Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

568. fundur 19. október 2011 kl. 09:00 - 10:09 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ægisstígur 7 - kauptilboð

Málsnúmer 1110139Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Steini Ástvaldssyni í fasteignina Ægisstíg 7 (213-2508).

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

2.Ægisstígur 7 - kauptilboð

Málsnúmer 1110188Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Jónasi Loga Sigurbjörnssyni og Hjördísi Elfu Sigurðardóttur í fasteignina Ægisstíg 7 (213-2508).

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð.

3.Bókun stjórnar SSNV frá 4. október 2011

Málsnúmer 1110050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun stjórnar SSNV frá stjórnarfundi 4. október 2011:

"Stjórn SSNV lýsir yfir andstöðu við áframhaldandi stórfelldan niðurskurð á fjárframlögum til heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra sem kynnt er í frumvarpi til fjárlaga árið 2012. Boðaður niðurskurður mun vafalítið valda fækkun starfa á svæðinu, þá sérstaklega kvennastarfa, sem gengur þvert geng hugmyndum ríkisstjórnar Íslands um kynjaða hagstjórn. Niðurskurðurinn rýrir einnig búsetuskilyrði stórlega og veltir auknum kostnaði yfir á íbúa sem sækja þurfa heilbrigðisþjónustu um langan veg. Loks átelur stjórnin samráðsleysi og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru þegar boðuð er grundvallarstefnubreyting á veitingu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þetta er gert án þess að fyrir liggi opinber stefna um veitingu þjónustunnar sem og án þess að fyrir liggi greining á samfélagslegum áhrifum niðurskurðarins sem og áhrifa á önnur kerfi s.s. félagsþjónustu sveitarfélagana. Þessi vinnubrögð ganga þvert gegn loforðum um aukið samráð ríkisins við heimamenn sem unnið að undir merkjum Ísland 20/20."

4.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og fyrirtækja þess fyrir tímabilið janúar-ágúst 2011, með viðmiðun við endurskoðaða fjárhagsáætlun 2011 fyrir sama tímabil.

5.SSNV - fundargerðir stjórnar 2011

Málsnúmer 1101003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 25. ágúst, 8. september og 4. október 2011.

6.Árlegur þingmannafundur

Málsnúmer 1110052Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem tilkynnt er um að árlegur fundur sveitarstjórnarmanna og þingmanna NV kjördæmis verður haldinn á Kaffi Krók, Sauðárkróki, miðvikudaginn 26. október 2011, kl. 13:00.

7.Fundir með fjárlaganefnd

Málsnúmer 1110064Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþings, þar sem fram kemur að fjárlaganefnd býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að greinargerð til að leggja fyrir fund byggðarráðs 3. nóvember n.k.

8.Heimavist FNV-umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1109285Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóns Daníels Jónssonar um rekstrarleyfi fyrir Grettistak veitingar ehf, kt. 451001-2210, fyrir veitingahús og veisluþjónustu í Heimavist FNV, Sauðárhlíð, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður - flokkur II.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Lónkot 146557 -Umsagnarbeiðni rekstarleyfi

Málsnúmer 1109272Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóns T. Snæbjörnssonar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gistingu og veitingasölu að Lónkoti, 566 Hofósi. Gististaður - flokkur II og veitingastaður - flokkur III.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:09.