Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

697. fundur 29. maí 2015 kl. 09:00 - 11:09 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2015 - launakostnaður tónlistarskóla

Málsnúmer 1505196Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna kjarasamningsbreytinga á launum tónlistarskólakennara á árinu 2014 sem ekki náðist að áætla fyrir á málaflokk 04-Fræðslu- og uppeldismál. Lagt er til að launaliður málaflokks 04510-Tónlistarskóli hækki um 8.610.000 kr. og launaliður á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir lækki um sömu upphæð. Þessi breyting á áætluninni hefur engin áhrif á fjárhagsáætlun ársins í heild.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

2.Styrkbeiðni - Sögusetur íslenska hestsins

Málsnúmer 1505144Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 15. maí 2015 frá stjórn Söguseturs íslenska hestsins þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til starfsemi safnsins árin 2015-2016.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

3.19. júní - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 1505203Vakta málsnúmer

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að skoða með hvaða hætti sveitarfélagið geti minnst viðburðarins þann 19. júní 2015.

4.Byggingarnefnd Árskóla - 17

Málsnúmer 1504016FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar Byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 697. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

4.1.Árskóli - hönnun vegna tónlistarskóla.

Málsnúmer 1504271Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 17. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 679. fundi byggðarráðs 29. maí 2015 með þremur atkvæðum.

5.Lok verkefnis um framlög sveitarfélaga v/ sölu félagslegs húsnæðis

Málsnúmer 1505186Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. maí 2015 frá Varasjóði húsnæðismála þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd sjóðsins ákvað á fundi sínum þann 20. apríl s.l. að hætta móttöku og afgreiðslu umsókna frá sveitarfélögum vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði frá og með 20. apríl 2015.

6.Markaðsstofa Norðurlands - ársreikningur 2014

Málsnúmer 1505191Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Markaðsstofu Norðurlands fyrir árið 2014. Einnig kynnt ný stjórn Markaðsstofunnar sem í sitja fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi, tveir frá Norðurlandi vestra og þrír frá Norðurlandi eystra. Á fundinum voru kjörin til tveggja ára Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð, Gunnar Jóhannesson, Fjallasýn og Njáll Trausti Friðbertsson, Sæluhúsum. Einnig sitja í stjórn Birna Lind Björnsdóttir, Norðursiglingu og Sigríður Káradóttir, Gestastofu Sútarans. Varamenn voru kjörnir til eins árs Karl Jónsson, Lamb-Inn og Tómas Árdal, Arctic Hotels.

7.Ályktun byggðarráðs

Málsnúmer 1505223Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði.
Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum.
Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra.
Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.

Fundi slitið - kl. 11:09.