Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

705. fundur 13. ágúst 2015 kl. 09:00 - 11:01 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ártorg 4 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1507199Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 21. júlí 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn N1 hf, kt. 540206-2010 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ábæ N1 þjónustustöð, Ártorgi 4, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur I, veitingastofa og greiðasala. Forsvarsaðili er N1 hf., Dalvegi 10-12, 201 Kópavogi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Beiðni um fund v/ flutnings Iðju-hæfingar

Málsnúmer 1507106Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf en skráð þann 14. júlí 2015 frá aðstandendum hluta notenda Iðjunnar á Sauðárkróki. Óskað er eftir fundi um málefni Iðjunnar s.s. framkvæmdir og flutning í nýtt húsnæði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við forsvarsmann hópsins til að finna hentugan fundartíma.

3.Borgarmýri 5 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1507200Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 24. júlí 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Festival Viðburða ehf., kt. 690705-1330 um tækifærisleyfi vegna Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar 2015 sem verður í húsnæði Loðskinns ehf, Borgarmýri 5, Sauðárkróki, dagana 14. og 15. ágúst 2015. Forsvarsaðili er Adam Smári Hermannsson, Raftahlíð 53, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1507203Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 1507185Vakta málsnúmer

Erindi frá mennta- og menningarráðuneyti um samstarfsverkefni ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtökunum Heimili og skóli; "Þjóðarsáttmáli um læsi". Lagt er til að gerður verður þjóðarsáttmáli um læsi, þess efnis að öll börn lesi sér til gagns við útskrift úr grunnskóla.Til að ná fram markmiðum um þjóðarsáttmála um læsi býður mennta- og menningarmálaráðherra öllum bæjar- og sveitarstjórum landsins að undirrita Þjóðaráttmála um læsi þar sem aðilar samningsins, ríki og sveitarfélög, skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu enda verði ráðgjöf og þjónusta vegna verkefnisins sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita sáttmálann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð minnir á bókun ráðsins frá 9. júlí s.l. þar sem segir meðal annars: "Byggðaráð Skagafjarðar fagnar fyrirhuguðu átaki til að efla læsi, en gagnrýnir að öll 11 ný störf ráðgjafa og teymisstjóra við innleyðingu aðgerða til eflingar læsis sem Námsmatsstofnun hefur auglýst, eigi að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu."

6.Þjóðlendur - dómur vegna afrétta á Tröllaskaga

Málsnúmer 1507113Vakta málsnúmer

Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands.

7.Háspennulínur yfir Skagafjörð

Málsnúmer 1508051Vakta málsnúmer

Staða mála rædd.

8.Varmahlíðarskóli - staða húsnæðismála

Málsnúmer 1411114Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 29. fundi samstarfsnefndar með Akrahreppi þann 5. maí 2015 varðandi málið.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að formaður samstarfsnefndar með Akrahreppi komi á næsta fund til viðræðu um málið ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

9.Samgönguáætlun 2013 til 2016 - framlög til sjóvarna í Skagafirði

Málsnúmer 1504127Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 109. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að heildarkostnaður framkvæmdanna árið 2015 er um 9,7 milljónir króna og þar af er hlutur sveitarfélags um 1.200 þús.kr.
Nefndin óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna framkvæmdana.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við viðkomandi landeigendur varðandi málið áður en endanleg afstaða verður tekin.

10.Rekstrarupplýsingar 2015

Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-júní 2015.

11.Rætur b.s. - málefni fatlaðra 2015

Málsnúmer 1501005Vakta málsnúmer

16. og 17. fundargerðir stjórnar Róta bs. frá 28. maí og 8. júní 2015 lagðar fram til kynningar á 704. fundi byggðarráðs þann 13. ágúst 2015.

12.Ársfundur SSKS 2015

Málsnúmer 1508033Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur þar sem tilkynnt er um ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, þann 25. september 2015 í Reykjavík.

Fundi slitið - kl. 11:01.