Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

713. fundur 15. október 2015 kl. 09:00 - 09:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ósk um viðræður um kaup sveitarfélagsins á fasteignum

Málsnúmer 1510083Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 8. október 2015 frá Íbúðalánasjóði, þar sem sjóðurinn býður til viðræðna um þann möguleika að sveitarfélagið kaupi eignir sjóðsins í sveitarfélaginu með það í huga að nýta þær t.d. fyrir félagsleg úrræði sveitarfélaga þar sem það á við. Um þessar mundir eru fjórar fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

2.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2015 - Birkilundur

Málsnúmer 1510104Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2015. Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingu á áætlun málaflokks 04116 - Leikskólinn Birkilundur: Tekjur hækka um 910 þúsund krónur, þar af eru 550 þúsund krónur vegna þátttöku Akrahrepps í rekstrinum. Hækkun launa og launatengdra gjalda er tvær milljónir króna og annar rekstrarkostnaður 200 þúsund krónur. Einnig er lagt til að tekjur á málaflokki 21620 - Ýmsar tekjur hækki um 1.678 þúsund krónur og gjaldaliður á málaflokki 28 hækki um 388 þúsund krónur.
Nettó breyting í rekstri er 0 kr.

3.Málefni leik- og grunnskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 1510067Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi við Kaupfélag Skagfirðinga um leigu á húsnæði sem hýsti pósthúsið fyrrum í Varmahlíð. Einnig samþykkir byggðarráð að starfsemi Birkilundar verði að hluta í þessu húsnæði til bráðabirgða og að framkvæmdafé við breytingar þess verði teknar af fjárveitingu ársins 2015 vegna leik- og grunnskóla í Varmahlíð.

4.Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

Málsnúmer 1509008Vakta málsnúmer

Byggðarráð bókaði á 708. fundi sínum þann 3. september 2015 eftirfarandi: "Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir fullum vilja sínum til að taka þátt í því mikilvæga og aðkallandi verkefni er viðkemur komu flóttamanna frá Sýrlandi til Íslands.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja sig í samband við fulltrúa velferðarráðuneytisins og fá nánari upplýsingar um verkefnið og kanna með hvaða hætti Sveitarfélagið Skagafjörður getur orðið að liði og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi þess.
Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið sama."
Nú hefur borist tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu, dagsettur 13. október 2015, þar sem ráðuneytið þakkar þann áhuga og velvilja sem sveitarfélagið hefur sýnt áformum um móttöku flóttafólks. Boðar ráðuneytið þau sveitarfélög sem sýnt hafa áhuga á móttöku flóttafólks til kynningarfundar þann 23. október 2015, þar sem þeim verður kynnt nánar hvað felst í móttöku flóttafólks.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sjái til þess að fulltrúi sveitarfélagsins verði á kynningarfundinum.

5.Móttaka sveitarfélaga á flóttamönnum

Málsnúmer 1510061Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. oktober 2015 og afrit af bréfi sambandsins til velferðar- og innanríkisráðuneyta dagsett 29. september 2015. Í bréfi sambandsins kemur meða annars fram að málefni flóttamanna eru í brennidepli og mörg sveitarfélög hafa samþykkt ályktanir um að taka á móti flóttamönnum sem nýjum íbúum. Ljóst er að upp er komin alveg ný staða í flóttamannamálum sem kallar á markvissar og samstilltar aðgerðir allra hlutaðeigandi, þ.á.m. sveitarfélaga. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um málið á síðasta fundi sínum 11. sepember s.l. og samþykkti að sambandið skuli bjóða sveitarfélögunum aðstoð sína vegna undirbúnings komu flóttamanna og beita sér gagnvart ríkisvaldinu til hagsbóta fyrir þau. Sambandið hefur sett á laggirnar teymi til að hafa umsjón með þessu máli. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem hafi ályktað um móttöku flóttamanna eða íhugi að taka má móti flóttamönnum tilnefni einn eða fleiri tengiliði við teymið.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði tengiliður sveitarfélagsins.

6.Sviðsljósabúnaður í Bifröst - endurnýjun

Málsnúmer 1510028Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. október 2015 frá Leikfélagi Sauðárkróks þar sem kemur fram ósk um endurnýjun á sviðsljósabúnaði í Félagsheimilinu Bifröst.
Byggðarráð samþykkir að taka allt að 1.500.000 kr. af fjárveitingu framkvæmda við Bifröst á árinu 2015 til endurnýja kastara og dimmera.

7.Útkomuspá 2015

Málsnúmer 1510091Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsettur 12. október 2015. Óskar nefndin eftir því að útkomuspá sveitarfélagsins vegna ársins 2015 (rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi) fyrir A-hluta og fyrir samstæðu verði send nefndinni eigi síðar en 30. október 2015.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leggja fram á næsta fundi uppreiknaða útkomuspá ársins 2015.

8.Staðgreiðsluáætlun útsvars 2015 og 2016

Málsnúmer 1510095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2015 og 2016 sem gefin er út af hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.Ágóðahlutagreiðsla 2015

Málsnúmer 1510055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. október 2015 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla 2015 til Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemur 1.678.000 kr.

10.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 30. september 2015 lögð fram til kynningar á 713. fundi byggðarráðs þann 15. október 2015.

Fundi slitið - kl. 09:52.