Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

685. fundur 29. janúar 2015 kl. 09:00 - 09:48 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Málefni Gúttó

Málsnúmer 1501025Vakta málsnúmer

Í framhaldi af afgreiðslu 683. fundar byggðarráðs (8.1. 2015) komu Ingibjörg Hafstað, Kristín Dröfn Árnadóttir og Erla Einarsdóttir fulltrúar frá Sólon myndlistarhópi til viðræðu um starfsemi hópsins í Gúttó og fyrirhugaðar viðgerðir á fasteigninni.

2.Lögfræðileg skoðun á lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga ohf

Málsnúmer 1203010Vakta málsnúmer

Eftir að niðurstaða Hæstaréttar Íslands lá fyrir í máli 94/2014 sem og endurútreikningur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á láni nr. 20/2007, þá var Einari Huga Bjarnasyni hrl. falið að fara yfir útreikninginn. Liggur niðurstaða hans fyrir og afstaða Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. til útreikningsins. Ber þeim ekki saman.
Byggðarráð samþykkir að hafna endurútreikningi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á láni nr. 20/2007 og felur Einari Huga Bjarnasyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins gagnvart sjóðnum.

3.Ármúli 145983 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1501255Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 19. janúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hermanns Þórissonar, kt. 140960-4709, um rekstrarleyfi fyrir Ármúla, 551 Sauðárkróki. Gistileyfi, flokkur I - heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Einimelur 2a til 2f - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1501257Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 21. janúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Sigmundssonar, kt. 270357-5639, fyrir hönd Hestasports-ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir sumarhús félagsins við Varmahlíð að Einimel 2a til 2f. Gististaður, flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Einimelur 3a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1501256Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 21. janúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Sigmundssonar, kt. 270357-5639, fyrir hönd Hestasports-ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um rekstrarleyfi fyrir sumarhús félagsins við Varmahlíð að Einimel 3a. Gististaður, flokkur III - sumarhús.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Landsþing 2015

Málsnúmer 1501032Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um endanlega ákvörðun á dagsetningu á XXXIX. landsþings sambandsins. Þingið verður haldið 17. apríl 2015.

Fundi slitið - kl. 09:48.