Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

686. fundur 05. febrúar 2015 kl. 09:00 - 09:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Iðja - flutningur í nýtt húsnæði

Málsnúmer 1407074Vakta málsnúmer

Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri kynnti fyrir ráðinu fyrirhugaðar breytingar og drög að innra skipulagi á Furukoti við Sæmundarhlíð, sem ætlunin er að flytja Iðju-hæfingu í á árinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

2.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2015 - innlausn fasteignar

Málsnúmer 1502037Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2015. Lagt er til að fjárfestingaliður félagsíbúða hækki um 10.700.000 kr. Fjármögnun verði með þeim hætti að lántaka ársins hækki um 7.350.000 kr. og handbært fé lækki um 3.350.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.

3.Gilstún 6 - fnr. 221-9780, innlausn fasteignar

Málsnúmer 1411233Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Örnu Kristjánsdótur, kt. 150468-5159, um innlausn fasteignarinnar Gilstún 6, Sauðárkróki, 221-9780, sem er félagsleg íbúð. Einnig liggur fyrir staðfestur útreikningur frá Íbúðalánasjóði um eignarhluta seljanda.
Byggðarráð samþykkir að innleysa til sín fasteignina Gilstún 6, Sauðárkróki, 221-9780.

4.Uppsögn leigusamnings - Faxatorg 1

Málsnúmer 1408192Vakta málsnúmer

Vinnumálastofnun hefur sagt upp húsnæði sínu á Faxatorgi 1, Sauðárkróki og óskar eftir því að sveitarfélagið láti stofnuninni í té aðstöðu án endurgjalds, til að nýta sem viðtalsaðstöðu við skjólstæðinga sína eftir þær kerfisbreytingar sem áttu sér stað nú um áramótin. Mikill hluti af þjónustu stofnunarinnar við atvinnuleitendur fer nú fram á netinu. Ekki er um að ræða fasta aðstöðu heldur fundaraðstöðu þar sem trúnaðarsamtöl geta farið fram nokkra daga í mánuði.
Byggðarráð samþykkir að láta Vinnumálastofnun í té viðtalsaðstöðu án endurgjalds til eins árs. Byggðarráð furðar sig á því að ríkisstofnun segi upp húsnæði og óski á sama tíma eftir að fá húsnæði frá sveitarfélaginu án endurgjalds. Jafnframt ítrekar byggðarráð fyrri mótmæli sín gegn því að starfstöð stofnunarinnar í Skagafirði hafi verið lögð niður og þjónusta við íbúa hafi verið skert.

5.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 26. janúar 2015 varðandi úrskurð nefndarinnar um eignarréttarlega stöðu lands í Sveitarfélaginu Skagafirði og málskotsfrest í máli nr. 1/2013, Skagi. Sveitarfélagið er aðili máls vegna Almennings á Skagaheiði, Staðarafréttar/Reynistaðaafréttar, Skálahnjúks og Skrapatunguafréttar.

6.Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 1501375Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dagsettur 30. janúar 2015, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar sambandsins.

7.Aðalfundarboð og málþing

Málsnúmer 1501312Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ). Aðalfundurinn verður haldinn í Reykjavík föstudaginn 13. febrúar 2015.

8.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 21. janúar 2015 lögð fram til kynningar á 686. fundi byggðarráðs 5. febrúar 2015.

Fundi slitið - kl. 09:55.