Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

651. fundur 13. febrúar 2014 kl. 09:00 - 09:23 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 1402094Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 31. janúar 2014, frá Inkasso ehf., þar sem fram kemur að félagið hefur áhuga á að koma á samstarfi um innheimtu krafna fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að afgreiða erindið.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Styrktarsjóði EBÍ, dagsett 4. febrúar 2014, varðandi umsóknir í sjóðinn. Einungis aðildarsveitarfélögum er heimilt að senda umsóknir í sjóðinn og þá aðeins eina hvert. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl n.k. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna.
Byggðarráð samþykkir að erindið verði rætt í fastanefndum og tillögum skilað til sveitarstjóra í góðum tíma fyrir lokafrest.

3.Uppsetning kjörskrár og skráning kjördeilda

Málsnúmer 1402112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 5. febrúar 2014, frá Þjóðskrá Íslands um breytt verklag við uppsetningu kjörskrár og skráningu kjördeilda.

Fundi slitið - kl. 09:23.