Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

618. fundur 21. febrúar 2013 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1302021Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög) mál nr.570.

"Mikilvægt er að kveðið sé á um það í lögum að nytjastofnar við Ísland séu í óskoraðri þjóðareign og að réttur sjávarbyggða og íbúa þeirra verði tryggður gagnvart nýtingu auðlindarinnar. Þá þarf að vera tryggt að atvinnugreininni sé búið nauðsynlegt rekstraröryggi ásamt því að gætt sé að hagkvæmnissjónarmiðum í þeirri umgjörð sem sjávarútvegi er búin af hálfu stjórnvalda.
Byggðaráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ekki verði gerðar neinar þær breytingar á lögum er varða sjávarútveg, sem er ein mikilvægasta atvinnugrein héraðsins, er orðið geti til að veikja stöðu byggðalagsins. Grundvallar markmið lagabreytinga þarf að vera að styrkja veiðar og vinnslu í sjávarbyggðum og auka búsetuöryggi á svæðum sem byggja afkomu sína að stóru leyti á sjávarútvegi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við þann skamma fyrirvara sem gefinn er til umsagnar um frumvarpið. Einnig eru gerðar athugasemdir við að með frumvarpinu sé ekki lögð fram heildstæð úttekt á fjárhagslegum og/ eða samfélagslegum áhrifum þess líkt og gert er ráð fyrir í 129. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.?

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Þorsteinn Tómas Broddason

Sigurjón Þórðarson leggur fram eftirfarandi bókun: Frumvarpið felur í sér að festa núverandi veiðistjórnun í sessi næstu áratugina þrátt fyrir þá staðreynd að kvótakerfið hafi leitt yfir þjóðina mun minni botnfiskafla frá upptöku þess en fyrir daga þess.

2.Landsþing 2013

Málsnúmer 1301111Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að XXVII. landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 15. mars nk. Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn á sama stað að loknu landsþingi.

Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir fari með atkvæði sveitarfélagsins á ársfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fulltrúar á landsþing hafa þegar verið tilnefndir.

3.Mat á líklegu söluverði fasteignar - Árgarður

Málsnúmer 1302129Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ágústi Guðmundssyni fasteingasala um líklegt mat á söluverði fasteignar. Árgarður Skagafirði, sundlaugar.
Bréfið var til kynningar.

4.Mótun stefnu um upplýsingamál

Málsnúmer 1301260Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá kjarnahópi, sem skipaður var af innanríkisráðherra í janúar sl. til að vinna að mótun tillagna um nýja stefnu um upplýsingasamfélagið 2013-2017.
Lagt fram til kynningar.

5.Rannsóknir á Norðurlandi vestra sumarið 2013

Málsnúmer 1302120Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá félaginu, Eyðibýli - áhugamannafélagi, þar sem fram kemur ósk um stuðning við verkefnið "Eyðibýli á íslandi" að upphæð kr. 250.000,- til að mæta að hluta kostnaðar rannsakenda í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir ánægju með verkefnið og er tilbúið til samstarfs við félagið. Mikið starf hefur verið unnið við söfnum upplýsinga í tengslum við Byggðasögu Skagfirðinga sem gætu nýst í þessari vinnu.

6.Þakkarbréf til sveitarstjórnar

Málsnúmer 1301165Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarbréf frá Sigríði Gunnarsdóttir sóknarpresti og Brynjari Pálssyni formanni sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju vegna stuðnings sveitarstjórnar við afmælishátíð Sauðárkrókskirkju.

7.Glæsibær 145975 - Umsagnarbeini vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1302131Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur kt 191247-4699 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Glæsibær. Gistiflokkur I, heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Félagsheimilið Melsgil - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1302130Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur kt. 191247-4699 um endurnýjum á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimlið Melsgil kt. 460269-5719. Veitingastaður flokkur I, samkomusalur og gististaður, flokkur II, svefnpokagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Fundargerð stjórnar 19. des 2012

Málsnúmer 1301092Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands ses frá 19. desember 2012, lögð fram til kynningar á 618. fundi byggðarráðs.

10.Skálá 146583 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1302097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti að 75% hlutar í jörðinni Skálá í Hofshreppi, landnúmer 146583. Seljandi er Ofanleiti ehf og kaupandi er Magnús Pétursson.

11.Árskóli - staða framkvæmda.

Málsnúmer 1302138Vakta málsnúmer

Jón Örn Berndsen kom á fundinn og upplýsti um framgang verksins.

Fundi slitið - kl. 10:00.