.
Sólgarðaveita, 2.314 kr.

Gjald fyrir hvern rúmmetra vatns skv. 8.gr.
Sauðárkróksveita, 98,25 kr.
Varmahlíðarveita, 149,15 kr.
Steinsstaðaveita, 74,19 kr.
Hjaltadalsveita, 74,19 kr.
Hofsósveita, 113,62 kr.
Sólgarðaveita, 98,25 kr.

Mælaleiga fyrir hvern mánuð skv. 8.gr.
Mælar 15-20mm, 931,50 kr.
Mælar 25-40mm, 2.217 kr.
Mælar 50mm, 2.991 kr.
Mælar 65mm, 3.747 kr.
Mælar 80mm, 4.434 kr.
Mælar 100mm, 5.837 kr.
Mælar 125mm og stærri, 7.359 kr.

Byggðarráð samþykkir ofangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna - hitaveitu.

12.Útsvarshlutfall 2016

Málsnúmer 1511021Vakta málsnúmer

Erindið var áður á dagskrá 716. fundar byggðarráðs þann 5. nóvember s.l. Lagt er til að ítarlegri bókun verði gerð varðandi útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2016, sem hljóðar svo:
Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu.

13.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús

Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer

Samkvæmt bókun 21. fundar veitunefndar er lagt til að boruð verði ný hola við Langhús í Fljótum, LH-04. Áætlaður kostnaður við nýja holu er 8 til 10 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að verkið verði unnið og gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun ársins 2016.

14.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Málsnúmer 1511139Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 16. nóvember 2015. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál.

15.Litla-Gröf 145986 - Umsagnarbeiðini vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1506004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 29. maí 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Karuna ehf., kt. 680809-1000 um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Litlu-Gröf, 551 Sauðárkróki. Gistileyfi, flokkur I, heimagisting fyrir 4-6. Forsvarsmaður er Linda Björk Jónsdóttir, Litlu-Gröf, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

16.Hagi 220055 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1511123Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Helgadóttur, kt. 090359-5339 um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Haga í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Gistileyfi, flokkur I, heimagisting fyrir 4. Forsvarsmaður er Guðrún Helgadóttir, Haga, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

17.Ás 146692 - Umsagnarbeiðini vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1511014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 3. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Svövu Ingimarsdóttur, kt. 121170-3619 um rekstrarleyfi fyrir Ás, efri hæð (landnr. 146692), 565 Hofsósi. Gististaður, flokkur II. Forsvarsmaður er Svava Ingimarsdóttir, Skagfirðingabraut 13, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:46.